Vikan


Vikan - 21.04.1960, Blaðsíða 21

Vikan - 21.04.1960, Blaðsíða 21
Og niðri í Austurstræti mætum við Öddu Örnólfs- dóttur, þar sem hún var að kaupa i matinn. Okkur fannst alveg lilvalið að hafa hana með i þessum hóp og spyrj- um þvi enn: Hefurðu hugs- að þór að gera eitthvað sér- stakt i sumar til upplyft- ingar? Adda — gg býst ekki við, að ég ferðist neitt langt, — ef hið meinið það. Ég híetti að vinna úti núna í vor, hef starfað hjá Bertelsen að undanförnu, en ætla nú að fara að snúa mér eingöngu að heimilinu, þar sem mað- urinn minn lýkur námi eftir nokkrar vikur. — Er það ekki þá ágætt tilefni til þess nð lyfta sér eitthvað upp? — Það getur vel verið, að ég spóki mig eitt- hvað úti með börnin. ef gott er veður, og þá kannski út úr bænuin, — búi i sumarbústað i rina eða tvær vikur. — Ertu ekki alltaf að syngja? — Ég er löngu hætt að syngja opinberlega, og það er ekki ætlunin að byrja aftur. — Er ekki gaman að syngja fyrir fólk? — Jú, en það er ekki hægt fyrir húsmóður, sem þarf að sjá um heimili, að standa i sliku. — Mundi þér þykja gaman, ef einhver af börnunum þinum yrðu dæguriagasöngvarar seinna meir? — Ég veit ekki, — ég held, að ég yrði ekki neitt sérlega hrifin af þvi. Gunnar M. Magnúss reykti vindilinn ihugull, þegar við inntum hann eftir áformum hans um upplyftingu i sum- ar. Gunnar hefur bókabúð og innrömmun uppi i Bú- staðahverfi og selur meðal annars Vikuna. — Ég er nú kóngsins lausamaður og veit aldrei, hvað ég geri af mér næsta dag. Það verður að láta hverjum degi nægja sína þjáning. — Rithöfundur hlýtur að hugsa eitthvað fram í timann. — Kannske fer ég vestur á Vestfirði, jiað er dásamlegt þar á vorin og sumrin. Það væri ekki amalcgt að koma sér á „trillu“ svona smátfma. — Erlu fæddur þar vestra? — Ég er fæddur á Flateyri, en uppalinn i Súgandafirði. Maður var á sjónum f fimm ár, svo að það er ekkert ókunnuglegt fyrir mig. — En þar fyrir utan, ... segjum, að þú færir ekki vestur. — Ég færi austur á Þingvelli og tjaldaði þar. Mér finnst það næstum þvi ekkert sumar vera, ef ég kemst ekki austur á Þingvelli. — Finnst þér fegurst þar á fslandi? — Það er nú erfitt að svara svona spurningu. það er svo margt, sem kemur til greina. — Þú hvilir þig þá frá ritstörfunum. — Nei, jiað geri ég ekki. Ritstörfin eru mér ástrtða. En ég er að hugsa um að gefa mig meira að skáldskap en ég hef gert. — Ljóðagerð til dæmis? — Já, já, ég hef verið svo mikið i skráningu atburða og skrifað eftir pöntun, — Landhelgis- bókina nú siðast. Það var mikið verk að koma henni saman, og sama var með Virkið í norðri. — Hvert liefur þér þótt vænst um af ritverk- um hinum? — Liklega unglingabókina Suður heiðar. Annars hefur Magnús Hjaltason ef til vill náð mestum tökum á mér. Þorsteinn Löve snaraðist inn og snerist tvo hringi á tábergi vinslri fótar, um leið og hann lokaði hurðinni. Þetta er ósjálfráð hreyfing úr útkastinu, framkvæmd með miklu jafnvægi og þokka. Það stenzt venjulega á endum, að Þorsteinn lýkur Jiessum snúning, nm leið og Þorsteinn kringlan kemur niður hin- um megin við 50 metra markið. — Þú munt hafa i hyggju að þeyta kringl- unni nokkuð langt i sumar. Æfir á hverjum degi — eða hvað? — Já, svona hátt i það, lyftingar, lelkfimi og svo sjálfa tæknina við kringluna. — Er nokkuð til i þvi, að þú sért að flytjast til Danmerkur? — Ég var á ferðinni i Álaborg í fyrra, æfði með nokkrum efnilegum unglingum þar. Þeim fór svo mikið fram, meðan ég dvaldist þar, að forráðamenn buðust til þess að útvega mér vinnu, ef ég vildi koma þangað um tima og taka að mér þjálfun. — Þú ætlar þá ekki að gerast danskur rikis- borgari? — Kemur ekki til mála. — Og keppir fyrir ísland í sumar. þótt þú farir út? — Vona það, nóg verður að gera, keppni við Bedga, Norðmenn og Dani í Osló, landskeppni við A.-Þýzkaland, boð til Kanada og svo há- punkturinn: ólýmpíuleikarnir i Róm. — Hvernig vinnu hafa þeir boðið þér i Ála- borg? — Það er mjög erfitt með vinnu þar. Kannski kemst ég að við skipasmíðastöð. Það er miklu betra að æfa þar, og vinnan er ekki eins erfið og hér. Ég er stundum útkeyrður, þegar ég þarf að byrja að æfa. — Ertu járnsmiður? — Já, i Iiamri. Þið ættuð að sjá stöngina, sem ég er að smtða núna. Hún er jafnhá sjö hæða húsi .. . Og svo snerist hann þriá hringi á tá- bergi vinstri fótar .. Við komum við niðri i Sjálfstæðishiisi, þar sem hljómsveit hússins var á æfingu, og náðúm tali af hljómsveitarstjöranum, Svavari Gests, er hann gerði örlitið hlé á anzi tilþrifa- mikilli trommusóló. Og við spyrjum: Hvað ætlarðu að gera i sumarfríinu núna i sumar? — Ég fer aldrei i sumarfri. — Fyndist þér ekki tilbreyting að dusta af þér borgarrykið og fara eitthvað út á lands- byggðina i útilegu? — Nei, ég lief ofnæmi fyrir landslagi. — Þii ætlar kannski að leggja land undir fót og l'ara i ferðalag með hljómsveitinni i sumar? — Ég býst alls ekki við þvi. — Þú hefur kannski ofnæmi fyrir inúsik lika? — Ja, — ég lifi nú á henni. — Stundar þú ekki neinar íþróttir? — Ég syndi stundum. — Og hvar helzt? — Helzt þar, sem eitthvert vatn er. — Já, ekki er það nú óliklegt. — En syndir þú i Sundhöllinni, Nauthólsvíkinni eða ... — Ég syndi aðallega i sundskýlu. — Hvað þykir þér mest gaman að lesa i Vikunni? — Blaðsíðutölin. Það er ekki langt siðan sagt var frá heimsókn i Lækjarbakkahlöðuna til æruverðugs listmálara, Vet- urliða Gunnarssonar. Nú fýsti okkur að vita, hvort hann mundi halda til í hlöð- unni í sumar, en það kom í Ijós, að liann ætlaði sér annað meira. Veturliði — Ég fer upp um fjöll og firnindi til þess að afla mér efnis, — já, efnis úr náttúrunni, — vinn það ekki, skissa bara upp. Maður verður að nota þennan bjarta og dásamlega tima og lifa eins og útilegumaður. — Þú hefur þó eitthvað þér til viðurværls meðferðis? — Kannske eitthvað, annars hef ég hugsað mér að lifa á flatkökum, ... brauði, bökuðu i sandi, heitum sandi, — það er nú meira lost- ætið. Ég lærði þá matargerð af sauðfjárveiki- varnarmönnum norður á Hveravöllum. — Þú ættir að finna eitthvað fyrir augað á Hveravöllum. Ætlar þú kannski að dveljast þar? — Mig langar til þess að kanna nýjar slóðir, austuröræfin til dæmis ... — Við vorum að heyra, að þú hefðir i hyggju að fara til Parisar og búa hjá Ferró — eða að hann kæmi heim og byggi á Lækjarbakka á meðan. — Já, það hefur komið til mála. — Kannski núna i sumar? — Ég timi ekki að missa af sumrinu hér, Ég færi frekar i haust og ynni þar að þvi að fullgera myndirnar frá i sumar. — Nokkurt annað „hobby“ en málaralist? — Það væri þá helzt að framiengja vixla! Að siðustu höldum við vestur á Birkimel, gerum boð fyrir Rúnu Brynjólfsdóttur og biðjum hana að reka þessa virðulegú lest. Hvað ætlar þú nú að gera í suinar? — Ég býst ekki við þvi að gera mikið annað en fljúga, — fljúga og fljúga. — Já, þú ert flugfreyja hjá T.oftleiðum. Er það ekki dálitið þreytandi til lengdar? — O nei, — maður er orðinn vanur þessu. Svo gerist alltaf eitthvað, nýtt i hverri ferð og alltaf eitthvað nýtt að sjá, þar sem maður kemur. — Ertu oft hrædd við, að eitthvað komi fyrir á fluginu? — Ég liugsa aldrei neitt út i það. Eg er orð- in svo vön þvi að fljúga, að mér bregður ekk- ert, þótt veltingur sé og vélin láti illa. En það hefur aldrei komið neitt alvarlegt fyrir á min- um flugferli, — en ef maður á að fara, — þá fer maður bara. — Jæja, nóg um það. En segðu okkur, Rúna, ertu mcð eitthvað nýtt á prjónunum varðandi tizkusýningar eða þess háttar? — Nei, ekki á næstunni. Kannski i haust, — það er aldrei að vita. Þetta er lftið annað en fyrirhöfnin, og maður hugsar sig um tvisvar, áður en maður leggur út i nýja sýningu. — En geturðu ekki „slappað af“ hérna heima — svona viku og viku milli flugferða? — Jú, jú, það hugsa ég nú. — Og hvað mundir þú þá helzt hafa fyrir stafni? — Það e rekki gott að vita. Ég mundi ef til vill fyrst fá mér göngutúr meðfram sjónum eða i Hljómskálagarðinum. Framhald á bls. 28. 21 Guunar M. Svavar Rúna

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.