Vikan


Vikan - 21.04.1960, Blaðsíða 11

Vikan - 21.04.1960, Blaðsíða 11
Þetta er Þuríðarbúð á Stokkseyr. - Þaðan réri Þuríður for- maður, sú einstaka leyni- lögreglukona og sjósóknari, sem mestan þátt átti í því að koma upp um Kambsránsmenn. Ráninu var lýst í síðasta blaði og hér heldur HRÍMNIR áfram og tekur til meðferðar bátt Þuríðar formanns í málinu. ÞuríSur fæddist í þennan lieim árið 1777, að Sléttum í Hraunsliverfi í Stokkseyrar- hreppi, og hétu foreldrar liennar Einar og Helga, en ekki verður ætt hennar rakin hér. Tvö systkini átti Þuríður, Bjarna og Salgerði, en var snemma ólík þeim um flest. Bjarni var maður hóglyndur, dugnaðarmaður, en Þuriður „stórhuga og fljóthuga, skipti sér af flestu og vildi öllu ráða, enda sást það brátt að hún var hæði snarráð og hagráð“. Svo segir og í sögu hennar, að hún væri „brjóst- góð við bágstadda, en óvægin og einbeitt við meiri menn og lét eigi undan neinum;; var og einskis manns að yrðast við hana, svo var hún orðheppin og gagnorð, enda skyn- söm vel; aldrei beitti hún stóryrðum eða illyrðum, þó henni mislikaði, en þá varð hún fljótmæltari og harðmæltari. Aldrei brá henni svo við neitt, að menn fyndu að hún tapaði sér. Hún tók svo vel eftir öllu, er hún sá og heyrði, að fágætt þótti, svo fjjóthuga sem húp þó var, enda hafði liún gott minni; af þessu kom, að hún var vissari en aðrir um marga hluti, er um var að ræða.“ Enn er þó ótalið það, sem mestan svip setur á Þuriði formann i sögu hennar og hún lilaut af nafngift sína. Hún var ekki nema ellefu ára þegar hún fór fyrst á sjó, reyndist þegar svo fiskin, að þegar kom á öngul liennar er færið náði botni; þar með hófst sjó- mennska hennar, og reri hún eftir það meira en fimmtiu vertiðir, þar af tuttugu og fimm sem formaður, og er það einsdæmi. Hlekktist henni aldrei á og var alla tíð mesta aflakló; þótti með afhrigðum veðurglögg og frábær stjórnari og sóttust dugmestu sjómenn eftir skiprúmi 'hjá lienni. Hafa Stokkseyringar heiðrað minningu þeirrar sérstæðu afreks- konu að verðleikum, með því að endurreisa sjóbúð hennar, „Þuríðarbúð“, — og bjarga um leið frá gleymsku þeim aðstöðuháttum, sem „hetjur hafsins“ áttu við að búa á þeirri tíð. En nú víkur sögunni að atburðum þeim, sem telja má afleiðingar og eftirmál Kambs- ránsins, og þætti Þuríðar i þeim sem fyrsta lögregluspæjara, er um getur á íslandi, og verður þar farið eftir heimildum í fyrstu leynilögreglusögu, sem íslenzkur rithöfundur hefur skráð. Það lætur að likum að slikur atburður sem Iíambsránið hafi orðið ærið umtalsefni fólki í nágrenninu og næstu sveitum, og ýmsum getum verið að þvi leitt hverjir glæp þann hefðu unnið. Þá var Þórður Sveinbjarnarson sýslumaður í Árnessýslu, röggsamt yfirvald og hinn skylduræknasti, og kom það í hans hlut að stjórna rannsókn málsins; naut hann þar aðstoðar Jóns Jónssonar að Ármóti, sem áður hafði farið með lögsögn milli sýslu- manna, og var hann aldavinur Þórðar. Hann var jafnan kallaður Jónsson. Var sýslumanni gert aðvart um ránið, þegar daginn eftir að það var framið; brá hann skjótt við og hafði frumpróf í málinu þann sama dag. Bar Hirti bónda á Kamhi og konunum báðum saman í öllum aðalatriðum, eins og því að ráns- menn hefðu verið skinnklæddir og þang- reykjarlykt af skinnklæðunum, en það þóttist sýslumaður vita, að það hefðu verið upp- gerðarnöfn, sem þeir heyrðust kalla hver annan. Daginn eftir, sein bar upp á sunnu- dag, reið sýslumaður niður á Stokkseyri og var Jónsson þá i fylgd með honum. Tóku þeir sér, öllum að óvörum, stöðu við kirkju- dyr er fólk gekk út, og vildu sjá hvort ekki brygði einhverjum grunsamlega við; fór svo að mörgum virtist bregða, en þó kom ekki sjáanlegt fát nema á einn og hét sá Jón Geir- mundsson. Hins vegar leit Sigurður nokkur Gottsvinsson svo illilega á þá, að það vakti sér í lagi athygli þeirra, en Sigurður þessi var kunnur ójafnaðarmaður, harðger og karl- menni mikið; þótti hann líklegur til alls, enda sonur Gottsvins gamla, sem var al- ræmdur fyrir þjófnað og ódælsku — og þó eigi alls varnað. Um kvöldið reið Jónsson út á Eyrarhakka til njósna, en sýslumaður varð eftir á Stokkseyri og átti tal við menn, meðal annars Jón rika í Móhúsum hrepp- stjóra, og vildi fá aðstoð lians við að upplýsa málið. Færðist hreppstjóri undan, en ráð- Framh. á bls. 32 Brynjólfur frá Minna-Núpi hefur skráð sögu Þuríðar for- manns og kambsránsmanna. — Sagan hefur jafnan verið talin mjög gott sögufræðirit, jafnvel það bezta, sem skrifað hefur verið eftir íslendingasögum.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.