Fréttablaðið - 26.11.2009, Page 19

Fréttablaðið - 26.11.2009, Page 19
FIMMTUDAGUR 26. nóvember 2009 19 Umsjón: nánar á visir.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] Fjöldi viðskipta: 22 Velta: 66,7 milljónir OMX ÍSLAND 6 784 +0,42% MESTA HÆKKUN BAKKAVÖR +12,50% ÖSSUR +0,38% MESTA LÆKKUN ICELANDAIR -1,28% MAREL -0,48% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Atlantic Petroleum 166,00 +0,00% ... Bakkavör 1,35 +12,50% ... Føroya Banki 134,00 +0,00% ... Icelandair Group 3,85 -1,28% ... Marel 61,90 -0,48% ... Össur 133,50 +0,38% „Við vildum vera skrefi á undan,“ segir Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, for- stjóri Saga Capital, um endurskipulagn- ingu á efnahagsreikningi bankans. Hann vill ekki tjá sig ítarlega um end- urskipulagninguna fyrr en að loknum hluthafafundi en vísar meðal annars til óinnleiddra reglna Evrópusambandsins um starfsemi fjármálafyrirtækja sem kunna að verða samþykktar á Alþingi fyrir jól og annarra fyrirhugaðra breyt- inga á regluumhverfi þeirra. Hann segir þær munu hafa mikil áhrif á rekstur fjármálafyrirtækja. Starfsemi Saga Capital haldist óbreytt og rekstur- inn verði traustari fyrir vikið. Í endurskipulagningu Saga Capi- tal felst að þær eignir sem tilheyra bankastarfseminni verða áfram innan fjárfestingarbankans en aðrar færðar í eignarhaldsfélag, sem verður í eigu hluthafa. Þar á meðal eru eignarhlut- ir í fjármálafyrirtækjum sem kunna að draga úr rekstrarhæfi og eiginfjár- styrkleika hans. Efnahagsreikningur Saga Capital minnkar við þetta á sama tíma og dregur úr áhættu í rekstri hans. Breytingin skýrist meðal annars af því að bankanum bar að núvirða vaxta- ávinning af tæpum helmingi af 19,7 milljarða króna láni sem ríkissjóður veitti bankanum í mars. Lánið var sam- kvæmt reglum fært sem tekjur í árs- reikningi. Slíkt er ekki tekið gilt sem eigið fé samkvæmt óinnleiddum tilskip- unum Evrópusambandsins um fjár- málafyrirtæki. - jab Ríkislán ekki fært sem tekjur ÞORVALDUR LÚÐVÍK Saga Capital dregur úr rekstraráhættunni og stokkar upp reksturinn. Nokkrir iPhone-farsímar frá Apple seldust hjá Símanum í gær. Þetta var fyrsti heili söludag- urinn en sala á símunum hófst í verslun Símans í Kringlunni í Reykjavík síðdegis á þriðjudag. Ekki liggur fyrir um sölutölur. Þær munu þó í takt við vænting- ar. Ekki fengust upplýsingar um það hversu margir símar komu hingað til lands með fyrstu sendingu að öðru leyti en því að um takmark- að magn var að ræða. Von er á fleiri símum með næstu sendingu á næstu dögum. Um tvær gerðir ólæstra farsíma sem styðja við þriðju kynslóð í farsímatækni er að ræða. Annars vegar eru þeir átta gígabæta og sextán gígabæta. Sá minni kost- ar 124.900 krónur en hinn 156.900 krónur. - jab Nokkrir iPhone símar seldust Opið í útibúinu í Kringlunni til klukkan 21 í kvöld Komdu og kynntu þér úrræði vegna húsnæðis- og bílalána Að undanförnu höfum við kynnt úrræði með það að markmiði að auðvelda viðskiptavinum að taka upplýstar ákvarðanir um fjármál heimilisins. Má þar nefna höfuðstólslækkun og greiðslujöfnun fyrir einstaklinga á: • verðtryggðum húsnæðislánum • erlendum húsnæðislánum • bílalánum og bílasamningum Úrræðin henta viðskiptavinum misvel og við viljum hjálpa þér að vega og meta kosti þeirra og galla. Þess vegna bjóðum við viðskiptavinum að setjast niður með starfsfólki okkar í kvöld og fara ítarlega yfir þau úrræði sem eru í boði. Ekki verður opið hjá gjaldkerum. Allir viðskiptavinir Íslandsbanka velkomnir.HV ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA 0 9 -2 0 8 3 Starfsfólk okkar í Þjónustuverinu verður einnig við símann til kl. 21 í kvöld. Síminn er 440 4000. Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka hf. hefur verið falið að annast formlegt ferli um sölu á 49 pró- senta hlut í Skeljungi og tengdum félögum. Söluferlið er opið öllum. Íslandsbanki hefur þó áskilið sér rétt til að takmarka aðgang að söluferlinu, svo sem ef viðskiptin stangast á við samkeppnisreglur, að því er segir í tilkynningu. Félögin eru S fasteignir, Ö fast- eignir og Birgðastöðin Miðsand- ur. Þau eru nú í eigu Miðengis, dótturfélags Íslandsbanka. Skeljungur var áður í eigu Uppsprettu, félags Fons, sem að mestu var í eigu Pálma Haralds- sonar. Glitnir sölutryggði félagið síðla árs 2007 og seldi 51 prósents hlut í félaginu til hóps fjárfesta í byrjun sumars á þessu ári. Einar Örn Ólafsson, fyrrum fram- kvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Íslandsbanka, hefur verið for- stjóri Skeljungs frá í maí. - jab Afgangurinn í opið söluferli ALLT TIL SÖLU Íslandsbanki, áður Glitnir, hefur átt hlut í Skeljungi í tvö ár.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.