Fréttablaðið - 26.11.2009, Side 34
26. NÓVEMBER 2009 FIMMTUDAGUR
● LÍTILL OG LÁTLAUS EN ALLTAF Í TÍSKU Litli svarti kjóllinn er nauðsyn í klæða-
skáp hverrar konu enda hægt að nota hann við öll tækifæri og tilefni. Hann passar með
öllum mögulegum fylgihlutum, pinnahælum og strigaskóm, lopapeysu, perlufesti og galla-
buxum og virkar alltaf eins og um glænýjan kjól sé að ræða. Hugmyndin um litla svarta kjól-
inn kom frá Coco Chanel á þriðja áratug síðustu aldar sem hafði það í huga á krepputímum
að finna flík sem ætti að vera endingargóð, látlaus og á góðu verði, höfða til allra kvenna og
hlutlaus á litinn. Litli svarti kjóllinn ætti að uppfylla öll þessi skilyrði. Hinn klassíski litli, svarti
kjóll er einfaldur í sniðinu og frekar stuttur, ekki mikið síðari en niður á hné. Og náttúrulega
svartur. Önnur skilyrði þarf hann ekki að uppfylla til að geta orðið hinn fullkomni strigi við
hvaða tilefni sem er. Og alltaf flottur.
Tíðindi eru farin að berast úr
tískuborgunum London, París og
New York þess efnis að brúðarkjól-
ar næsta árs verði margir litríkir,
stuttir og undir áhrifum frá þriðja
og sjötta áratug síðustu aldar.
Oscar de la Renta og John Galli-
ano eru sammála um að kjólarnir
eigi að vera stuttir og gamaldags.
Monique Lhuillier vill hafa sínar
brúðarmeyjar hefðarlegar eins og
á balli hjá sænsku hirðinni. Ant-
íkhvítur, drapplitaður, himinblár,
appelsínugulur og pastellitir hvers
kyns, allt eru þetta litbrigði sem
sjást á sýningarpöllum tískuborg-
anna um þessar mundir.
Þá eru kjólfaldar styttri en oft
áður. Það er meðal annars rakið
til þess að brúðarmeyjar vilja ekki
draga pilsfaldinn á eftir sér og
eiga um leið erfitt um vik með að
hreyfa sig. Þær vilja frekar hafa
brúðarkjólana hnésíða og vel að-
sniðna og geta dansað í þeim fram
á rauða nótt.
Brúðarskór eiga að vera í sama
stíl og kjóllinn, sérstaklega ef hann
er stuttur. Séu blúndur á kjólnum
eiga líka að vera blúndur á skónum
og þar fram eftir götum.
- nrg
Hönnuðir horfa aftur til fortíðar
Monique Lhuillier hefur kjólana sína
íburðarmikla.
Stuttir brúðarkjólar úr smiðju Oscars de
la Renta.
„Fyrir þessi jól leggja merkin
okkar einna mesta áherslu á
hinn hefðbundna „svarta kjól“
sem kemur í ýmsum útfærsl-
um. Við bjóðum upp á mikið
úrval af fallegu skarti sem
hægt er að nota til að skreyta
kjólana,“ segir Hólmfríður Ósk-
arsdóttir, verslunarstjóri Evu á
Laugavegi.
Eva hefur verið á Laugavegi 89
síðan um aldamótin, en verslunin
var stofnuð á fyrri hluta áttunda
áratugarins. „Þetta er gömul og
rótgróin verslun sem selur gæða-
vöru,“ segir Hólmfríður.
Hún segir svörtu kjólana eink-
um vinsæla hjá konum sem vilja
klæða sig upp fyrir jólin. „Efnin
fyrir jólin eru mjúk og kvenleg,
til að mynda silki, flauel, siffon
og margir kjólanna eru með pallí-
ettum og blúndu. Við erum að fá
kjólana í öllum útfærslum, með
stuttum og síðum ermum eða
hlýrakjóla. Sniðin eru gjarn-
an aðeins laus og síddin
við hné. Einnig erum
við með fallegt skart,
til dæmis perlufestar og sem-
elíufestar sem passa mjög vel við
látlausu kjólana. Skórnir okkar eru
kvenlegir, mikið af háum hælum,
rúskinn er áberandi og einhverj-
ir skreyttir steinum,“ segir Hólm-
fríður.
Þessa dagana er verslunin að
fá inn auk kjólanna mikið af litl-
um jökkum, pilsum, gollum og
aukahlutum. „Þar koma litirnir
meira við sögu,“ segir Hólmfríð-
ur. „Silfur er vinsælt, einnig bleikt
og grænt.“
Ásamt rótgrónu merkjunum
í Evu, sem eru DKNY, Malene
Birger og Gerard Darel, er einn-
ig að finna ný merki frá Frakk-
landi og Ítalíu á mjög fínu verði.
„Í næstu viku kemur sending og
þá lofa ég troðfullri búð af skóm,
kjólum, toppum og pilsum,“ segir
Hólmfríður.
Svartir kjólar og skart
Hólmfríður Óskarsdóttir verslunarstjóri og Inga Gottskálksdóttir sölumaður í Evu
búa sig þessa dagana undir jólaösina. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 l Umsjónarmaður auglýsinga: Hlynur Steingrímsson hlynurs@365.is s. 512 5439