Fréttablaðið - 26.11.2009, Page 30
SVARTAR BARBIE-DÚKKUR , 46 talsins, voru klæddar upp
í hátískufatnað og myndaðar fyrir Vogue-tímaritið í sumar í tilefni af
fimmtíu ára afmæli Barbie. Dúkkurnar voru boðnar upp í Palazzo Clerici
í Mílanó í vikunni og rann ágóðinn til krabbameinsrannsókna.
„Blingið er mjög sérstakt og hefur
notið mikilla vinsælda. Þetta sérstaka
orð hefur Jóna María Norðdal búið til
um hálstrefla sem hún hannar og einn-
ig er hægt að nota sem hálsmen.Það er
bæði hagnýtt því það er ótrúlega hlýtt
þótt það sé smátt,“ segir hönnuðurinn,
en hún er menntaður klæðskeri og með
BS-gráðu í arkítektúr. „Blingin eru
þæfð úr ull og silki,skemmtilega litrík
og lífga einfaldlega upp á tilveruna,“
segir hún og brosir. „Ég vinn mikið
með íslensku ullina og geri úr henni
sjöl og trefla en einnig nota ég silkis-
jiffon og silki þræði. Ég blanda þessum
efnum saman og handlita. Það er aldrei
að vita hvernig litirnir koma út, það er
oft mjög sérstakt og getur farið eftir því
hvers konar skapi ég er í og hvers konar
aðferðum ég beiti en ég þæfi alltaf ull-
ina. Þá geri ég einnig stúkur, bæði stutt-
ar og langar.“
Jóna María hannar undir eigin nafni
og segir að ævintýrið hafi byrjað árið
2005. „Mér var sagt upp í vinnunni
vegna skipulagsbreytinga og þá
gerðist eitthvað innra með mér.
Ég byrjaði að þæfa þótt ég
hefði aldrei gert það áður.Svo
leiddi eitt af öðru og áður en
ég vissi af þá var ég komin
í framleiðslu á margs
konar fylgihlutum, sem
hafa vakið mikla lukku,
bæði hjá Íslendingum og
útlendingum.“
Jóna María er nú farin
að hanna skart. „Já nú er
ég með skartgripa línu sem
í eru hálsmen, armbönd,
eyrnalokkar, nælur og hring-
ir. Þar eru ullin og hraunmol-
ar áberandi.“ Það er langt síðan
hún hætti að komast yfir að gera
allt sjálf svo nú hefur hún ráðið fólk í
vinnu. „Já, ég hefði ekki trúað þessu
fyrir nokkrum árum,“og hlær En hönn-
un mín fæst í Mýrinni í Kringlunni,
Handprjónasambandi Íslands, Ramma-
gerðinni, Hafnarstræti 19 og í Fríhöfn-
inni, Keflavíkurflugvelli.
unnur@frettabladid.is
Litavalið fer eftir skapinu
Enginn veit sína ævi fyrr en öll er og þegar Jóna María Norðdal missti vinnunna fyrir nokkrum árum hafði hún ekki hugmynd um að örlaga-
nornirnar höfði spunnið henni vef á sviði sem hún tengdist en varð jafnframt sinn eigin herra. Hönnun er nú hennar fag.
Fínlegt men úr litríkum
steinum.
Bleikur trefill sem er bæði fallegur og
hlýr á köldum vetrardegi.
Fallegt men úr þæfðri ull.
Hér
blandast saman
ullin, fallegir
steinar og
perlur.
Jóna María með fallegt sjal úr eigin
hönnun. Hún notar þæfða ull, silkisjiffon
og silkiþræði í litum sem passa við skap
hennar hverju sinni.
Laugavegi 63 • s: 551 4422
Skoðið úrvalið á laxdal.is
ÚlpuúrvalDúnúlpuúrval(með eða án hettu )
!
"#$%
&'( )* +
,-%,.,/,-%,.,0&