Fréttablaðið - 26.11.2009, Page 1
Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI
Smith & Norlandþjónar þér fyrir jólin.
farið á fjöll ● fréttablaðið ●
FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 2009
FIMMTUDAGUR
26. nóvember 2009 — 280. tölublað — 9. árgangur
VEÐRIÐ Í DAG
Nýtt bókaforlag
Málstaður gefur út
barnabók og styður
afrískar mæð-
ur í vanda.
TÍMAMÓT 30
KJÓLAR
Stílhreint, stutt og
klassískt vinsælt
Sérblað um kjóla
FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG.
SIEMENS
Smith & Norland
bæklingur
Fyrir jólin
FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG.
Apple
jólagjafalistinn
fylgir Fréttablaðinu í dag
Opið til 21
Fögur fljóð
Fáklæddar
fyrirsætur
sýndu und-
irfötin frá
Victoria‘s Secret.
FÓLK 45
KÓLNANDI VEÐUR Í dag verða
norðaustan 8-15 m/s, en hvassara
við suðausturströndina í fyrstu.
Dálítil él norðaustan til en yfirleitt
bjartviðri suðvestanlands. Hitinn
verður um og rétt undir frostmarki.
VEÐUR 4
-2 -2
-1
1
0
MENNTAMÁL Háskóli Íslands verð-
ur samkvæmt fjárlagafrumvarpi
ársins 2010 rekinn fyrir jafngildi
þeirrar fjárveitingar sem skólinn
fékk fyrir sameiningu hans við
Kennaraháskóla Íslands.
Í byrjun árs 2007 var undirrit-
aður samningur við menntamála-
ráðuneytið um fjármögnun metn-
aðarfullrar stefnu HÍ. Hefur sú
stefna kristallast í markmiðinu um
að koma skólanum í hóp hundrað
bestu háskóla heims. Samningur-
inn er afkastatengdur og átti að
tryggja skólanum það viðbótarfé
sem hann þarfnast til að geta sinnt
hlutverki sínu sem menntastofnun
í fremstu röð. Samningnum hefur
nú verið frestað. Á þessu ári spar-
ar það ríkinu 720 milljónir króna.
Kristín Ingólfsdóttir, rektor
HÍ, segir að frestun samnings-
ins sé áfall ekki síst þar sem skól-
inn hefur staðið við öll áfanga-
markmið sem í samningnum eru.
„Hvað kennsluna varðar þá vorum
við hvött til að opna dyr skólans
um áramótin. Fjölgaði í skólan-
um um fjórtán hundruð nemend-
ur sem margir höfðu þá misst
vinnuna. Nýnemum í haust fjölg-
aði um tuttugu prósent á milli
ára. Skólinn er að stækka gífur-
lega á meðan við þurfum að mæta
miklum niðurskurði. Við leggjum
mesta áherslu á að nemendur skól-
ans fái þá kennslu sem þeim ber en
það eykur byrðar á herðum kenn-
ara sem lækka í launum. Hættan
er sú að okkur fatist flugið í rann-
sóknum og af því hef ég verulegar
áhyggjur.“
Kristín hefur jafnframt áhyggj-
ur af samstarfssamningum við
erlenda háskóla. „Við höfum lagt
mikið upp úr því að okkar nemend-
ur geti tekið hluta af sínu námi við
virtar erlendar stofnanir án þess
að borga há skólagjöld. Framlag
okkar í þessu samstarfi eru vís-
indi og rannsóknir. Með slíkum
samningum teljum við okkur vera
að stækka íslenska menntakerfið
án útgjalda fyrir samfélagið. Þetta
samstarf er í hættu.“
Niðurskurður innan skólans er
rúmur milljarður króna á þessu
ári. Útfærsla niðurskurðar fyrir
árið 2010 er í vinnslu og gerir ráð
fyrir fjögur til sex prósenta lækk-
unum á laun yfir 350 þúsundum
króna. Sameiginleg útgjöld og
útgjöld fræðasviða verða lækk-
uð um fjögur prósent. Þessar for-
sendur ásamt sparnaði ársins 2009
jafngilda því að rekstur Kennara-
háskólans fyrir sameiningu við HÍ
hafi verið þurrkaður út úr bókum
ríkisins. Sú skylda er því lögð á
herðar stjórnenda að fjármagna
rekstur menntavísindasviðs HÍ
sem er að stofni til gamli Kennara-
háskólinn. Ríkisframlög til Kenn-
araháskólans á síðasta rekstrarári
hans sem sjálfstæðs skóla var um
1,5 milljarðar króna. - shá
Sparnaður hjá HÍ jafngildir
rekstri Kennaraháskólans
Afkastatengdur samningur Háskóla Íslands við ríkið hefur verið felldur niður. Ríkið sparar 720 milljónir í
ár. Áfall segir rektor. Skólinn áætlar að lækka laun yfir 350 þúsundum um allt að 6 prósent árið 2010.
ORKUMÁL Íslenskt samfélag sparaði sér 57 milljarða
króna árið 2008 með því að nýta jarðhita til húshit-
unar miðað við hvað kostað hefði að kynda hús með
olíu. Þetta er niðurstaða útreikninga sem Orkustofnun
hefur gert.
Jónas Ketilsson, jarðhitasérfræðingur hjá Orku-
stofnun, segir að miðað við 2% raunávöxtun hafi
Íslendingar sparað sér 880 milljarða króna á núvirði
frá 1970, með því að kynda hús með jarðhita saman-
borið við kostnað af olíukyndingu.
„Ef við tökum bara þá orku sem við erum að nýta
í dag til húshitunar og yfirfærum á olíu þá fáum við
þessar tölur,“ segir Jónas. Jafnvel þótt orkunotkun
yrði eitthvað minni ef kynt væri með dýrari orkugjafa
eins og olíu eða rafmagni sé sparnaðurinn gífurlegur.
- pg
Notkun jarðhita til húshitunar hefur sparað 880 milljarða frá 1970:
57 milljarðar spöruðust í fyrra
SAMFÉLAGSMÁL Hjálparstarf kirkj-
unnar úthlutaði 168 matargjöfum
í gær, sem er met ef frá er talin
aðstoð um hátíðir. Á miðvikudag-
inn í síðustu viku var 116 gjöfum
úthlutað, og þótti það þó mjög
mikið, að sögn Vilborgar Odds-
dóttur hjá Hjálparstarfinu. Auk
þess hafa hátt í sjötíu gjafir verið
sendar út á land.
Vilborg segir að gífurleg fjölg-
un hafi orðið hjá þeim á þessu
ári. Sem dæmi nefnir hún að
í október hafi borist um 880
umsóknir, samanborið við tæpar
200 í fyrra, sem þó þótti mikill
fjöldi. „Mín skýring er sú að það
er svo ofboðslegur greiðsluvilji
hjá fólki. Fólk er að greiða það
sem það skuldar og á bara ekk-
ert eftir,“ segir hún. Margar fjöl-
skyldur hafi ekki nema 30 til 50
þúsund krónur aflögu eftir að
hafa greitt sínar skuldir. - sh
168 matargjöfum úthlutað:
Metdagur hjá
Hjálparstarfinu
Vilja halda Degi
Austurríska hand-
boltasambandið
hefur boðið
Degi Sigurðs-
syni nýjan
samning.
ÍÞRÓTTIR 50
Þagnameistarinn
„Þagnameistarinn lýsir nú eftir
opnu og gagnsæju samfélagi.
Hann hefur snúizt gegn sjálfum
sér,“ skrifar Þorvaldur Gylfason.
Í DAG 24
LJÓSAGANGA UNIFEM Stefán Eiríksson lögreglustjóri, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir alþingiskona og Jóhanna Sigurðardóttir
forsætisráðherra voru meðal þeirra sem tóku þátt í ljósagöngu UNIFEM í gærkvöldi. Í gær var alþjóðlegur baráttudagur SÞ gegn
kynbundnu ofbeldi auk þess sem UNIFEM á Íslandi fagnaði 20 ára afmæli. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM