Vikan


Vikan - 21.04.1960, Blaðsíða 12

Vikan - 21.04.1960, Blaðsíða 12
 & ' IJrútsmerkiÖ <21. marz—20. april): Það mun koma margt óvænt fyrir í vikunni, og ef þú hefur gert þér einhverjar fastar áætlanir, skaltu vera við því búinn, að allt breytist, en margt virðist benda til þess, að sú breyting verði til batnaðar. Eftir helgina munt þú þurí'a að sinna mjög ung- menni í fjölskyldunni, og reyndu að leysa það starf vel af hendi. Þú og' félagi þinn fá skemmtilega hugmynd, sem þið skuluð reyna að hrinda í framkvæmd. Naut8merkiÖ (21. april—21. maí): Þú munt þurfa að leggja hart að þér í vikunni, ef vel á að fara, og miklar kröfur verða gerðar til Þin, að öllum líkindum á vinnustað. Á miðvikudag eða fimmtudag berast þér undarlegar fréttir, sem kunna að koma þér úr jafnvægi. Amor verður mikið á ferðinni, en ekki er víst mikið mark á honum takandi í þessarri viku. Talan 6 skiptir þig miklu í vikunni. Heillalitur rautt. TvíburamerkiÖ (22. maí—21. júní): Þér verður á dálítil skyssa í lok vikunnar, sem draga mun dilk á eftir sér, en endalokin verða Þó mjög óvænt og skemmtileg. Gamall félagi þinn, líklega skólafélagi, kemur skyndilega fram á sjónarsviðið og kemur þér í nokkur vandræði. Hætt er við að eigingirni þin komi þér í óþarft klandur, ef þú breytir ekki strax betur. Heillalitur blátt eða blágrænt. Kra,bbamerkiÖ (22. júní—23. júlí): Bréf, sem þér berst, eða sem þú skrifar, kemur lífi i tuskurnar næstu daga, og kvöldin fram að helgi verða óvenju viðburðarík og sum skemmtiieg. Ef þú kemur einhvers staðar fram opinber- lega, skaltu vanda mál þitt, þvi að illviljaðir menn reyna að finna þér allt til foráttu, þótt þú eigir það síður en svo skilið. Hugmynd félaga þíns er of öfgakennd, og skaltu ekki skipta Þér af því máli. LjónsmerkiÖ (24. júlí—23. ágúst): Þú eignast að öllum lík- indum nýjan vin i vikunni. Þetta verður liklega á sam- komustað. Þessi nýi vinur mun verða til þess, að áform þín breytast talsvert næstu daga, jafnvel vikur. Stutt ferða- lag væri þér mjög hollt, og skaltu reyna að nota öll tæki- færi sem þér gefast hvað það snertir. Hafðu ekki áhyggjur út af orð- um góðkunningja þíns, því að þau eru sögð meira í gamni en alvöru. ______ MeyjarmerkiÖ (24. ágúst—23. september): Þú færð mörg verkefni til úrlausnar i vikunni, og ef þú vinnur ötullega, munt þú hækka mjög í áliti félaga þinna á vinnustað. Á miðvikudag gerist eitthvað mjög óvænt, ekki er samt ljóst hvers eðlis, nema hvað það krefst talsverðra peningaút- láta, og skaltu ekki veigra þér við að „spandera“ ef þér er hagur í því. Helgin verður allt öðru vísi en á horfðist. Heillatala 9. VogarmerkiÖ (24. september—23. október): Lánið ætlar að leika við Þig í þessari viku, og jaínvel svo mjög. að vinir þínir fyllast öfund í þinn garð. Sýndu því vinum þínum fyllstu nærgætni og fyrir alla muni skaltu ekki miklast af velgengni þinni. Á opinberum stað kemur dálítið óvenju- legt fyrir, sem snertir þig persónulega. Konur ættu að varast að verða tilbreytingarleysinu að bráð, og ættu því að fara út að skemmta sér. DrelcamerkiÖ (24. október—22. nóvember): E’kki gerist ýkjamikið í þessarri viku, en Þú munt lifa þægilegu lífi. Þó verður uppi fótur og fit á laugardag í sambandi við brottför kunningja þíns. Fæðing í fjölskyldunni mun skapa mikla gleði, og um leið verður þungu fargi af þér létt. Farðu varlega með peninga í vikunni, því að hætta er á að þú sóir peningum þínum í einskisnýta hluti. Heildarlitur gulleitt. Bogmaöurinn (23. nóvember—21. desember): Taktu ekki of mikið mark á því, sem þér verður sagt um einn kunn- ingja þinn, reyndu heldur að rétta hlut hans. Ef þú gerir það, mun þessi vinur verða þér afar þakklátur, því að hann getur ekkert við þessu gert sjálfur. Áform Það sem þú hefur á prjónunum virðist næsta vonlítið, en þú skalt alls ekki gefast upp fyrr en í fulla hnefana, því að þér berst óvænt aðstoð. Heilla- t cllcl 5 Geitarmerkiö (22. desember—20. janúar): Á miðvikudag eða fimmtudag gerist dálitið, sem hefur áhrif á allar gerð- ir þínar það sem eftir er vikunnar. Þú skalt ekki örvænta út af kunningja þinum, þótt hann hagi sér vægast sagt _______ furðulega þessa dagana, því að þetta líður hjá fyrr en varir. Heimilislífið verður einkar ánægjulegt. Taktu ekki mark á orðum konu, sem kemur til þín um helgina. Talan 4 kemur við sögu. Vatnsberamerkiö (21. janúar—19. febrúar): Stjörnurnar lofa skemmtilegri viku, sem þó gæti orðið allt annað en skemmtileg, ef þú ferð ekki varlega i máli, sem þér er mjög hjartfólgið. Einkum gerist mikið um helgina, og ein- mitt þá mun gamall draumur þinn rætast, og átt þú fyrir því, þótt fyrr hefði verið. Hætt er við að þrákelkni þín komi þér í klípu, ef þú ferð ekki að öllu með gát. Þú getur haft rangt fyrir þér, eins og aðrir. FiekamerkiÖ (20. febrúar—20. marz): Þú munt þurfa að leysa úr vandamáli, sem er mjög viðkvæmt, og verður þú að beita allri þinni kænsku og hugkvæmni, ef vel á að fara. Ef þér lánast að leysa úr þessu, mun þér verða ríkulega launað. Líklega ferð þú i stutt en ákaflega skemmtilegt ferðalag um eða eftir helgi. Vinur þinn bíður eftir bréfi eða skila- boðum frá þér. Láttu ekki standa á Því. Heillalitur bleikt eða gult. Útgefandi: VIKAN H.F. Ritstjóri: Ritsljórn og anglýsingar: Gtsli Signrttsson (ábm.) Skipholti 33. Auglýsineastjóri: Símar: 35320, 35321. 85322. Asbjörn Magnássson Pós,bólf 149' Framkvæindastjóri: Afgreiðsla og dreifing: Hilmar A. Kriatjánsgon Blaðadreifing, Miklubraut 15, sínii 15017 Verð í Iausasöiu kr. 10. Áskriftarverð kr. Prentun: Hitmir h.f. 216.00 fyrir hálfl árið, grei'ðist fyrirfram. Mymiamót: Myndumót h.f. Annar þáttur verðlaunakeppninnar. Einn í biðsal dauðans. Fiskurinn má ekki kólna, saga eftir Sigurð Hreiðar. Þannig býr Erhard. Hugsaðu óttann burtu. Molar úr „Menntó“. Rætt við Kristinn biiasala. Ilvað segja g framííð? stjörnurnar um hæfileika yðar, möguleika Viljið þér fá svar við þessu þá sendið upplýsingar um nafn, heimilisfang, fæðingardag og ár, fæðingarstað og hve- nær sólarhringsins þér fæddust ásamt kr. 500,00 í umslagi merkt pósthólf 2000, Kópavogi og svarið mun berast yður ineð pósti. BARNATREYJA Hér er uppskrift af sérkennilegri barnatreyju. — Stærð: 3ja, G og 9 mánaða. Efni: ca. 60, 65 og 70 gr. hvítt 4 þráða ullargarn. 20 gr. af ljós- bláu (eða bleiku) ullargarni af sömu tegund og gróflelka. Prjónar nr. 2%. 17 1. prjónaðar með sléttu prjóni á prjóna nr. 2%, 24 umferðir = 5 sm. FRAMSTYKKI. Byrjið að neðan og fitjið upp 80 (84) 88 1. með hvitu garni i prj. nr. 2% og prj. 2 sm. sléttprjón, 6 umferðir garðaprjón með ljósbláu garni og síðan 12 (13) 14 sm. með hvítu garni. Leggið stykkið til hliðar.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.