Vikan - 21.04.1960, Blaðsíða 33
ránið var framið. Aðspurður eyddi Gunnlaugur
l)ví, en Ari Jónsson, búðarmaður á Eyrarbakka,
kvað Sigurð Gottsvinsson hafa komið þangað
daginn áður en ránið var framið, slórt þar
drukkinn fram í myrkur, en hefði sér vitanlega
ekkert erindi átt. Kona Jóns Geirmundssonar
og tvœr vinnukonur kváðu Jón ekki hafa verið
heima föstudagsnótina; hefði hann farið heim-
an að síðla kvöids, talað um að ganga á reka
og ekki komið heim fyrr en undir morgun,
farið úr vosklæðum frammi, og því vissu þær
eigi hvort hann hefði verið með báða skóna
eða ekki. Kona hans kvað skæðaskinn þar litað,
en vinnukona sagði það ólitað.
Hinn 14. febrúar var Jóni Geirmundssyni
stefnt á rannsóknarþing á Eyrarbakka; var hon-
um boðið að sýna þar járnte-ina þá, sem hann
hafði rekið um veturinn og ætlað í nagla og
aflienti hann þá ásamt hamri, ekki allstórum.
Kváðu þeir, sem sendir höfðu verið eftir honum,
að stærri hamar mundi hann nota til að reka
með járnið og afhenti hann þeim þá slaghamar,
mun stærri. Tveir járnsmiðir voru síðan látnir
bera teina þessa saman við þann, sem fannst
við bæjardyrnar á Kambi; þóttust þeir ekki bet-
ur sjá en hamarsförin væru þau sömu á hon-
um og hinum teinunum, en gátu þó ekki sannað
það. Fyrir rétti lét sýslumaður máta fundna
skóinn á fót Jóni, og reyndist hann standa
heima. Er Jón var spurður hvort hann vildi
synja fyrir það með sáluhjálpareiði, að hann
liefði verið að ráninu á Kambi, svaraði liann:
„Já, í drottins nafni.“ En mjög var hann dap-
ur í réttinum.
Sigurður Gottsvinsson bar sig hins vegar bet-
ur. Kvaðst liann hafa verið drukkinn út við
búðir fram i myrkur á fimmtudagskvöldið,
gengið heimleiðis en tekið sér rauðan hest í
fjörunni til að ríða yfir Hraunsá. Hefði hest-
urinn dottið með sig í ánni, en hann kvaðst þá
hafa leitað inn í vesturbæjarfjósið á Stokks-
eyri, undið þar föt sin og hefði sér dvalizt þar
svo lengi, að hann kom ekki heim fyrr en undir
morgun.
Þennan sama dag heimsótti Imríður Jón i
smiðju lians, og var hann dapur. Er hún spurði
hvað olli, kvaðst hann hræddur um að verða
tekinn. „Ef þú ert saklaus,“ segir hún, „þarftu
engu að kvíða, en ef þú ert sekur, þá er ekki
annað ráðlegra en meðganga strax.“
„Mér þykir sárast,“ sagði hann, „ef ég verð
tekinn, að vita aumingjann hana Siggu mína
gráta heima. Líttu til hennar, ef svo fer.“
„Það skal ég gera, sem bezt ég get,“ sagði
Þuríður, „en það kemur varla til ef þú ert sak-
laus.“
„Ég verð grunaður,“ sagði Jón, „af því Sig-
urður Gottsvinsson hefur svo oft komið hér í
vetur. Llka er sagt, að járnteinninn, sem fannst
í Kambi, sé líkur mínum teinum.“
Teinarnir lágu þarna í smiðjunni; tók Þuríð-
ur þá og handlék og einnig veitti hún athygli
steðja Jóns, en lét þó eigi á bera. Kvaddi hún
Jón, en er luin hélt heimleiðis um hlaðið á
Stokkseyri, kallaði sýslumaður hana á eintal,
og spurði hvort lnin yrði nokkurs vísari.
„Lilið er það,“ svaraði Þuríður, „en hvers
urðuð þér visari?“
„Styrkzt hefur grunur minn um Sigurð og
Jón,“ sagði sýslumaður. „Liggur mér við að taka
þá báða fasta, en vildi þó fá sterkari likur áður.“
„Hvað Jón snertir,“ mælti Þuriður, „þá ætla
ég nú að járnteinninn geti tekið af öll tvímæli.
Á steðja Jóns er meitilspor, og ef þess sjást
engin merki á járnteininum, þá er hann ekki
rekinn á steðja Jóns.“ Skoðuðu þau siðan tein-
inn, sá Þuríður merkin á honum eftir meitil-
sporið, sýndi sýslumanni og sagði: „Ekki hafa
smiðirnir skoðáð þetta nákvæmlega.“
^Hægt er að sjást yfir annað eins og þetta,“
sagði sýslumaður. „En mikil sönnun þykir mér
það.“
„Fyrir mitt leyti er ég nú í engum vafa,“ sagði
Þuríður, „en látið samt smiðina skoða teininn
að nýju og steðjann.“
„Það ráð þarftu ekki að kenna mér,“ sagði
sýslumaður, spurði hana síðan hvort hún liefði
orðið nokkurs vísari um hina tvo ránsmenn-
ina, en liún kvað svo ekki vera. Lét sýslumaður
MARHA-DIISEL
Getum nú útvegað með stuttum fyrirvara
hinar vinsælu norsku 4-gengis MARNA ljósa-
og bátavélar.
I
BÁTAVÉLAR. Stærðir frá 8 hestöfl til 36
hestöfl. Vélarnar fást bæði með skiptiskrúfu
og gear.
LJÓSASAMSTÆÐUR frá 11 hestöflum til 45
hestafla með tilsvarandi riðstraums- og jafn-
straumsrafal upp í 30 IÍ.W.
Allar nánari upplýsingar eru gefnar á vélaverkstæði
Sig. Sveinbjörnssonar h.f.
Skúlatúni 6. - Sími 15753.
j
smiðina skoða teinana og steðjann, og kom þar
allt hcim, sem Þuríður hafði sagt; voru þeir
þá teknir, Tón Geirmundsson og Sigurður
Gottsvinsson og lagðir í járn.
Það leiðir af sjálfu sér, að eitthvað muni liafa
kvisazt um aðstoð Þuríðar við sýslumann í
rannsókn málsins, þvi að fátt getur lengi farið
með leynd í fámcnni, sízt þegar skammt er milli
hæja, eins og á Stokkseyri og þar í grennd. Má
því ætla, að þeir tveir ránsmanna, sem enn
lélui lausum hala og sloppið höfðu við grun,
muni hafa gert sér ljóst hvaðan þeir máttu
sér helzt við hættu búast. Og þar sein viðbrögð
manna gagnvart liættu eru yfirleitt einungis
með tvennu móti, forðast þeir hana og flýja eða
snúast gegn henni i von um að geta þar með
nokkuð dregið úr henni, eða jafnvel afstýrt
henni með heppni og lagni.
Nú koma li! sögunnar bræður tveir, Jón og
Hafliði Kolbeinssynir. Hafði Jón verið háseti
Þuríðar nokkrar vertíðir, og var ráðinn í skip-
rúm hjá henni þennan vetur. Hafliði hafði tekið
að sér formennsku á skipi og ráðið menn til.
en í byrjun vcrtíðar kemur liann að máli við
Þuriði og spyr hvort hana vanti eigi mann. Hún
kveðst geta bætt einum á, cn komast þó af án
þess, og spyr hvort maður þessi sé duglegur.
„Þú þekkir hann, þvi að það er ég sjálfur.“
„Nei, nú ertu að ljúga að mér,“ sagði Þuriður,
„og ertu þvi ekki vanur.“
„Nei. Ég er búinn að afsala mér formennsk-
unni og annar tekinn við í minn stað.“
„Það datt mér sízt i hug. Hvers vegna gerðirðu
þetta?“
, Ég veit ekki ncma ég verði tekinn,“ svaraði
hann og brosti við. ,;Hver veit hve margir verða
teknir áður en lýkur.“
Þuríður tók þetta sem gaman hans, og að hann
vildi með því breiða yfir liina sönnu orsök;
sennilega hefði hann og eiganda skipsins greint
ciíthvað á. „Taka skal ég þig þessvegna,“ svaraði
hún. „Einhver verður tekinn á undan þér.“
Gerðist Hafliði Kolheinsson þar með háseti
hennar, og voru ]ieir háðir í skiprúmi lijá henni
á vertiðinni, bræðurnir. Þuríður hclt loforð
sitt við Jón Geirmundsson, og leit oft til Sig-
ríðar litlu dóttur hans, sem var óhuggandi eftir
að hann var tekinn. Og einu sinni, er luin var
að koma þaðan, slóst Jón Kolbeinsson í fylgd
með henni; varð þeini þá rætt iim Kambsránið
og minntist Þuriður á, að sennilega yrði þeim
grunuðu gert að hreinsa sig með eiði, livað
þeir mundu hika við ef sekir væru. Jón kvað
þá þessa ekki mundu liika við það; kvaðst
þekkja marga svo skynsama, að þeir vissu að
eiðurinn væri aðeins mannasetningar; samvizk-
an benti mönnum og aðeins á hvað kallað væri
gott eða illt á hverjum tíma, „en sumir binda
sig nú ekki við það“.
„Þú ert þó ekki trúlaus, Jón, vona ég,“ sagði
Þuríður, „og aldrei hefur mér skilizt það á
þér fyrr.“
„Enginn er trúlaus,“ svaraði hann. „Allir trúa
cinhverju, en enginn trúir þó öllu og engum
er sjálfrátt hverju liann trúir. Og livað mína
trú snertir, þarftu ekkert að óttast; hún mun
jafnast við þína.“
„Hvorki verður það mælt né vegið,“ svaraði
Þuríður, „enda áttu þar mest á hættu sjálfur.“
Þagði Jón þá við og gerðist fálátur, fannst
ER KAFFIÐ, SEM
UNGU HÚSMÆÐURNAR
BIÐJA UM.
V I K A N
33