Fréttablaðið - 26.11.2009, Blaðsíða 10
10 26. nóvember 2009 FIMMTUDAGUR
EFNAHAGSMÁL Skatttekjur í ríkjum
Efnahags- og framfarastofnunar-
innar (OECD) drógust saman í takt
við efnahagsþrengingar síðasta
árs, samkvæmt nýbirtum tölum.
„Samanlögð skattbyrði innan
OECD, reiknuð sem hlutfall skatt-
tekna í samanburði við landsfram-
leiðslu, var óbreytt milli áranna
2006 og 2007, en féll árið 2008.
Samdráttur skattbyrði árið 2008
telst að jafnaði nema 0,5 prósent-
um af landsframleiðslu, úr 35,8
prósentum í 35,2 prósent sam-
kvæmt áætlun,“ segir í tilkynn-
ingu.
Fram kemur að víðast hvar hafi
skattar dregist saman sem hlut-
fall af landsframleiðslu á síðasta
ári og líkur séu á að sú þróun hafi
haldið áfram á þessu ári. „Skatt-
heimta dregst oft meira saman en
nemur samdrætti landsframleiðslu
í kreppu, en við það bætist að mörg
ríkja OECD lækkuðu skatta undir
árslok 2008 og í byrjun 2009 til að
styðja við eftirspurn eftir fjár-
málahrunið í september 2008.“
Skattheimta í hlutfalli við lands-
framleiðslu er langmest í Dan-
mörku, eða 48,3 prósent. Hér var
hlutfallið 40,9 prósent árið 2007, en
féll í fyrra niður í 36,0 prósent. Á
Spáni fóru tölurnar á sama tíma úr
37,2 prósentum í 33 og úr 30,8 pró-
sentum í 28,3 á Írlandi. - óká
Skattar sem hlutfall landsframleiðslu dragast saman:
Skatttekjur hafa
lækkað í kreppunni
HEILDARSKATTAR SEM HLUTFALL LANDSFRAMLEIÐSLU
Bráðabirgðatölur 2008
Land %
Danmörk 48,3
Svíþjóð 47,0
Belgía 44,3
Ítalía 43,2
Frakkland 43,1
Austurríki 42,9
Finnland 42,8
Noregur 42,1
Ungverjaland 40,1
Lúxemborg 38,3
Holland* 37,5
Tékkland 36,6
Portúgal 36,5
Þýskaland 36,4
Ísland 36,0
Land %
Bretland 35,7
Pólland* 34,9
Nýja-Sjáland 34,5
Spánn 33,0
Kanada 32,2
Grikkland 31,3
Ástralía* 30,8
Sviss 29,4
Slóvakía 29,3
Írland 28,3
Japan* 28,3
Bandaríkin 26,9
Kórea 26,6
Tyrkland 23,5
Mexíkó 21,1
*Tölur frá 2007. HEIMILD: OECD REVENUE STATISTICS 1965-2008.
Dagskrá
1. Fundarsetning
2. Kristján Örn Sigurðsson, framkvæmdastjóri, kynnir stöðu sjóðsins
3. Þorkell Sigurlaugsson, formaður endurskoðunarnefndar sjóðsins,
fer yfir hlutverk endurskoðunarnefndar
4. Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA, ræðir um áhrif
skattlagningar lífeyrisiðgjalda
5. Þorbjörn Guðmundsson, stjórnarmaður í sjóðnum, ræðir
mögulega aðkomu lífeyrissjóða að uppbyggingu atvinnulífsins
6. Umræður
7. Önnur mál
Stjórn Sameinaða lífeyrissjóðsins
Sjóðfélagafundur Sameinaða lífeyrissjóðsins verður
haldinn fimmtudaginn 26. nóvember 2009 kl. 17.30
á Hilton Reykjavík Nordica, Suðurlandsbraut 2.
SJÓÐFÉLAGAFUNDUR
Borgartúni 30, 105 Reykjavík
Sími 510 5000
mottaka@lifeyrir.is
lifeyrir.is
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
39
87
6
PAKISTAN, AP Sjö menn voru í gær
ákærðir í Pakistan fyrir aðild
að hryðjuverkaárásum í Mumb-
aí á Indlandi á síðasta ári. Þetta
eru fyrstu ákærurnar í Pakistan
vegna málsins.
Í dag er ár liðið frá því að
hryðjuverkamenn gerðu árás á
nokkrar helstu byggingarnar í
fjármálaborginni Mumbaí, einni
stærstu borg Indlands. Árásirnar
kostuðu 166 manns lífið.
Mennirnir sjö neita ásökunum,
en þeir eiga yfir höfði sér dauða-
dóm. Þeir eru ákærðir fyrir að
hafa aðstoðað við undirbúning og
framkvæmd árásanna. Þeir eru
allir sagðir meðlimir í Lashkar-e-
Taíba, samtökum herskárra mús-
lima sem staðið hafa að ýmsum
hryðjuverkum á Indlandi.
Indversk stjórnvöld hafa sakað
tvo mannanna, Zaki-ur-Rehman
Lakhvi og Zarrar Shah, um að
vera höfuðpaurana á bak við árás-
irnar.
Stjórnvöld í Pakistan hafa til
þessa aldrei dregið neina hryðju-
verkamenn, sem hafa gert árásir
í Indlandi, til ábyrgðar fyrir dóm-
stólum.
Á Indlandi standa enn yfir rétt-
arhöld yfir eina árásarmanninum,
sem lifði af. Í þeim réttarhöldum
hefur komið fram að hópur tíu
árásarmanna lagði af stað sigl-
andi frá höfninni í Karachi í Pak-
istan og kom til Mumbaí. Þar
skiptu þeir sér í hópa og réðust
inn á hótel, lestarstöð, sjúkrahús
og fleiri byggingar.
Leyniþjónusta Pakistans og þar-
lend stjórnvöld hafa lengi verið
sökuð um stuðning við Lashkar-
e-Taiba og fleiri herská samtök,
og notað þau sem eins konar stað-
gengil fyrir pakistanska herinn í
langvinnum átökum við Indland
út af Kasmír-héraði, sem bæði
löndin gera tilkall til.
Stjórnin í Pakistan segir þetta
liðna tíð, en margir pakistansk-
ir stjórnmálamenn og yfirmenn í
hernum virðast enn hafa taugar
til hryðjuverkasamtaka sem gera
árásir á Indlandi.
Bæði Indverjar og stjórnvöld
víða á Vesturlöndum munu því
fylgjast grannt með því hvernig
réttarhöldunum í Pakistan vind-
ur fram.
Pakistönsk stjórnvöld hafa
undanfarið farið í hart gegn tali-
bönum og fleiri uppreisnarhópum
í norðvesturhluta landsins, nú síð-
ast í héraðinu Suður-Waziristan
þar sem talibanar hafa hreiðrað
um sig. gudsteinn@frettabladid.is
Sjö ákærðir fyrir hryðju-
verkaárásirnar í Mumbaí
Pakistönsk stjórnvöld hafa ákært sjö menn vegna hryðjuverkaárásanna í Mumbaí á Indlandi fyrir réttu ári.
Pakistanar hafa aldrei áður dregið fyrir dómstóla neinn sem framið hefur hryðjverk á Indlandi.
ÁHYGGJUR Í MEKKA Þessa dagana
leggja milljónir pílagríma leið sína til
Mekka í Sádi-Arabíu. Margir þeirra
hafa áhyggjur af svínaflensu og sumir
grípa til varúðarráðstafana, eins og
þessir löggæslumenn sem hafa klút
fyrir vitum sér. NORDICPHOTOS/AFP
SKATTAR Sveitarfélögin fá vænt-
anlega endurgreidda þá hækkun
tryggingagjalds sem fellur á þau
um áramótin. Halldór Halldórs-
son, formaður Sambands íslenskra
sveitarfélaga, segir að samband-
ið vilji að sveitarfélögin leggi út
hækkað gjald en fái hækkunina
endurgreidda úr ríkissjóði.
Ráðgerð hækkun trygginga-
gjalds úr 7% í 8,6% um áramót
mun kosta sveitarfélögin allt að
tveimur milljörðum króna, að
sögn Halldórs.
Jóhanna Sigurðardóttir forsæt-
isráðherra sagði á flokksstjórnar-
fundi Samfylkingarinnar á laug-
ardag að ríkisstjórnin myndi bæta
sveitarfélögunum kostnaðarauka
vegna tryggingagjalds.
Þegar gjaldið var hækkað
úr 5,34% í 7% sl. sumar jukust
útgjöld sveitarfélaganna einnig
um tvo milljarða. Auknar útsvar-
stekjur vegna útgreiðslu séreign-
arsparnaðar úr lífeyrissjóðum í
kjölfar hrunsins vógu upp áhrif
þeirrar hækkunar þetta árið.
Ákveðið hefur verið að framlengja
heimild til að greiða út séreign-
arsparnað og útsvar vegna þess
muni skila sveitarfélögum 2,5
milljörðum í auknar tekjur. Hall-
dór Halldórsson segir að þær tekj-
ur vegi aðeins upp á móti hækkun
tryggingagjaldsins úr 5,34% í 7%.
Hækkunin um næstu áramót mun
ekki núllast út með sama hætti.
Sveitarfélögin treysti þess vegna
á yfirlýsingar um að stjórnvöld
muni bæta hækkunina um ára-
mót sérstaklega og þá með endur-
greiðslum en ekki í gegnum Jöfn-
unarsjóð. - pg
Hækkun tryggingagjalds úr 7 prósentum í 8,6 prósent kostar sveitarfélög tvo milljarða á ári:
Sveitarfélög vilja fá endurgreiðslu
Í upphafi þessa árs var trygginga-
gjald 5,34%. Það var hækkað í 7%
í sumar. Nú er ætlunin að hækka
gjaldið á ný þannig að það verði
8,6% frá áramótum. Hækkun milli
ára verður því um 61%.
Allir launagreiðendur þurfa að
standa skil á tryggingagjaldi með
staðgreiðslu skatta. Gjaldið leggst
ofan á öll vinnulaun, þóknanir,
reiknað endurgjald og aðrar tegund-
ir greiðslna til launþega.
Þegar tilkynnt var um hækkunina
um næstu áramót tók fjármálaráðu-
neytið fram að hún ætti að skila
ríkinu 12 milljörðum í auknar tekjur.
Miðað við það skilar tryggingagjald
ríkinu um 60 milljarða í tekjur
næsta ár.
61% HÆKKUN MILLI ÁRA
FÆDDIST Í MIÐJUM KLÍÐUM Þetta litla barn fæddist á sjúkrahúsi í Mumbaí, áður
Bombei, meðan árás á sjúkrahúsið stóð yfir fyrir réttu ári. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
LANDBÚNAÐUR Yfir helmingur
mjólkurkúa eru í svonefndum
lausagöngufjósum og hafa aldrei
verið fleiri, samkvæmt nýrri
samantekt sem unnin hefur verið
fyrir Landssamband kúabænda
(LK). „Kýr í lausagöngu eru að
jafnaði afurðahærri en kýr í
básafjósum,“ segir á vef LK.
Sambandið hefur undanfarin
ár látið taka saman þróun á fjós-
gerðum. Fram kemur að enn séu
viðhöfð hér á landi öll grundvall-
arvinnubrögð við mjaltir sem
þekkjast, allt frá handmjöltum til
mjaltaþjóna.
Þá mun fjöldi fjósa í fram-
leiðslu í fyrsta sinn kominn niður
fyrir 700, eða í 685 fjós. Fækkun-
in er sögð nema 4,9 prósentum á
tveimur árum. - óká
Lausagöngukýr mjólka betur:
Stundum allar
tegundir mjalta
KÝR Í FJÓSI Rúmlega helmingur allra kúa
eru í 35 prósentum fjósa landsins, að
því er fram kemur á vef Landssambands
kúabænda. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
FJÖLMIÐLAR Fjölmiðlamógúllinn
Rupert Murdoch og bandaríski
hugbúnaðarrisinn Microsoft hafa
upp á síðkastið rætt um samstarf
sem felur í sér kaup þess síðar-
nefnda á kaupum á efni fjölmiðla
Murdochs.
Viðræðurnar eru liður í aðgerð-
um Murdochs sem miða að því
að loka fyrir ókeypis aðgang að
fjölmiðlum News Corp. sem hann
á. Hann hefur sömuleiðis barist
gegn því að netleitarrisinn Google
birti útdrætti úr fréttum netmiðla.
Krefst hann þess að Google greiði
fyrir efnið. Það þykir ólíklegt, að
sögn netútgáfu Financial Times,
sem segir að Microsoft, sem opn-
aði netfréttaveituna Bing í sumar,
hafi sömuleiðis þrýst á aðra net-
miðla að þeir fjarlægi leitarstrengi
sína af fréttasafni Google. - jab
Murdoch vill loka á Google:
Styður ekki
ókeypis fréttir
RUPERT MURDOCH Fjölmiðlaeigandinn
hefur barist gegn því að Google birti
útdrætti úr fréttum netmiðla.