Fréttablaðið - 26.11.2009, Síða 38
26. NÓVEMBER 2009 FIMMTUDAGUR
Þriðju tískuvikunni í Djakarta, höfuðborg Indónesíu, lauk í
síðustu viku. Hún stóð yfir í átta daga og er þegar orðin
einn stærsti tískuviðburður ársins þar í landi.
Þegar litið er yfir sviðið má glöggt sjá að þrátt fyrir
fjarlægðina við okkur Vesturlandabúana eru tísku-
straumarnir alls ekki svo frábrugðn-
ir því sem við eigum að venjast bæði
hvað varðar úrval í verslunum og hjá
íslenskum hönnuðum. Á sýning-
unni var mikið um púfferm-
ar og rykkt pils auk þess
sem fjólublái lit-
urinn var ríkj-
andi líkt og hér
heima. Að
þessu sinni
urðu þó jóla-
litirnir rauður,
hvítur og
grænn fyrir
valinu. - ve
Púffermar
og rykkt pils
Konur vilja nýja kjóla fyrir
þessi jól, segir Ruth Einars-
dóttir, verslunarstjóri Vero
Moda. Pallíettur ráða ríkjum í
kjólatískunni auk satínkjóla í
silfurlitu, svörtu, fjólubláu og
bláu.
„Pallíettur eru mjög áberandi fyrir
þessi jól en einnig fínlegir kjólar
úr satínefni,“ segir Ruth Einars-
dóttir, verslunarstjóri Vero Moda
í Kringlunni, um það sem hæst ber
í kjólatískunni um þessar mundir.
Litirnir sem eru vinsælast-
ir eru svartur, silfurlitur, fjólu-
blár og blár að sögn Ruthar. Hún
telur áberandi að konur vilji gera
vel við sig og kaupa sér nýjan kjól
fyrir þessi jól. Þá sé gott að gera
það í Vero Moda þar sem verðið
á kjólunum er hagstætt að henn-
ar mati.
„Mikið er um að mittislína kjól-
anna sé há og oft eru notuð belti við
þá,“ segir Ruth og bendir á að belt-
aúrvalið í versluninni sé mjög gott
og töluvert um að belti séu fallega
skreytt pallíettum eða silfurlitum
göddum.
Kjólarnir eru yfirleitt stutt-
ir, faldurinn rétt fyrir ofan hné.
Við þá kjóla segir Ruth að konur
séu í þykkum leggings og falleg-
um skóm. „Við erum með eitthvað
af skóm, til dæmis rokkaða banda-
skó með hæl sem eru mjög vinsælir.
Þeir eru í sesarstíl, opnir í tána með
þykku hælbandi, en við erum einnig
með fallega lakkskó,“ segir hún og
bætir við að tískan nú sé kvenleg en
einnig nokkuð rokkuð. „Til dæmis
er mikið til af grófu og rokkuðu
skarti,“ segir hún, sem bæði ungar
og eldri konur heillist af.
Viðskiptavinir Vero Moda eru á
öllum aldri. „Við erum með merkin
Only, Vero Moda, Pieces og Object,
þannig að hér versla allt frá tán-
ingsstúlkum og upp í eldri konur.
Ég er með fastakúnna sem eru vel
yfir sjötugt,“ áréttir Ruth. Yfir kjól-
ana fá konur sér síðan í miklum
mæli svokallaða bólerópeysu eða -
jakka sem bæði eru til síðerma og
hálferma.
Rokkaðir fylgihlutir í
bland við fínlegt satín
Ruth segir fjólubláa litinn vinsælan en auk þess eru pallíettur, satínefni og rokkaðir
fylgihlutir í tísku um þessar mundir. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Ekkert er nýtt
undir sólinni og
hafa púffermar
átt vinsældum að
fagna hér heima
líkt og í Indónesíu.
Indónesíski
hönnuðurinn
Oka Diputra
leikur sér
með kunnug-
leg form.
N
O
RD
ICPH
O
TO
S/A
FP
● Í STÆRRI STÆRÐUM Margar konur eru hræddar við jólakjólana, noti þær ekki
stærðir 34-40. Það er hins vegar mikill misskilningur að kjólar fari ekki konum sem nota stærri
stærðir. Nú fyrir jólin eru hlýralausir kjólar, með góðri brjóstalínu sem falla frjálslega niður
á hné eða eru í ökklasídd, mjög vinsælir. Þetta snið mótar líkamann án þess að þrengja að
honum; þannig að fela má fellingar líkamans, sem gera mörgum konum lífið leitt en eru að
sjálfsögðu bara hluti af fallegum líkama. Það eru ekki allir líkamar eins. Þetta snið dregur oft
fram hið besta hjá konum sem nota stærri stærðir en 40. Ermar er oft fallegar með.
Eins og
jóla-
brjóstsyk-
ur.