Fréttablaðið - 26.11.2009, Page 48
BAKÞANKAR
Dr. Gunna
32 26. nóvember 2009 FIMMTUDAGUR
■ Pondus Eftir Frode Øverli
■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman
■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes
■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman
Úrslitarimman, tvær
valkyrjur berjast
upp á líf og dauða
Elsa
Eigum við ekki
bara að semja
um jafntefli. Við
getum síðan bara
skipt með okkur
gull vöfflunni, haft
hana til skiptis
Og
skiljum
sem vin-
konur?
Nákvæm-
lega.
Held
ekki.
Sigurveg-
arinn er
fundinn.
Ég, Stanislav og Pierce
vorum eitthvað að atast
út af þessari „óléttu-viku“
þannig að við vorum
valdir til að bera þetta.
Og er
bumban
alveg full?
Já, þetta er
sandpokki og
þetta er hrika-
lega þungt,
þetta er örugg-
lega tonn að
þyngd.
Maður á að upplifa
hvernig það er að
vera óléttur og ég á
að vera með þetta í
heilan dag til að skilja
hvernig það er að vera
ólétt.
Og?
Þú skalt ekki
búast við
einhverjum
barnabörnum í
náinni framtíð.
„Önnur leið til
að segja fólki
að þú sért með
ímyndunar-
veiki“
Vei,
bæklingar!!!
Ó guð,
þetta
tímabil!
Komdu
bara með
líkkistuna.
Mig skortir sannfæringu. Ég get aldrei verið alveg hundrað pró-
sent viss um eitthvað. Jú, jú, hvern-
ig læt ég. Hitler hafði rangt fyrir sér,
íslenska fjármálaútrásin var geðveiki
og Bítlarnir eru betri en Stóns. En ég
meina, svona í sambandi við málefni
sem er búið að vera að tönglast á hérna
árum saman: Ég get aldrei komist á ein-
hverja skoðun og verið alveg rosalega
ákveðinn á henni. Ég get ekki einu sinni
kosið sama flokkinn aftur og aftur.
ÉG HELD að margir – gott ef ekki
flestir – landsmenn séu svona. Og
svo eyðum við tímanum í að hlusta
á fólk sem er sannfært í skoðunum
sínum. Fyrst á einn sem hefur eina
skoðun og svo á annan sem hefur
aðra skoðun. Þó oftast á þá báða í
einu því þeir geta sjaldnast þagað á
meðan hinn talar. Og þetta fólk
skiptir aldrei um skoðun af
því það er svo rosalega með
allt á hreinu.
SVONA var þetta með
Kárahnjúka. Það var nú
ekki röflað neitt smá um
það helvíti á sínum tíma.
Sama hvað ég rembd-
ist við að hafa upplýsta
skoðun um málið þá gat ég bara alltaf
skilið bæði sjónarmiðin. Skildi alveg
fólkið sem vildi endilega fá fasta vinnu
í verksmiðju, sem var svaka umhverf-
isvæn. Að minnsta kosti miðað við kola-
bræðslur í svörtustu Afríku. Og ég
skildi líka fólkið sem vildi ekki leggja
ósnortið land undir forljóta reykspúandi
blikkdósagerð. Þó þetta væri ekkert sér-
stakt land fyrr en daginn áður en átti að
eyðileggja það. Ég var alltaf fiftí fiftí
sannfærður. Og ég átti alltaf í vand-
ræðum með þetta. Fannst ekki alveg
nógu töff að geta ekki verið viss. Las
Draumalandið en allt kom fyrir ekki.
Ég sé mig komast í sömu valþröngina
þegar farið verður að röfla um Evrópu-
sambandið og hvort við eigum að ganga
í það. Og allt hitt kjaftæðið sem er ætl-
ast til að ég hafi skoðun á.
AUÐVITAÐ þykir mest töff að vera
alveg rosalega viss. Helst á maður að
vera svaka reiður líka. Því mest töff
eru þeir sem eru alltaf svaka reiðir og
svaka vissir og í stanslausum baráttu-
hug fyrir því sem þeir eru vissir um.
Það er annaðhvort eitthvað að þessu
fólki eða að mér fyrir að skorta sann-
færingu. Mér finnst bara svo asnalegt
að vera reiður. Sérstaklega á almanna-
færi.
Sannfæringarskorturinn
WWW.BREIK.IS/ISOLD
Þú gætir unniÐ EINTAK!
SendU SMS skeytiÐ
EST VBV á númeriÐ 1900
vinningar eru:
Ísöld 3 á dvd, aðar dvd myndir,
bíómiÐAR, GOS og margt fleira
Vinsælasta teiknimynd ársins
Vinningar verða afhentir í ELKO Lindum.199 kr/skeytið.
Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb.
Á DVD
og blu-ray
26. NÓVEMber!
9. hvervinnur!