Fréttablaðið - 26.11.2009, Page 40
26. NÓVEMBER 2009 FIMMTUDAGUR8 ● fréttablaðið ● kjólar
Hún er ekki síður djörf í fatavali
en framkomu bandaríska söngkon-
an Beth Ditto sem tróð upp í þess-
um litskrúðuga kjól á tónleikum
hljómsveitarinnar Gossip í Köln á
dögunum.
Söngkonan hefur löngum verið
þekkt fyrir fríkaðan fatasmekk
og sendi fyrr á árinu frá sér eigin
fatalínu fyrir konur yfir kjörþyngd
sem ber þess skýr merki. Fatalín-
una vann hún í samstarfi við Evans
og samanstendur hún af þröngum,
mynstruðum kjólum, stuttum, að-
sniðnum jökkum og mynstruðum
hálsklútum og var seld á Netinu í
Bretlandi.
Sjálf segist Ditto einna helst
hallast að stjórnlausum lífsstíl
pönkara, og hefur reynt að endur-
spegla það með klæðaburði sínum
eins og sést ágætlega á meðfylgj-
andi mynd. - rve
Djarfur fata-
smekkur Ditto
Ditto er þekkt fyrir að stíga villtan dans
á tónleikum. NORDICPHOTOS/AFP
Leikkonan Natalie Portman tók
sig vel út þegar hún mætti í þess-
um kóngabláa kjól frá Grimace á
frumsýningu kvikmyndarinnar
Brothers í New York fyrr í vik-
unni.
Fjölmenni mætti á viðburðinn,
þar á meðal meðleikari Portman
úr Brothers, Toby Maguire sem er
mörgum að góðu kunnur úr kvik-
myndunum um Köngulóarmann-
inn. Portman þótti hins vegar
bera af í sínum stutta og hlýra-
lausa bláa kjól, sem ásamt fjólu-
bláum er einn vinsælasti liturinn í
vetur, og hafa ýmsar stjörnur sést
skarta honum á rauða dreglinum
að undanförnu. - rve
Í bláu dressi á
rauða dreglinum
Natalie Portman og Toby Maguire fara
með aðalhlutverkin í kvikmyndinni
Brothers. Hér mæta þau á frumsýningu
myndarinnar í New York fyrir skemmstu.
NORDICPHOTOS/AFP
Sannkallaður stjörnufans var á frumsýn-
ingu nýrrar heimildarmyndar um tísku-
kónginn Valentino Garavani í Mílanó
en hún kallast Valentino: The Last Emp-
eror. Eins og vænta má heiðruðu margir
hönnuðinn með því að klæðast einhverju
eftir hann á meðan aðrir höfðu sína henti-
semi.
Þannig klæddist ofurfyrirsætan
Naomi Campbell yfirhöfn úr haustlínu
Dolce & Gabbana sem vakti misjöfn við-
brögð viðstaddra. Einn gagnrýnenda lét
til að mynda þau orð falla að í
múnderingunni minnti Camp-
bell helst á ísbjörn sem væri
nýkominn af Norðurpólnum.
Franska fyrirsætan Nadege
du Bospertus hlaut öllu já-
kvæðari viðbrögð en hún
mætti á sýninguna í stutt-
um svörtum kjól með
veski í stíl. Ekki fylg-
ir sögunni hver hann-
aði kjólinn. - rve
Mikið um dýrðir á nýrri
mynd um tískukóng
Breska fyrirsætan Naomi Campbell mætir til leiks
ásamt kærastanum, auðkýfingnum Vladislav
Doronin. Franska fyrirsætan Nadege du Bospertus á
frumsýningu Valentino: The Last Emperor.
NORDICPHOTOS/AFP