Fréttablaðið - 26.11.2009, Qupperneq 4
4 26. nóvember 2009 FIMMTUDAGUR
VEÐURSPÁ
Alicante
Basel
Berlín
Billund
Eindhoven
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
Mallorca
New York
Orlando
Ósló
París
San Francisco
Stokkhólmur
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
21°
11°
10°
10°
11°
8°
11°
9°
9°
24°
11°
24°
16°
23°
8°
12°
17°
9°
Á MORGUN
Hæg austlæg eða breyti-
leg átt.
LAUGARDAGUR
Víða hægviðri.
0
0
-2
-1
-2
0
-1
1
1
2
12
13
10
8
6
12
7
15
10
10
6
-3
-3
-2
-6
-4 -6
-8
-3
-2
-4
KULDATÍÐ Helstu
tíðindin í veðrinu
eru að það fer
talsvert kólnandi
á landinu einkum
um helgina. Þá er
útlit fyrir snjókomu
í höfuðborginni
á morgun og á
laugardag en á
sunnudag léttir
til. Það verður því
jólalegt um að
litast fyrstu helgina
í aðventu.
Elísabet
Margeirsdóttir
Veður-
fréttamaður
FÉLAGSMÁL Fyrirhuguð skerðing
á fæðingarorlofsgreiðslum geng-
ur gegn markmiðum laganna um
slíkar greiðslur, að mati Kristín-
ar Ástgeirsdóttur, framkvæmda-
stýru Jafnréttisstofu. Hún bendir
á að markmið laganna sé annars
vegar að tryggja börnum aðgengi
að foreldrum sínum og hins vegar
að jafna stöðuna á vinnumarkaði.
„Svo bitnar þetta meira á körl-
um en konum, því breytingarnar
gera karlmönnum erfiðara fyrir að
taka fæðingarorlof,“ segir Kristín.
Hún segir mjög bagalegt að grípa
þurfi til ráðstafana sem þessara.
„Auðvitað er mjög mikil hætta á
því að því lægra sem farið er með
þakið því erfiðara eigi fólk með að
taka fæðingarorlof og þá sérstak-
lega karlmenn. Eins og við vitum
hafa þeir töluvert hærri meðallaun
en konur og verða þar af leiðandi
fyrir meiri tekjuskerðingu með
orlofstökunni.“
Kristín segir að verði ekki hægt
að snúa aftur til fyrri hátta fljót-
lega sé kerfið
farið sem hér
hafi verið byggt
upp. „Sem væri
synd því þetta
fyrirkomu-
lag hefur vakið
mjög m i k l a
athygli erlend-
is og margar
þjóðir sem velta
því fyrir sér að
byggja upp svip-
að kerfi.“ Hún segir þó jákvætt
að ekki sé hróflað við tímalengd
orlofsins, en jafnljóst sé að eftir
því sem tekjuþakið sé lægra því
erfiðara sé að fá þá sem eru með
meðallaun og þar yfir til að taka
fullt fæðingarorlof. „Og það kemur
náttúrulega niður á börnunum og
auðvitað þeim markmiðum sem
ætlunin var að ná með lögunum.“
Núverandi kerfi hefur varað í
um fimm ára skeið, en hefur, að
sögn Kristínar, á þeim tíma hvorki
haft áhrif á launamun kynjanna
né á verkaskiptingu innan heimil-
anna. Erfitt sé hins vegar að segja
til um hvort það séu breytingar
sem hefðu tekið lengri tíma. „En
þetta hefur jafnað stöðu kynjanna
á vinnumarkaði.“
Þá segir Kristín að forvitnilegt
verði að sjá áhrifin á barnsfæð-
ingar. „Ég hefði haldið að mjög
fljótlega færi að draga úr þeim.
Það stefnir reyndar í met á þessu
ári, en það tel ég kannski tengjast
því að fólk hafi ekki verið viðbú-
ið kreppunni eða trúað að hún yrði
langvarandi. En ég held að fólk sem
virkilega hugsar sinn gang hljóti
að fresta barneignum. Það gerð-
ist til dæmis hér á landi í heims-
kreppunni miklu og þannig fyndist
manni eðlilegra að draga myndi úr
álagi á kerfið.“ olikr@frettabladid.is
Skerðing á fæðingarorlofi
bitnar frekar á körlunum
Framkvæmdastýra Jafnréttisstofu telur skerðingu á fæðingarorlofsgreiðslum vinna gegn markmiðum lag-
anna. Lögin eigi að tryggja börnum aðgengi að foreldrum og jafna stöðu kynjanna á vinnumarkaði.
KRISTÍN
ÁSTGEIRSDÓTTIR
Foreldrar barna sem fæðast fyrir
áramót halda þeim réttindum sem
nú eru við lýði hvað fæðingarorlof
varðar, jafnvel þótt orlofstöku sé
frestað, samkvæmt upplýsingum úr
félags- og tryggingamálaráðuneytinu.
Foreldrar barna sem fæðast 1. janúar
og síðar fá lægri greiðslur.
Með frumvarpi Árna Páls Árna-
sonar félagsmálaráðherra um lægri
fæðingarorlofsgreiðslur er horft
til þess að spara nálægt tveimur
milljörðum króna. Hámarksgreiðslur
lækka um 50 þúsund krónur, fara úr
350 þúsund krónum í 300 þúsund
krónur á mánuði. Þá fá foreldrar sem
hafa meira en 200 þúsund krónur
í mánaðarlaun ekki 80 prósent af
tekjum sínum frá ríkinu meðan á
orlofstöku stendur heldur 75 prósent
launanna.
Fæðingarorlofið verður eftir sem
áður níu mánuðir og skiptist á milli
foreldranna. Frumvarpið var kynnt í
ríkisstjórn á þriðjudag en búist er við
því að það fari fyrir Alþingi nú í lok
vikunnar eða byrjun næstu viku.
BREYTINGIN MIÐAST
VIÐ ÁRAMÓT
VIÐ FÆÐINGARDEILD LSH Fjölmargir hafa brugðist við og mótmælt fyrirhuguðum
niðurskurði fæðingarorlofsgreiðslna. Þar á meðal er Félagsráðgjafafélag Íslands
sem bendir á að börn gæti ekki hagsmuna sinna sjálf og því sé ábyrgð stjórn-
valda, fjölmiðla og samfélagsins alls mikil þegar komi að málefnum sem þau
varði. Tryggja eigi börnum samveru við báða foreldra. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
VIÐSKIPTI Kröfur í þrotabú Spari-
sjóðabankans, áður Icebank, eru
242 og nema samtals 368 milljörð-
um króna. Þetta kom fram í frétt-
um RÚV í gær. Kröfur upp á 81
milljarð hafa verið samþykktar.
Langstærstu kröfuna gerir ríkis-
sjóður, eða rúmlega 200 milljarða.
Þá gerir Seðlabanki Íslands kröfu
upp á um 24 milljarða. Megnið af
þessum upphæðum eru tilkomnar
vegna endurhverfra viðskipta Ice-
bank við Seðlabankann.
Í fréttum RÚV
sagði að slita-
stjórn hefði
þegar hafnað
þessum kröf-
um. Berglind Svavarsdóttir, sem
situr í slitastjórninni, segir það
hins vegar ekki rétt. Kröfurnar
séu skráðar þannig að þeim hafi
verið hafnað að svo stöddu, en það
þýði í raun að engin afstaða hafi
verið tekin til þeirra enn. Búið er
að taka afstöðu til um helmings
krafnanna 242.
Fjármálaeftirlitið gerir 26 millj-
óna kröfu í búið vegna starfa skila-
nefndar bankans. Þeirri kröfu
hefu r ver ið
hafnað. Berg-
lind segir að
þegar neyðar-
lögin voru sett
í fyrrahaust
hafi verið kveð-
ið á um það að
kostnaður við
skilanefndir
félli á ríkið. Því
hafi svo verið
breytt, en sú
breyting væri ekki afturvirk. Mat
slitastjórnarinnar sé því að kostn-
aður við störf skilanefndarinnar
fram að lagabreytingunni skuli
ekki greiðast úr þrotabúinu. - sh
Ríkið og Seðlabankinn eiga meirihluta 368 milljarða krafna í bú gamla Icebank:
Kröfum ríkisins ekki hafnað
BERGLIND SVAV-
ARSDÓTTIR
FÉLAGSMÁL Femínistafélag
Íslands, Samtök um kvennaat-
hvarf og Stígamót fordæma nið-
urstöðu KSÍ í máli fjármálastjóra
félagsins.
Sá var, sem kunnugt er, ekki
dreginn til frekari ábyrgðar á
dögunum fyrir að hafa notað
greiðslukort KSÍ inni á sviss-
neskum súlustað árið 2005. Sam-
tökin þrjú segja það óviðunandi
að stjórn KSÍ víki ekki eftir
máttleysisleg viðbrögð henn-
ar. Íþróttahreyfingin þiggi háar
fjárhæðir frá foreldrum og hinu
opinbera. Samtökin þrjú krefja
því Íþróttasamband Íslands um
afstöðu til málsins. - kóþ
Þrjú samtök álykta:
Íþróttasamband
álykti um KSÍ
FÉLAGSMÁL Ekkert bendir til þess
að tilkynningum til barnaverndar-
nefnda hafi fjölgað meira í kjölfar
kreppunnar en áður en hún skall
á. Þetta er niðurstaða rannsóknar
sem svokölluð velferðarvakt, sem
starfar undir félags- og trygginga-
málaráðuneytinu, lét gera.
Kveikja rannsóknarinnar var
fréttaflutningur um að tilkynn-
ingum hefði fjölgað töluvert á
fyrri hluta þessa árs frá árinu
áður, og ályktanir í þá veru að
fjölgunin tengdist kreppunni og
vaxandi atvinnuleysi.
Í ljós kom að þessar ályktan-
ir voru ekki á rökum reistar.
Tilkynningum hafði sannarlega
fjölgað á milli ára, en þó ekki
meira en þeim hafði gert nánast
undantekingarlaust síðustu ár. - sh
Barnaverndarnefndir:
Ekki meira álag
vegna kreppu
BELGÍA, AP Yves Leterme tók í gær
við forsætisráðherraembætti
Belgíu af Herman Van Romp-
uy, sem fyrir
helgi var valinn
í embætti for-
seta leiðtoga-
ráðs Evrópu-
sambandsins.
Engin önnur
breyting verð-
ur á sam-
steypustjórn
kristilegra
demókrata,
frjálslyndra og sósíalista. Bæði
Leterme og Van Rompuy eru
kristilegir demókratar.
Erfiðasta verkefni stjórnarinn-
ar er að halda í skefjum deilum
Vallóna og Flæmingja, sem búa
hvorir í sínum helmingi landsins.
Leterme sagði af sér fyrir tæpu
ári vegna bankahneykslis. - gb
Forsætisráðherra Belgíu:
Leterme tekur
við af Rompuy
YVES LETERME
GENGIÐ 25.11.2009
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
235,8811
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
122 122,58
203,9 204,9
183,25 184,27
24,623 24,767
21,778 21,906
17,686 17,79
1,3885 1,3967
196,13 197,29
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR