Fréttablaðið - 26.11.2009, Page 18

Fréttablaðið - 26.11.2009, Page 18
18 26. nóvember 2009 FIMMTUDAGUR FRÉTTAVIÐTAL: Einar Skúlason, frambjóðandi í prófkjöri Framsóknarflokksins í Reykjavík FRÉTTASKÝRING BJÖRN ÞÓR SIGBJÖRNSSON bjorn@frettabladid.is Einar Skúlason sækist eftir oddvitasæti Framsókn- arflokksins í Reykjavík. Áhugi hans á málefnum Reykjavíkur og vissan um að geta gert betur en núver- andi borgarfulltrúi Fram- sóknar ráku hann í forvalið sem fram fer á laugardag. „Ég hef mikinn áhuga á málefn- um borgarinnar enda hef ég búið hér nánast frá fæðingu. Ég vil leggja henni lið með afgerandi hætti og tel að ég geti hjálpað til við ákveðna endurreisn.“ Telurðu þig geta gert betur í þeim efnum en Óskar Bergsson? „Ég tel að ég hafi mun breiðari skírskotun en hann til ólíkra málaflokka og á vettvangi stjórnmálanna. Ég get unnið í allar áttir og treysti mér til að vinna með öllum í borgarstjórn. Margt hefur verið vel gert á þessu kjörtímabili, ekki síst á síðari hluta þess, en einkum í afmörkuð- um málum. Það hefur verið bund- ið við orkumál og framkvæmdir. Við þurfum að tala og vinna miklu breiðar.“ Er það flokknum til góðs að tek- ist sé á um oddvitasætið? „Það á enginn neitt í pólitík og það er mikilvægt að eftirspurn sé eftir sætum sem þessu. Það mun styrkja þann sem verður kjörinn að tekist hafi verið á um stöðuna á heiðar- legan og málefnalegan hátt. Það er líka nauðsynlegt að auka kjörfylg- ið, bæta við mönnum og ná sterk- ari stöðu til að koma góðum málum í gegn.“ Framsókn hefur völd í borginni langt umfram kjörfylgi, má ekki segja að undir forystu Óskars sé valdastaðan býsna sterk? „Þegar samið er um meirihluta verður auðvitað að skipta embættunum með einhverjum hætti. Við höfum mikið fram að færa og sterka mál- efnastöðu og þess vegna stöndum við fyllilega undir þessu. Flokkur- inn hefur hins vegar verið í mik- illi vörn á undanförnum misserum og ég tel mikilvægt að snúa þeirri stöðu við þannig að við getum sótt fram í stað þess að verjast fram á kjördag.“ Hvers vegna hafið þið verið í vörn? „Það hafa komið upp óheppi- leg mál sem tengst hafa meiri- hlutasamstarfinu og þau hafa í nokkrum tilvikum kostað afsagnir. Af þessu hefur leitt að við höfum verið í varnarbaráttu og því á stundum átt erfitt með að koma málefnum okkar á framfæri.“ Framsókn átti þátt í myndun þriggja meirihluta af fjórum á kjörtímabilinu. Varstu sammála öllum ákvörðunum þar um? „Já. Og ég hef stutt við bakið á for- ystumönnum okkar í þeim málum hverju sinni. Ég þekkti ekki allt- af aðstæður að öllu leyti og vissi ekki alltaf hvað var að gerast bak við tjöldin en virtist engu að síður allar ákvarðanirnar skynsamleg- ar. Sérstaklega í síðasta tilvikinu þegar umsátursástand ríkti í borg- inni, þá þurfti að gera eitthvað til að höggva á hnútinn og fulltrúi Framsóknar steig þá fram fyrir skjöldu.“ Hver verða stóru málin í kosn- ingunum í vor? „Ég held að fyrst og fremst verði það mál sem varða fólkið sjálft. Það hefur verið hald- ið vel á spilunum varðandi fjár- mál borgarinnar en nú er spurn- ing hvort niðurskurðurinn fari ekki að nálgast þolmörk. Talað er um að passa upp á grunnþjónust- una en það vantar að útskýra hvað grunnþjónusta er. Ég tel því mik- ilvægt að skilgreina hana vel, svo að í kosningunum í vor verði í raun hægt að gera um hana sáttmála við kjósendur. Þessi mál verða í algjörum for- gangi umfram til dæmis einhver einstök mislæg gatnamót. Uppbygging atvinnutækifæra verður líka í forgrunni en í þeim efnum tel ég að borgin geti og eigi að leggja töluvert af mörkum með því að skapa umhverfi til nýsköp- unar. Við getum til dæmis byggt á líftækni, hugbúnaði og orkumál- um og borgin getur vissulega veitt margháttaðan stuðning án þess að fjárfesta beint í verkefnum. Að auki tel ég umhverfismálin mikilvæg, við þurfum að leita leiða til að gera borgina lífvænlegri.“ Þú varst mikill R-listamaður á sínum tíma. Hefur þú áhuga á slíku sameiginlegu framboði í vor? „Nei. Bæði held ég að ekki sé grundvöll- ur fyrir slíku og eins tel ég mikil- vægt að við framsóknarmenn bjóð- um fram okkar eigin málefni. Svo sjáum við til eftir kosningar hvar hentugast er að leita samstarfs. Ég treysti mér til að vinna með öllum en þau mál verða að skoð- ast út frá málefnum Framsóknar- flokksins.“ Framsóknarflokkurinn hefur á sér spillingarstimpil og oft er illa um hann talað. Á hann það skil- ið? „Einstakir menn, með eða án umboðs flokksins, hafa staðið að hlutum sem hafa verið umdeild- ir en oft greina menn ekki á milli fólks og flokks. Svo er gert meira úr slíkum tengslum en efni standa til. Ég veit til dæmis ekki til þess að Ólafur Ólafsson í Samskipum hafi nokkurn tíma verið skráður í flokkinn, alla vega hef ég aldrei séð hann í flokksstarfinu, en samt er hann stöðugt kenndur við flokk- inn. Eflaust þekkir hann einhverja í flokknum en ég held að Fram- sóknarflokkurinn hafi ekki borið sérstaka ábyrgð á manninum. Ekki frekar en Samfylkingin, sem naut góðs af styrkjum frá fyrirtækjum í hans eigu. Það er hægt að stilla svona málum upp á alla vegu. Þegar ég sá myndir frá landsfundi Sjálf- stæðisflokksins sá ég þar banka- stjóra allra bankanna. Hvað voru þeir að gera þar? Ekki komu þeir á fundi hjá Framsóknarflokknum. En varðandi kjörna fulltrúa þarf að skoða hvort þeir beri ein- hverja ábyrgð á hruninu og rann- sóknarnefndin sem er að störfum mun gera það. Það verður fróðlegt að sjá hvort stjórnmálaflokkarnir bera ábyrgð og þá hve mikla.“ Á hvaða siglingu finnst þér flokkurinn vera undir forystu Sig- mundar Davíðs Gunnlaugsson- ar? „Það er ferskt yfirbragð yfir þessu. Þingflokkurinn okkar er sá langyngsti á Alþingi og ber þess merki. Mikill ákafi og baráttugleði er í þingmönnum sem vilja láta að sér kveða. Í takti við það hefur verið svolítið um upphrópanir og sumir sakna gömlu framsóknar- mennskunnar sem fólst í rólyndi og yfirvegun. En það er ágætt að hrista upp í hlutunum og baráttu- gleði er góð sé skynsemi höfð að leiðarljósi.“ Hvað ætlarðu að verja mikl- um peningum til kjörsins á laug- ardag? „Það er ekki alveg ljóst en líklega verða það um hundrað þús- und krónur.“ Náir þú ekki fyrsta sætinu, muntu þá gefa kost á þér í annað sæti? „Ég mun meta það á fundin- um. Þrjár mjög góðar konur gefa kost á sér í annað sætið og því er ekki hörgull á góðum konum hjá Framsókn. Ég legg verk mín og áherslur í dóm flokksmanna og uni niðurstöðunni, hver sem hún verð- ur. Ég legg hins vegar allt undir í baráttunni um oddvitasætið.“ ALLT UNDIR Einar Skúlason sækist eftir oddvitasæti Framsóknar í Reykjavík og leggur allt í sölurnar til að ná kjöri. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Þurfum að sækja framEinar Skúlason er 38 ára varaþingmaður Framsóknarflokksins í Reykjavík. Þar til á dögunum gegndi hann starfi skrifstofustjóra þingflokks Framsókn- arflokksins. Áður var hann framkvæmdastjóri Alþjóðahússins í sex ár og þar áður framkvæmdastjóri auglýsingastofu og framkvæmdastjóri Stúdentaráðs. Hann er með BA-próf í stjórnmálafræði frá HÍ og MBA-próf frá Háskólan- um í Edinborg. Einar er einstæður þriggja barna faðir. KJÖRFUNDURINN Framsóknarmenn kjósa fulltrúa á lista vegna borgarstjórnarkosninganna í maílok á næsta ári á sérstökum kjörfundi á laugardag. Fundurinn fer fram á Hótel Loftleiðum og hafa félagsmenn í framsóknarfélögunum í borginni atkvæðisrétt. Eru þeir um þrjú þús- und. Kosið verður í tólf efstu sæti listans. Fyrst verður kosið um fyrsta sætið, þá annað og svo koll af kolli. Framsóknarflokkurinn fékk rúmlega fjögur þúsund atkvæði í síðustu kosningum, rúmlega sex prósent atkvæða og einn borgarfulltrúa. EINAR SKÚLASON Minnum á teiknisamkeppni Skólamjólkurdagsins fyrir 4. bekkinga Hægt er að skila inn myndum fram að jólafríi til Mjólkursamsölunnar, Bitruhálsi 1, 110 Reykjavík. Nánari upplýsingar á www.ms.is ATHUGIÐ! Höfum áhuga á að kaupa notuð gæðaúr frá eftirfarandi framleiðendum: Rolex, Patek Philippe, IWC, Girard Perreguax, Panerai, Oris, Bvlgari, Ulysse Nardin, Zenith o.fl . Upprunalegir pappírar/skjöl, umbúðir o.s.frv. verða að fylgja. Vinsamlegast sendið lýsingu, myndir og verðhugmyndir á netfangið: swissur@gmail.com og við svörum um hæl. Auglýsingasími – Mest lesið

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.