Fréttablaðið - 26.11.2009, Page 66

Fréttablaðið - 26.11.2009, Page 66
 26. nóvember 2009 FIMMTUDAGUR GÓÐAR FRÉTTIR Frídreifing verður áfram á höfuðborgarsvæðinu, suðvestur- horninu, Akranesi, Reykjanesi, Akureyri, í Borgarnesi og Árborg. Nú verður Fréttablaðið líka aðgengilegt í öllum öðrum landshlutum og fæst í lausasölu á kostnaðarverði. Þeir sem hafa áhuga á að fá blaðið til sölu á kostnaðarverði vinsamlegast hafi samband við Pósthúsið í síma 585 8300. Hér færðu Fréttablaðið á kostnaðarverði: Nú er Fréttablaðið aðgengilegt hringinn í kringum landið. Ásbyrgi Verslunin Ásbyrgi Bakkafjörður Mónakó Baula Verslun Blönduós N1 Potturinn og pannan Dalvík N1 – Olís Egilsstaðir N1 Eskifjörður Shell skáli Kría veitingastaður Fellabær Olís Hella Olís Hellissandur Hraðbúð N1 Shell Húsavík N1 – Olís – Shell skáli Hvolsvöllur N1 – Söluskálinn Björk Höfn N1 – Olís Ísafjörður N1 Kópasker Búðin Kópasker Hrísey Eyjaljósið Neskaupstaður Olís Ólafsfjörður Olís Ólafsvík N1 – Olís Patreksfjörður Grillskálinn Patreksfirði N1 Raufarhöfn Verslunin Urð Reyðarfjörður N1 – Olís – N1 Rif Umboð Shell / Tandur Sauðárkrókur N1 – Shell skáli Hlíðarkaup Siglufjörður Olís Skagaströnd Olís Staðarskáli N1 Stykkishólmur Bónus – Olís – Bakarí Stöðvarfjörður Brekkan veitingastaður Víðigerði Verslunin Víðigerði Vík N1 Vopnafjörður N1 Þórshöfn N1 Allt sem þú þarft... Hægt er að fá Fréttablaðið sent frítt í tölvupósti á morgnana eða nálgast það á Visir.is. Patreksfjörður Bakkafjörður Hrísey Grundarfjörður Grundarfjörður Hrannarbúð HANDBOLTI Haustið hefur verið annasamt hjá handboltaþjálfaran- um Degi Sigurðssyni. Hann er nú á sínu fyrsta tímabili sem þjálf- ari þýska úrvalsdeildarfélagsins Füchse Berlín auk þess sem hann hefur áfram sinnt starfi þjálfara austurríska landsliðsins. Austurríkismenn eru nú að und- irbúa sig af fullum krafti fyrir Evrópumeistaramótið í handbolta sem haldið verður þar í landi í janúar næstkomandi. Ísland er einmitt með Austurríki í riðli þar sem Dagur mun mæta mörgum af sínum gömlu félögum í landslið- inu. „Jú, það hefur verið nóg að gera,“ segir Dagur í léttum dúr. „Það er líka spilað þétt þessa dag- ana og því í nógu að snúast. Það hefur gefist lítill tími fyrir lands- liðið en ég var þó með liðið í heila viku þegar við spiluðum á æfinga- móti í Linz.“ Vann Serdarusic í fyrsta leik Þar báru Austurríkismenn sigur úr býtum og unnu til að mynda sterkt lið Slóvena í fyrsta leik liðs- ins undir stjórn Noka Serdarusic, fyrrum þjálfara Kiel. „Ég tel að liðið sé á ágætisróli. Við eigum okkar vandamál eins og öll önnur lið en helst er það að við erum ekki með jafn sterkt lið og önnur í okkar riðli. Markmiðið er auðvitað að komast upp úr riðl- inum en hvort það er raunhæft get ég ekki fullyrt um. Austurríki er með lakasta liðið á pappírnum en á móti kemur að við verðum á heimavelli og það getur vel unnið með okkur,“ segir Dagur. Upphaflega samdi Dagur um að stýra liðinu fram yfir EM en þó svo að því verkefni sé ekki lokið vilja forráðamenn austurríska handboltasambandsins halda Degi sem landsliðsþjálfara. Tímafrekt að þjálfa tvö lið „Mér hefur verið boðið að halda áfram með liðið og ég hef verið svolítið að teygja lopann. Ég vil sjá fyrst hvernig hlutirnir þróast hér og hvort ég treysti mér til að vera áfram með bæði lið áður en ég svara. Það þekkist þó vel enda er ég ekki sá eini sem gerir þetta í þýsku úrvalsdeildinni. En þetta er afar tímafrekt og einhvern tímann verður maður að geta hlaðið batt- eríin og tekið sér frí.“ Dagur segir að almenn ánægja sé með gengi austurríska lands- liðsins. „Þeir eru ánægður með hvað það virðist vera góður brag- ur á liðinu. Hingað til hefur aust- urríska landsliðið ekki þótt merki- legur pappír en við höfum verið að standa í sterkum liðum þegar við spilum vel og erum ef til vill örlít- ið vanmetnir. En það þarf líka hafa það í huga að við höfum bara verið að spila æfingaleiki og allir mínir leikmenn hafa enga reynslu af því að spila á stórmótum. Ég veit vel hvað það getur verið erfitt og mik- ilvægt að menn séu með hausinn í lagi í slíkum törnum.“ Hann á þó von á því að svara Austurríkismönnum fyrir ára- mót. „Það er svo sem ekkert stress vegna málsins en ég á von á því að fá símtal fljótlega þar sem ég verð væntanlega krafinn um svar.“ Skrýtið að mæta æskufélögunum Hinn 21. janúar næstkomandi munu Austurríki og Ísland eigast við á EM. Dagur getur ekki neitað því að það verði sérstök upplifun fyrir sig. „Ég á marga góða vini í liðinu og sumir þeirra eru æskuvinir, eins og Ólafur [Stefánsson] og Óskar Bjarni [Óskarsson, aðstoðarþjálf- ari]. Ég ólst upp með þessum strák- um og það verður sérkennilegt að mæta þeim í þessum leik.“ En skyldi hann fá samvisku- bit ef honum tekst að vinna sigur á íslenska liðinu og jafnvel sjá til þess að Ísland komist ekki áfram í milliriðlakeppnina? „Nei, það held ég ekki. Þetta snýst fyrst og fremst um að vinna leikina óháð því hver andstæðing- urinn er og þeir komast áfram sem eiga það skilið.“ eirikur@frettabladid.is Austurríkismenn vilja halda Degi sem landsliðsþjálfara Degi Sigurðssyni hefur verið boðið að halda áfram sem landsliðsþjálfari Aust- urríkis eftir að EM lýkur. Hann er einnig þjálfari Füchse Berlin í Þýskalandi. Á HLIÐARLÍNUNNI Dagur Sigurðsson stýrir sínum mönnum í Füchse Berlín. NORDIC PHOTOS/BONGARTS FÓTBOLTI Breskir fjölmiðlar greindu frá því í gærkvöldi að Avram Grant yrði líklega form- lega tilkynntur sem nýr knatt- spyrnustjóri Portsmouth en Paul Hart var sem kunnugt er rekinn sem stjóri liðsins á þriðjudag. Um innanbúðarskipti yrði að ræða þar sem Grant var skipaður yfir- maður knattspyrnumála hjá Port- smouth í október. Þá hefur Hart verið boðið að starfa áfram hjá félaginu sem tæknilegur ráðgjafi hjá unglingaliðum þess. Darren Ferguson og Alan Cur- bishley hafa einnig verið nefndir til sögunnar í tengslum við stjóra- stöðuna hjá Portsmouth en Grant mun vera efstur á óskalista for- ráðamanna félagsins. Hinn 54 ára gamli Grant var fyrst ráðinn yfirmaður knatt- spyrnumála hjá Portsmouth árið 2006 en stoppaði þá stutt við hjá félaginu og tók við sama hlutverki hjá Chelsea árið 2007. Grant tók svo við knattspyrnustjórn Lund- únafélagsins þegar José Mour- inho hvarf á braut í september árið 2007 og stýrði því alla leið í úrslitaleik Meistaradeildarinn- ar, til deildarbikarstitils og harðr- ar titilbaráttu gegn Manchester United í deildinni. Grant er reyndar enn að bíða eftir því að fá atvinnuleyfi á Eng- landi en samkvæmt heimildum BBC-fréttastofunnar ætti það að geta gengið í gegn fyrir helgi. Á laugardag fær Portsmouth Eng- landsmeistara Manchester United í heimsókn á Fratton Park. Hermann Hreiðarsson leik- ur sem kunnugt er með Port- smouth en félagið er sem stendur í botn sæti deildarinnar. - óþ Portsmouth leitar líklega ekki langt yfir skammt til að finna eftirmann Harts: Grant tekur líklega við liðinu AVRAM GRANT Þykir líklegastur sam- kvæmt breskum fjölmiðlum til þess að taka við Portsmouth. NORDIC PHOTOS/AFP

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.