Fréttablaðið - 26.11.2009, Side 37
FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 2009
Stuttir kjólar eru vinsælir í ár
og sömuleiðis stílhreinir, að
sögn Sigríðar Hafdísar Runólfs-
dóttur, verslunarstjóra Next.
Jólakjólarnir streyma nú inn í
verslunina Next í Kringlunni. „Við
erum að fá inn heilmikið af spari-
kjólum fyrir jólin. Þessir sígildu
kjólar eru engu að síður alltaf eft-
irsóttir hjá okkur líka,“ segir Sig-
ríður Hafdís Runólfsdóttir, versl-
unarstjóri Next.
„Stílhreinir kjólar eru vinsæl-
ir um þessar mundir, enda auð-
velt að dressa þá upp og niður
eftir aðstæðum,“ segir Hafdís og
lýsir þeim með eftirfarandi hætti:
„Sniðið er einfalt og kjólarnir stíl-
hreinir, nokkuð þröngir, ermalaus-
ir, með hlýrum og stundum stutt-
um ermum. Yfirleitt eru þeir ein-
litir eða nánast einlitir með örlitlu
mynstri. Fyrir jól er mikið um
dökka liti, svarta og bleikfjólu-
bláa tóna.“
Hún bendir á að Next hafi einn-
ig borist sending af peysukjól-
um. „Við erum líka með dálítið af
mussum því að þær eru alltaf vin-
sælar, og svo síða boli,“ segir hún
og bætir við að meira sé um lita-
gleði í mussunum en sparikjólun-
um. „Next er náttúrulega bresk
fatakeðja og allt sem í búðinni fæst
er í takt við breska tísku í dag.“
Þá kveður Hafdís stutta kjóla eft-
irsótta í ár. „Við erum með kjóla
sem eru mjög stuttir. Yfirleitt eru
þeir fyrir ofan hné. Einstaka kjól-
ar eru hnésíðir,“ segir Hafdís og
bendir á að þótt kjólarnir séu stutt-
ir og skvísulegir henti þeir konum
á öllum aldri, allt frá unglings-
stúlkum og upp úr, og séu á góðu
verði. Í versluninni sé þar að auki
að finna sérstaka kjóladeild fyrir
litlar skvísur.
Um jólin vilja allir skarta sínu fegursta og vera sparilegri
en allt árið um kring. Bæði vegna þess að það er gaman
að vera í takt við jólatréð og jólaskrautið, glitra í falleg-
um kertabjarma og spegla sig í jólatrénu en líka af því að
pallíettur og ísaumaðir skrautsteinar eru það allra heit-
asta í haust og vetur. Pallíetturnar eru reyndar ekki bara
bundnar við hlaðborðin og árshátíðirnar heldur hefur í
haust verið leyfilegt að vera í pallíettum við hvað sem er,
útsaumuð pallíettustígvél þykja til dæmis mjög við hæfi og
einnig treflar, vesti og stuttbuxur með pallíettum, ýmist
úr pallíettuefnum eða með nettum mynstrum hingað og
þangað.
Pallíetturnar eru ekki bara þessar hefðbundnu kringl-
óttu heldur líka ferkantaðar og ílangar flísar af spegilgjá-
andi skrauti. Semelíusteinarnir eru ekki eins þétt saumað-
ir í og áður heldur eru munstrin meira afgerandi og hver
einstakur steinn fær að njóta sín. Það ætti því að vera
flestum kappsmál að glitra í kapp við ljós og skreytingar
þessi jólin. - bb
Í haust hefur verið leyfilegt að klæðast pallíettum við hvað sem er.
Í kapp við jólaljósin
Idolstjarnan Kelly
Clarkson tekur sig
vel út í smekklega
semelíuskreyttum
stuttkjól.
Pallíettur
geta glitr-
að fallega
eins og
hreinustu
gersem-
ar.
Ekki eru allar pallíettur
kringlóttar heldur geta
þær líka verið ferkantaðar
og ílangar eins og flísar.
Klassískt á upp á pallborðið
Sigríður Hafdís Run-
ólfsdóttir, verslun-
arstjóri Next, segir
íslenskar konur kjósa
sígilda kjóla.
FRÉTTA
BLA
Ð
IÐ
/STEFÁ
N