Fréttablaðið - 26.11.2009, Page 6

Fréttablaðið - 26.11.2009, Page 6
6 26. nóvember 2009 FIMMTUDAGUR Æskuminningar Flosa stæðilegurt úmor – andi háð. sta bók e Flosa fssonar.a SKRUDDA Eyjarslóð 9 - 101 Reykjavík s. 552 8866 - skrudda@skrudda.is www.skrudda.is – fullt hús jólagjafa Bílaapótek Hæðarsmára Mjódd • Álftamýri ALÞINGI. Kjararáð hefur ekki lokið við að endurskoða launakjör í nein- um þeirra ríkisstofnana og fyrir- tækja sem falla undir úrskurðar- vald ráðsins eftir lagabreytingu á Alþingi í sumar. Breytingin var gerð til að hrinda í framkvæmd ákvæði stjórnarsáttmálans að „engin ríkislaun verði hærri en laun forsætisráðherra“. Fram kom hjá Jóhönnu Sigurðar- dóttur forsætisráðherra á Alþingi í gær að þetta feli í sér að enginn æðstu manna ríkisins, stofnana þess og fyrirtækja hafi meira en 935.000 krónur í föst dagvinnu- laun, nema forseti Íslands. Kjara- ráð geti þó, eins og áður, ákveðið að greiða aukaeiningar fyrir yfir- vinnu og vaktaálag, til viðbótar við föstu dagvinnulaunin. Guðlaugur Þór Þórðarson, þing- maður Sjálfstæðisflokksins, sagð- ist telja að flestir hefðu talið að með yfirlýsingum ríkisstjórnar- innar í stjórnarsáttmálanum og við lagabreytingarnar í sumar hefði verið átt við að enginn af embætt- ismönnum eða stjórnendum ríkis- fyrirtækja fengi hærri heildarlaun en forsætisráðherra. Fram kom hjá Jóhönnu að flug- menn Landhelgisgæslunnar séu þeir einu sem taka laun samkvæmt kjarasamningum, sem hafa meira en 935.00 krónur í föst laun fyrir dagvinnu. Aðrir ríkisstarfsmenn, sem ekki eru settir undir Kjara- ráð, geti einnig haft hærri heild- arlaun en forsætisráðherra vegna yfirvinnu, vaktaálags og fleiri greiðslna. Jóhanna sagði Kjararáð vinna að endurskoðun kjaramála þeirra stofnana og stjórnenda sem nýju lögin ná yfir. „Endurskoðun sé „misjafnlega á veg komin“ en sé hvergi lokið. „Ég hef alltaf furðað mig á því að jafnaðarmenn allra landa hafi ekki gripið inn í skattfrelsi utan- ríkisþjónustunnar,“ sagði Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálfstæðis- flokksins, í umræðunum á Alþingi í gær, „og ekki bara skattfrelsi held- ur líka dagpeninga og alls konar undanþágur sem menn eru með“. Pétur sagði að varpa ætti ljósi á verðmæti lífeyrisréttinda, dagpen- inga „en ekki bara líta á einhverja krónutölu, sem laun hæstvirts for- sætisráðherra“. Jóhanna sagðist undrast ýmis hlunnindi sem starfsmenn utan- ríkisþjónustunnar njóta en að það sneri að utanríkisráðherra frekar en að sér að skoða það mál og hafa á því skoðun. peturg@frettabaldid.is Yfirvinna getur híft menn yfir ráðherra Endurskoðun launa æðstu manna stendur enn yfir. Kjararáð getur ákveðið að greiða aukalega fyrir yfirvinnu og álag þannig að ríkislaun verði hærri en laun forsætisráðherra. Flugmenn Gæslunnar eru einir með hærri laun í dagvinnu. FORSÆTISRÁÐHERRA Jóhanna Sigurðardóttir sagði á Alþingi í gær að endurskoðun á kjörum útvarpsstjóra, forstjóra Landsvirkjunar, seðlabankastjóra, forstjóra Landspít- alans og fleiri standi nú yfir á vegum Kjararáðs. FRÉTTABLAÐIÐ / VILHELM Ert þú með húðflúr á líkama þínum? Já 21,7% Nei 78,3% SPURNING DAGSINS Í DAG: Telur þú réttmætt að fjölmiðlar fái stuðning frá ríkinu? Segðu skoðun þína á visir.is EFNAHAGSMÁL Lánshæfismat íslenska ríkisins mun að óbreyttu geta haldist í svokölluðum fjárfest- ingaflokki hjá matsfyrirtækjunum, og sleppa við að lenda í áhættu- flokki versni ástandið ekki. Þetta kom fram í máli Más Guðmunds- sonar seðlabankastjóra á fundi Félags viðskiptafræðinga og hag- fræðinga á Grand hóteli í gær. Már benti á að í nýjasta mati sem erlent matsfyrirtæki hefur gefið út eru horfur hér á landi sagðar stöð- ugar. Út frá því megi búast við að lánshæfismatið lækki ekki frekar komi ekkert óvænt upp á. Erlendir fjármagnsmarkaðir eru enn lokaðir ríkinu og íslenskum fyrirtækjum, en Már sagði Seðla- bankann sjá vísbendingar um að það gæti verið að breytast. Mögu- lega muni slíkir markaðir brátt opnast á ný, hugsanlega þegar líða taki á næsta ár. Aðstæður ættu að skapast snemma á næsta ári fyrir því að ríkið fari í öfluga kynningu á landinu á erlendum mörkuðum, sagði Már. Þá sé mögulegt að ríkið ryðji leiðina á lánsfjármörkuðum með því að taka lán til að auðvelda íslenskum fyrirtækjum að fylgja í kjölfarið. Finnur Sveinbjörnsson, banka- stjóri Arion, áður Nýja Kaupþings, sagði mikilvægt fyrir íslensk fyrir- tæki að erlendir lánsfjármarkaðir opnist, og líklega muni það gerast í nokkrum skrefum. Mikilvægt sé að ríkið ryðji brautina, en engu aðsíð- ur sé ljóst að kjörin verði „heldur ömurleg“ til að byrja með. - bj Erlendir fjármagnsmarkaðir enn lokaðir en margt bendir til þess að þeir opnist brátt segir seðlabankastjóri: Ísland ekki í áhættuflokk að óbreyttu Seðlabankinn áformar að draga á lánaheimildir frá Norðurlöndunum á næstunni, og mun féð vonandi koma til landsins fyrir jól. Þetta kom fram í máli Más Guðmundssonar seðlabankastjóra á fundi FVH í gær. „Fjármálaráðuneytið er aðal lántakandinn, en ég get upplýst að slík beiðni verður lögð inn einhvern- tíman á næstu dögum,“ sagði Már í samtali við Fréttablaðið eftir fund- inn. Hægt væri að fá að hámarki 440 milljónir evra að láni á þessum tímapunkti, sem jafngildir um 81 milljarði króna. Már reiknar ekki með að óskað verði eftir allri upphæðinni, en að lágmarki verði 200 milljónir evra, um 37 milljarðar króna, teknar að láni nú. Lánið verður notað til að styrkja gjaldeyrisforðann. FÁ LÁN FRÁ NORÐURLÖNDUM FYRIR JÓL DÓMSMÁL Karlmaður um þrítugt hefur verið ákærð- ur fyrir að kveikja í fatahrúgu innan dyra og stökkva síðan út úr bíl sem hann ók að höfninni á Hvammstanga, þannig að bíllinn rann út í sjó. Maðurinn er ákærður fyrir að hafa kveikt í kjall- araíbúð í þríbýlishúsi á Hvammstanga í febrúar. Það gerði hann með því að leggja eld að fatnaði sem lá ofan á rúmdýnu í svefnherbergi hans í íbúðinni. Með því olli hann eldsvoða sem hafði í för með sér almannahættu, verulegt eignatjón auk hættu á yfir- gripsmikilli eyðingu eigna annarra hefði eldurinn náð að breiðast út frekar áður en hann var slökktur af slökkviliði, eins og segir í ákæru. Jafnframt er maðurinn ákærður fyrir að hafa tekið bíl traustataki og ekið honum undir áhrif- um áfengis heiman að frá sér að hafnarsvæðinu og stokkið þar á ferð út úr bifreiðinni sem rann áfram og hafnaði í sjónum. Vátryggingafélag Íslands gerir skaðabótakröfu á hendur manninum að upphæð ríflega 4,5 milljónir króna. - jss Karlmaður um þrítugt fyrir dóm: Kveikti í íbúð og setti bíl í sjóinn HVAMMSTANGI Atvikin áttu sér stað á Hvammstanga í febrúar. KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.