Vikan


Vikan - 21.04.1960, Blaðsíða 20

Vikan - 21.04.1960, Blaðsíða 20
Jón Múli Árnason er nœsta fórnardýr okkar. Við grip- um hann glóðvolgan niðri i útvarpi rétt eftir hádegis- fréttirnar og báðlim hann seg.ja okkur, hvað hann hygðist fyrir, þegar sól hækkaði á lofti, — Ég ætla að byggja % skýjakljúf, eða skýjaborg eins og sumir kalla það. — Varla stendur þú i þvi einn? — Nei, það er sameignarfélagið Framtak, sem reisir þennan kofa, en þar er ég félagi. — Og ætlarðu að búa þarna sjálfur — eða kannski selja? — Ég hef aldrci getað selt neitl mn ævina — nema eina gamla fiðlu. effir að úrskurðað hafði verið, að ég gæti aldrei lært að spila á hana. — Og þú heidur, að þú munir kunna vel við þig i fjðlbýlishúsi? — Eflaust, — ég hef alltaf verið múgsál. — Hvað á þetta að verða hátt hús? — Helgi verður tóif hæðir. — Helgi? — Já, þau verða þrjú, háhýsin þarna i Há- logalandshverfinu, og að eriendri fyrirmynd lagði és til að þau yrðu skýrð mannanöfnum, — Gisli, Eirikur, Helgi, — i þjóðlegum stil. — Og hvernig er vinnufyrirkomulagið hjá ykkur félðgunum? —- Við jeggjum fram vissa fjárupphæð, og siðan vinnum við sjálfir við framkvæmdirnar frá upphafi. Við notum skriðmót, og svo verður steypt dag og nótt, þar til yfir lýkur. — Og hvernig heldurðu, að þvi ljúki? — Það er aldrei að vita. Margur hefur fórnað lifinu fyrir það að koma sér og sinum undir þak, þótt iægra hafi það verið i loftinu. Við hitfum Hryndfsi Sigur- jónsdóttur í tónlistardeild útvarpsins. þar sem hún var að undirbúa næsla óskalaga- þátt sinn í útvarpsdag- skránni, en hún sér, sem kunnugt er. um sjúklinga- þáttinn á lauaardögum. — Segðu okkur, Bryndís, — hvað hefurðu hugsað þér að gera í sumarleyfinu þinu? — Ef ég fer nokkuð, þá langar mig helzt inn í óbyggðir með tjald og svefnpoka og dveijast þar i ró og næði i nokkrar vikur. — Falla þá ekki óskalagaþættirnir niður á meðan? — Nei, ég tek tvo eða þrjá þætti upp á segul- band fyrir fram, til þess að enginn falli úr. — Og hefurðu af nógu að taka i þessa þætti? — Já, og þótt fleiri væru. Þættinum berast síik ógrynni af bréfum, að honum þyrfti að ætla tiu sinnum meira rúm i dagskránni, ef allir ættu að vera ánægðir. En slikt er auðvitað ógerningur. — Hefurðu orðið vðr við, að fólk reyni að svíkja lög inn f þáttinn, — að þú fáir óskir um Iðg frá fólki, sem liggur ekki á sjúkrahúsum? — Nei, ég hef ekki vitað til þess. Öll bréf, sem sjúklingar senda, eru merkt með stimpli sjúkrahússins, svo að erfitt er að koma við brðgðum. — Svo að þú ferð kannski inn í óbyggðir i sumar — og ætlar ef til vill með ferðagrammi- fón og nokkrar plötur með þér? — Nei, hamingjan hjálpi mér. Þá yrði þetta nú litið sumarfri. 20 Bryndís Við komum við á óðins- götunni, drepum ]>ar á dyr i húsi einu og hittum þar fyr- ir Emilíu Jónasdóttur leik- konu. Hún býður okkur til stofu, ber kaffi á borð og spyr, hvert erindið' sé. Jú. við viljum fá að vita, hvað hún ætli að gera i sumar til tilbreytingar frá þvi venju- lega. Ferðu kannski til út- landa, Emilia? — Ég ferðaðist mikið i fyrrasumar, um þvera og endilanga Evrópu, svo að ég býst við. að ég taki það rólega i sumar. Ég á Iftið sumarhús hérna uppi i Grafarvogi og er þar oft á sumrin að dytta að og lagfæra ýmislegt. Og svo keypti ég mér hest i fyrra haust, fráhæran reiðhest, að þvi er sagt er, svo að liklegt er, að maður skreppi við og við á bak og fái sér góðan reiðtúr. — Tekurðu þér alveg fri frá leiklistinni á sumrin? — Nei, oft hef ég verið með í leikritum, sem farið hefur verið með i sýningarferð út á land. Það er nokkur tilhreyting frá þessu venjúlega, þó að nðstæður til leiksýninga mættu sums stað- ar vern befri. En þó hafa þær hatnað stórlega núna siðustu árin. — Þú hefur undanfarið verið að leika i Hiónasnih’nu og Kardemommu-bænum. Hefur þér ekki Itknð þnð ágætlega? — .Tú, nlveg liómandi. Ég hef skemmtilegt hlutverk i Hjónaspilinu. og ég hef sjaldan orðið vðr við aðra eins leikgleði og hiá leikendunum i hvf. En slikt er ekki of algcngt hér á leik- sviðum og sérstnklega var samvinnan við leik- stjórann, Benedikt Árnason, dásamleg, enda vinnubrögð hans til fyrirmyndar. Annars má ég yfirleitt vel við minn hlut una, þvi að leikdóm- endurnir hafa alltaf farið um mig fallegum orðum — og sfundum bctri en ég hef átt skilið. Við þökkum Emilfu fyrir skemmtilega dag- stund og göngum til dyra. /__ Uppi i æfingasal Þjóðleik- hússins náðum við i Kristin Hallsson óperusöngvara, þar sem hann var að kenna nokkrum ungmennum að syngja do, re, mi, fa, so ... Við báðum afsökunar á ó- næðinu og inntum Kristin eftir því, hvað stæði nú til hjá honum í sumar. — Það er svona hitt og annað. Ég býst við að fara með Karlakórnum Fóstbræðrum í söngferðalag til Norðurlanda f byrjun næsta mánaðar. Við verðum aðallega í Noregi og höldum marga hljómleika þar, en ráðgert er að reyna að fara einnig til Svíþjóðar og Finnlands. — Og hvað heldurðu, að þið verðið lengi úti? — Um það bil þrjár til fjórar vikur. — Og þú ert einsöngvari með kórnum? — Já, ásamt Sigurði Björnssyni. — En tekur þú þér ekki sumarfrí einhvern tima scinna í sumar? — Nei, ég held, að ég taki það rólega fram til haustsins, — þvi að i október fer ég aftur utan og þá með Karlakór Reykjavikur til Banda- rikjanna. — Jæja, þú verður aldeilis á ferðinni. Og verðið þið lengi þarna vcstra? — Svona einn og hálfan mánuð, — hugsa ég. — Fáið þið eitthvað greitt fyrir þessi söng- ferðalög? — Manni veitti sannarlega ekkert af þvi. Og svo gerðum við usla i annarri æfingu, í þetta skipti leikæfingu, en þar kræktum við i Brynju Benediktsdótt- ur leikkonu og yfirheyrðum hana á þennan sama hátt. — Ég hef hugsað mér að fljúga i allt sumar. — Og fljúga hvert? — Til New York, T.ondon Brynja 0g Svona hitt og annað. — í skemmtiferð? — Ned, eiginlega ekki. Ég hef starfað hjá Uoftleiðum undanfarin sumur sem flugfreyja og verð liklega við það nú f sumar. — Er það ekki voða gaman. Það hefur nú lengi verið eftirsóknarvert starf. — Jú, jú, þetta er anzi skemmtilegt, — stund- um reyndar dálitið erfitt, langur vinnutimi og miklar vökur, en svo eru lika Ijósir punktar innan um. Við stöndum t. d. oft við í 3 daga ( New York, og þá getur maður tekið það ró- lega. — En notið þið þá þessa daga til að hvila ykkur? — Það er nú svona upp og niður, held g. Ég fer t. d. oft í bió eða leikhús. — Þú ert mikið menntuð, höfum við heyrt? — Við skulum ekki minnast á það, — ég er nú reyndar stúdent úr stærðfræðideild og byrj- aði að lesa í háskólanum ... — ... en þá kom leiklistin til skjalanna? — .Ta, leiklist, — ég veit ekki, hvort við eigum að kalla það þvi nafni. — En hvað gerirðu þér lielzt til dundurs i tómstundunum? — Legg kapal, spila vist, og svo þykir mcr voða gaman að hundum. Við náðum i Friðrik ÓI- afsson skákmeistara úti á flugveTli, þar sem hann var að stfga um borð í eina vél- ina, og spurðuin hann hvort hann væri að fara eitthvað langt. — Ég er nú að fara til Argentínu. — Og til þess að tefla — auðvitað? — Já, mér var boðið að taka þátt i tveimur skákmótum, sem lialdin verða i Buenos Aires og Mar del Plata i tilefni 150 ára afmælis ein- hverrar byltingar þarna suður frá. Það var, þegar þeir losnuðu undan Spánverjum, held ég. — Færðu ekki einhvern tima til að hvfla þig á milli skákmótanna? — Jú, heila tvo mánuði, — svo að maður get- ur „slappað vel af“, áður en næsta lota byrjar. — Er þessi ferð ckki alveg þér að kostnaðar- lausu? — Hún verður það náttúrlega aldrei alveg, þótt vel sé boðið. Allar ferðir og uppihald er greitt fyrir mig, og svo fær maður líklega svo- Htið af vasapeningum lika. — Og hefurðu hugsað þér að ferðast eitthvað meira — fara til einhverra annarra landa? — Nei, ekki í þetta skipti. — Og hvenær býstu við að koma lieim aftur? — Einhvern tfma í júli. — Ætlarðu ekki að skella þér eitthvað út á landsbyggðina, þegar þú kemur aftur heim? — Jú, ætli ég skoppi ekki norður í land á bil og sjái mig eitfhvað um. Það er nú mál til komið, að maður fari að skoða landið sitt. VIKAN Kristin

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.