Vikan


Vikan - 21.04.1960, Blaðsíða 14

Vikan - 21.04.1960, Blaðsíða 14
Það er almennt viðurkennt, að Italir teikni föt og bíla flestum betur. Þeir eiga líka hrós skilið fyrir byggingarlistina, og þar dettur þeim ýmislegt frumlegt og skemmtilegt í hug. Hér höfum við sýnishorn af nýrri íbúð í sjálfri Rómaborg. Þvi miður höfum við ekki útlitsmynd af húsinu. Þið sjáið, að húsgögnin eru með sérstökum hætti og nokkuð í öðrum stíl en við þekkjum. Til dæmis nota þeir mikið járnfætur, bæði á borðum og stólum. Stiginn upp á efri hæð er mjög léttur, og takið eftir því, að þeir koma skemmtilega fyrir léttum bitum í loftum og sums staðar líka á veggjum. Heildaráferðin er ef til vill nokkuð köld og nakin, en þess ber að gæta, að loftslag er hlýrra á Ítalíu en liér hjá okkur og þeir þurfa elcki að leggja eins mikla áherzlu á hlýleg húsakynni. EPLAKAKA MEÐ MARENGS. 250 gr hveiti, 200 gr smjörl., 60 gr sykur, 2 eggjarauður. — Marengs: 2 stífþeyttar eggjahvítur, 100 gr sykur. Eplamúsin: Sjóðið eplasneiðar í svo litlu vatni sem mögulegt er, þar til þær eru orðnar að þykku mauki. Hrærið deigið og setjið það í hringform og bakið ljósbrúnt. Látið því næst eplamaukið í formið ofan á deigbotninn, og marengs- deigið þar ofan á og stingið forminu aftur inn í ofninn. Þegar marengsinn er stífnaður og hefur fengið ljósbrúnan lit, er formið tekið út úr ofninum. Kakan er bezt meðan hún er volg. YANILLUKRANSAR. 375 gr hveiti, 350 gr smjörl., 250 gr sylcur, 125'gr möndlur, 1 egg, 1 stór vanillustöng. Deigiö er hnoðaö meö möndlunum í, sett i gegn um halckavélina og stjörnuplatan notuö. Síöan eru búnir til kransar sem bakaöir eru Ijósbrúnir. GÓÐIR DRAUMAR. 125 gr kartöflumjöl, 50 gr smjörl., 50 gr 14 flórsykur, 1 egg, 1 tsk. ger og 1 tsk van- illudropar. öllu blandaö saman og hnoöaö í smá kúlur, sem eru settar á plötu og geröar flatar meö því aö þrýsta á þœr meö gaffli. BakaÖar Ijós- brúnar viö góöan hita. SNJÓBOLLUR. 50 gr smjörl., 50 gr hveiti, 50 gr kartöflu- mús, 3 egg, 2 dl vatn og % tsk. lyftiduft. Smjör, hveiti og kartöflumjöl er hrært út í sjóöheitu vatni. Lyftidufti og eggjunum, einu og eýnu í senn bætt í. Hræriö deigiö vel eftir aö síöasta eggiö hefur veriö sett í. Næst er aö búa til litlar bollur og steikja þær í feiti, þar til þær eru Ijósbrúnar. Færiö þær upp á pappír og látiö fituna síast úr þeim. Nú kemur skýringin á nafninu; en þaö er þannig til- komiö, aö flórsykri er stráö á bollurnar og þær síöan boröaöar meö sultutaui. VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.