Fréttablaðið - 26.11.2009, Blaðsíða 60

Fréttablaðið - 26.11.2009, Blaðsíða 60
44 26. nóvember 2009 FIMMTUDAGUR folk@frettabladid.is Nýlega gaf Filmus út Atvinnumenn- ina okkar á DVD, alla þætti Auðuns Blöndals um íslenska atvinnumenn í íþróttum sem voru sýndir á Stöð 2 Sport. En það sem meira er: Atvinnu- mennirnir okkar eru líka gefnir út á VHS-spólum. Þetta er að öllum lík- indum fyrsta VHS-spólan sem hér kemur út í langan tíma. „Við ákváð- um bara að gera þetta því við feng- um svo margar fyrirspurnir,“ segir Arnar Knútsson hjá Filmus. „Þetta kom rosalega á óvart því maður hélt að DVD-ið væri alveg búið að sigra spóluna. Það er samt ennþá fólk sem vill frekar gömlu spóluna.“ Spólufólkið notar svipaða rök- semdafærslu og fólk sem kýs vínyl fram yfir geisladiska. „Menn segja að stafræn myndgæði DVD-disksins séu köld og hörð og finnst vanta þá mýkt sem VHS-spólan er með,“ segir Arnar. „Ég get svo sem alveg tekið undir þetta því sjálfur á ég yfir 25 ára gamlar VHS-spólur og nýt þess enn að setja þær í tækið.“ VHS-útgáfan af Atvinnumönnun- um okkar er framleidd í takmörk- uðu upplagi og kostar aðeins meira en DVD-ið, enda framleiðslukostnað- urinn hærri. Spólan er aðeins fáan- leg í Nexus á Hverfisgötu. „Þeir tóku þessu fagnandi,“ segir Arnar. „Þar hafa menn skilning á svona skringi- legheitum og bera virðingu fyrir þeim.“ - drg Atvinnumennirnir á VHS-spólum MÝKRI MYND Arnar Knútsson með Atvinnu- mennina okkar á spólu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Útgáfuhóf var haldið í Eymundsson á dögunum til að fagna ævisögunni Mynd af Ragnari í Smára sem Jón Karl Helgason ritaði. Jón Karl hefur um árabil rann- sakað líf Ragnars í Smára, sem var goðsögn í lifanda lífi. Hann var áberandi í íslensku menningarlífi um áratugaskeið og átti hann í góðu sambandi við helstu listamenn þjóðarinnar. FÖGNUÐU NÝRRI ÆVISÖGU Útgefandinn Páll Valsson og Þorgerður Agla Magnúsdóttir fögnuðu ævisögunni um Ragnar í Smára.Rithöfundurinn Einar Kárason og blaðamaðurinn Kolbrún Bergþórsdóttir voru brosmild. Ívar Eric og Gunnar Ragnarsson voru á meðal gesta. Viðar Hreinsson, framkvæmdastjóri Reykjavíkurakademíunnar, og Þorvaldur Gylfason hagfræðiprófessor mættu í útgáfuhófið. Jón Karl Helgason (til hægri), sem skrifaði ævisögu Ragnars í Smára, ásamt Gunnari Sigurðssyni. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Sönghópurinn Þrjár raddir klæðist sérhönnuðum kjólum frá fatahönn- uðinum Birtu Björnsdóttur þegar hann kemur fram á jólahlaðborði í Turninum í Kópavogi. „Við erum gallharðir aðdáendur og okkur lang- aði að spyrja hana um þetta. Við bjuggumst við að fá neitun en hún tók voða vel í þetta og sérsaumaði fyrir okkur allar,“ segir söngkonan Kenya. „Við byrjuðum á jólahlaðborðinu um síðustu helgi. Önnur hver manneskja spurði okkur hvar væri hægt að kaupa diskinn okkar. Hin spurði hvar væri hægt að fá þennan kjól,“ segir hún og hlær. Sönghópurinn gaf fyrir skömmu út sína fyrstu jólaplötu, þar sem raddirnar eru einu hljóðfærin. „Þetta eru klassísk og ný jólalög, öll í okkar útsetningum,“ segir Kenya. Á meðal laga á plötunni eru Bráð- um koma blessuð jólin, Ljósadýrð og Nú er Gunna á nýju skónum. „Við byrjuðum sem jólatríó en stækkuðum svo í beatbox-hljómsveit. Okkur fannst flott að gefa út jólaplötu til að fullkomna hringinn.“ Útgáfutónleikar Þriggja radda verða haldnir í Salnum í Kópavogi á sunnudag- inn klukkan 18 og fást miðar á Midi.is. - fb Í kjólum frá Birtu Í KJÓLUNUM Kenya, Sandra og Inga Þyri í nýju kjólunum ásamt beatbox- aranum Bjarti Guðjónssyni. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA > FÉLL FYRIR CHASE Kynbomban Shauna Sands sagði nýlega að hún hefði verið fyrsta ástin í lífi Gossip Girl-leikarans Chace Craw- ford. Þau kynntust þegar hann var átján og hún 32 ára. „Hann var svo guðdóm- lega fallegur, ég varð strax ástfangin,“ sagði Sands og bætir við að þau hafi átt í árs- löngu sambandi. PI PA R\ TB W A • S ÍA • 9 2 1 3 8 Höfðabakka 9 & Skipholti 19 Sími 577-1300 Í tilefni af „Thanksgiving“ Í tilefni af þakkargjörðarhátíðinni, Thanksgiving, sem haldin er hátíðleg í Ameríku, bjóðum við upp á ekta, klassíska kalkúnaveislu sem slær allt út. Grilluð kalkúnabringa kjöt- og brauðfylling, maís, eplasalat, trönuberjasulta og „gravy“. Verð 2.990 kr. íslensk hönnun og handverk Strandgötu 43 | Hafnarfirði Sími 565 5454 | www.fridaskart.is Auglýsingasími – Mest lesið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.