Fréttablaðið - 26.11.2009, Qupperneq 52
36 26. nóvember 2009 FIMMTUDAGUR
menning@frettabladid.is
ath. kl. 20.
Þá verður uppákoma í tengslum við
sýninguna André Kértész Frakkland
– landið mitt / Ma France. Boðið
verður upp á ljóðalestur og tónleika.
Sigurður Pálsson rithöfundur les
upp ljóð í anda sýningarinnar og svo
verður boðið upp á tónleika harm-
onikkutríósins Tríó Vadim Fedorov
sem spilar franska musett- og vals-
sveiflu í bland við heims- og djass-
tónlist. Auk harmonikkuleikarans
Vadims Fedorov er tríóið skipað
þeim Gunnari Hilmarssyni gítarleik-
ara og Leifi Gunnarssyni á kontra-
bassa.
> Ekki missa af
Utan gátta eftir Sigurð Pálsson
sem hefur reynst aðsóknar-
drjúgt. Það eru aukasýningar
í kvöld og á fimmtudag eftir
viku. Þá verða sýningar orðnar
34 en þær fara fram í Kassa
Þjóðleikhússins.
ReykjavíkurAkademían efnir til síðdegis-
umræðu í dag kl. 16 í húsnæði sínu við
Hringbraut þar sem sérfræðingar halda
áfram að bollaleggja um hvern hafi
fyrstan rekið hingað norður. Lengi hefur
staðið styr um kenningar sem verulega
hafa hróflað við viðteknum hugmynd-
um um upphaf landnáms á Íslandi.
Þessar kenningar hafa verið settar fram
á grunni aldursgreiningar á kolefni,
svokallaðrar C14 aðferðar. Nýlega
birtist grein í Skírni eftir Pál Theódórs-
son eðlisfræðing þar sem hann heldur
þessum hugmyndum á lofti og vakti hún
nokkra athygli fjölmiðla og andmæli
fræðimanna.
Kenningar um landnám Íslands, upphaf
þess og framvindu byggjast á samleik
margra fræðigreina. Enn virðist þó
ekki vera almenn samstaða
um hvernig nota beri C14-aðferðina í þessu
samhengi.
Því blæs ReykjavíkurAkademían til
umræðufundar um efnið í von um að
bregða megi ljósi á vandann og leita leiða til
að stilla saman krafta ólíkra fræðigreina. Þar
mætir Páll Theódórsson eðlisfræðingur og
held- ur erindi um kenningar
sínar. Eftirtaldir bregðast
stuttlega við erindi hans:
Árný Sveinbjörnsdóttir
jarðfræðingur, Kristján
Mímisson fornleifafræð-
ingur, Viðar Pálsson sagnfræð-
ingur og Þorsteinn Vilhjálmsson,
eðlisfræðingur og vísindasagnfræð-
ingur. Eftir kaffihlé sitja frummæl-
endur í pallborði og er vonast eftir
líflegum og málefnalegum umæðum
með þátttöku gesta.
Ingólfur og fylgifiskar hans
Annað kvöld er seinni
skammturinn af dansverk-
um á Djammviku Íslenska
dansflokksins. Með Djamm-
viku er Íslenski dansflokk-
urinn að gefa nýjum höf-
undum tækifæri til að vinna
með flokknum og einnig
er þetta vettvangur til að
þróa og prófa nýja tækni og
aðferðir við sköpunina.
Listafólkið sem Íslenski dans-
flokkurinn (ÍD) hefur fengið til
liðs við sig og sýnir verk sín á
morgun eru þau tvíeykið Stein-
unn Ketilsdóttir og Brian Gerke,
en þetta er í fyrsta sinn sem þau
vinna með flokknum, og Peter
Anderson, danshöfundur og dans-
ari hjá flokknum, sem á eitt verk
á dagskránni. Verkin kalla þau
Brian Gerke og Steinunn Ketils-
dóttir Heilabrot, Peter Anderson
nefnir sitt Kjúklingur í sauða-
gæru.
Tvíeykið Brian Gerke og Stein-
unn Ketilsdóttir hafa skapað og
dansað saman síðan árið 2007
og hefur afrakstur þessa sam-
starfs verið hnyttin og kaldhæð-
in verk, oft á tíðum skemmtilega
ýkt en samt persónuleg. Persón-
urnar sem þau skapa eru fyndn-
ar og kjánalegar á yfirborðinu, en
þegar dýpra er kafað þá koma í
ljós mannlegir brestir, hræðsla,
óöryggi og einmanaleiki. Brian
og Steinunn hafa undanfarin þrjú
ár einvörðungu samið dúetta sem
þau dansa í sjálf. Með verki sínu
Heilabrot eru þau að taka skref í
nýja átt þar sem þetta er í fyrsta
sinn sem þau skapa verk fyrir
aðra dansara og koma ekki sjálf
fram.
Kjúklingur í sauðargæru er
nýjasta afurð Peters Anderson
fyrir Íslenska dansflokkinn. Peter
hefur verið fastráðinn dansari hjá
ÍD frá 2001 en hann er fjölhæfur
listamaður á sviði dans, myndlist-
ar og kómedíu. Verk Peters eiga
rætur sínar að rekja í dansleik-
húsið og hafa einkennst af létt-
leika og kaldhæðni en velta á
sama tíma fram dýpri spurning-
um. Umfjöllunarefnið að þessu
sinni er „sársaukalaust grín“.
Sýningar á dagskránum tveim-
ur verða endurteknar 28. nóvem-
ber. pbb@frettabladid.is
Djammað meir í dansinum
LISTDANS Frá æfingu á verki Steinunnar og Brians. MYND ÍD
Auglýsingasími
– Mest lesið
Miðasala í síma 555 2222 og á midi.is
Síðustu sýningar
lau 28. nóv kl. 20 / sun 29. nóv kl. 20 / lau 5. des kl. 20
„skemmtileg sýning“ EB, Fréttablaðið, 5. okt.
„mælum með sýningunni. Bæði til þess að hlæja, og til
þess að finna til.“ Ynja.net
í Hafnarfjarðarleikhúsinu
FYRIR FRAMAN ANNAÐ FÓLK
eftir Kristján Þórð Hrafnsson
MEÐAL HÖFUNDA ERU:
Matthías Johannessen
Guðni Elísson
Úlfhildur Dagsdóttir
Jón Ólafsson
Þorsteinn Antonsson
Hermann Stefánsson
Hallgrímur Helgason
Kristín Eiríksdóttir
Ritstjóri TMM er Guðmundur Andri Thorsson
Nýtt hefti af
Tímariti
Máls og menningar
er komið út