Fréttablaðið


Fréttablaðið - 26.11.2009, Qupperneq 70

Fréttablaðið - 26.11.2009, Qupperneq 70
54 26. nóvember 2009 FIMMTUDAGUR Margur kvikmyndaáhugamaður- inn var harmi sleginn þegar Laug- arásvídeó brann í lok sumars. Þeir sömu geta nú andað léttar því leigan mun opna aftur á sama stað. „Þetta leit hrikalega út og maður var ansi svartsýnn. Hélt hreinlega að 23 ára starf væri farið forgörð- um á einni nóttu,“ segir Gunnar Jósefsson, eigandi Laugarásvídeós. „Þetta slapp þó betur en á horfðist því allavega fjörutíu prósent af dvd- diskunum eru í lagi. Maður er búinn að vera að þrífa, pússa og setja disk- ana í ný umslög í þrjá mánuði núna og svo náttúrulega bara að panta inn efni á fullu. Það er verið að koma húsnæðinu í samt lag og við stefnum á að opna aftur 12. desember næst- komandi. Það verður hátíð. Hljóm- sveitir að spila og snittur!“ Margir tóku brunann nærri sér og netsíðan Kvikmyndir.is setti söfnun í gang. „Það söfnuðust nokkrir hundr- aðkallar sem nýttust vel í endurupp- bygginguna,“ segir Gunnar. Hann er viss um að Laugarásvídeó muni halda sérstöðu sinni og stefnir á að geta fljótlega staðið undir slagorði leigunnar og verið með stærsta dvd- safn landsins. Það vita færri að Laugarásvídeó starfrækir útibú í Borgarnesi. „Ég byrjaði fyrir jól í fyrra að keyra á Laugarásvídeó-bílnum til Borgar- ness með fullt af diskum,“ segir Anna Ólöf Kristjánsdóttir, sem sér um Borgarnesútibúið. „Við leigð- um okkur bara íbúð – það var nóg af tómum íbúðum í Borgarnesi – og rákum leiguna þaðan til að byrja með. Vorum með afgreiðslukass- ann inni í eldhúsi. Leigan var bara opin um helgar en þetta mæltist svo vel fyrir að við ákváðum að opna í varanlegu húsnæði að Borgarbraut 52 og erum búin að vera þar síðan í mars. Þessi leiga er náttúrulega eitthvað öðruvísi en leigan í bænum, með minna úrval, en mikið af diska- safninu bjargaðist úr eldinum af því diskarnir voru í Borgarnesi.“ - drg Laugarásvideó rís úr öskustónni 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 BESTI BITINN Í BÆNUM Flestir ljósvaka- og netmiðlar greindu í gær frá dularfullum hópi kvikmynda- gerðarmanna sem lét hvorki kulda né kaldan vind aftra sér frá því að skella sér ofan í Tjörnina í miðbæ Reykja- víkur. Svo leynd- ardómsfull var þessi sundferð að meira að segja lögreglan gat ekki gefið það upp hverjir voru þar á ferðinni. Sú fiskisaga flaug hins vegar hátt að þetta hefði verið tökulið Skaupsins og að þarna hafi átt að gera grín að frækinni björgun Fjölnis Þorgeirs- sonar sem vissulega var einn af hápunktum síðasta árs. Og ný kitla úr kvikmyndinni Bjarn- freðarson er komin á YouTube. Myndin er lokapunkturinn í sög- unum um þetta víðfræga þríeyki; Ólaf Ragnar, Daníel og Georg Bjarnfreðarson sem er auðvitað miðpunktur myndarinnar. Kitlan gefur nokkuð góða mynd af söguþræðinum sem hingað til hefur ekki öllum verið ljós. Ef marka má kitluna flytja þeir Georg og Ólafur Ragnar inn á Daníel sem nú virðist hafa reynt við læknisfræðina. Þetta hefur auð- vitað í för með sér tilheyrandi árekstra en atriðin benda til þess að þarna sé á ferðinni sannkallaður grínsmellur. - fgg FRÉTTIR AF FÓLKI SLAPP BETUR EN Á HORFÐIST Gunnar Jósefsson opnar Laugarásvideó aftur í desem- ber. Hann stefnir á að geta boðið aftur upp á stærsta dvd-safn landsins. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR „Mér finnst veitingastaðurinn Núðluskálin á Skólavörðustíg mjög góður. Hitt uppáhaldið mitt er svo Grænt og grillað á Selfossi, en þar er hægt að fá rosalega góða grænmetisrétti.“ Ragnheiður Eiríksdóttir, hjúkrunarfræð- ingur og prjónakona. LÁRÉTT 2. hærri, 6. úr hófi, 8. hlaup, 9. stormur, 11. tvö þúsund, 12. digurmæli, 14. hrinding, 16. drykkur, 17. rjúka, 18. munda, 20. í röð, 21. steypuefni. LÓÐRÉTT 1. harmur, 3. skóli, 4. streitast, 5. angan, 7. formaður, 10. lítið býli, 13. átti heima, 15. laun, 16. taumur, 19. frá. LAUSN „Ég flækti fótinn í einhverri stól löpp og hrasaði bara,“ segir Þórhall- ur Sigurðsson, betur þekktur sem Laddi. Hann úlnliðsbrotnaði heima hjá sér og er nú með vinstri hönd- ina í gifsi. „Ég bar hana fyrir mig en maður er víst ekki jafn liðugur og í gamla daga heldur hlunkaðist ég bara niður með þessum afleið- ingum.“ Að sögn Ladda tekur brot- ið sex vikur að gróa og hann þakk- ar guði fyrir að hann var ekki búinn að panta sér golfferð eitthvert suður á bóginn. „Nei, ég ætlaði reyndar að skoða það, að komast í golfferð þegar þessari törn lýkur loksins. Ég verð bara vonandi búinn að ná mér nógu snemma til að geta farið upp úr áramótunum.“ Þetta er reyndar í annað sinn á þessu ári sem Laddi slasar sig því hann marðist á rif- beini við tökur á slagsmálasenu fyrir kvikmyndina Jóhannes. Og brotið hefði ekki getað komið á verri tíma því leikarinn er jú önnum kafinn við að bregða sér í allra kvik- inda líki í jólasýningunni Skröggur sem sýnd er í Loftkastalanum. Þar leikur Laddi öll hlutverkin og því var ekki hægt að fá neinn staðgeng- il til að hlaupa í skarðið. „Ég læt mig bara hafa það, leik þetta með höndina svona þótt þetta séu tvær sýningar.“ Til að bæta gráu ofan á svart er hann einnig veislustjóri á jólahlaðborði Hótels Sögu um helg- ina en það er engan bilbug á leikar- anum að finna, hann hyggst bíta á jaxlinn og láta sig hafa það. Þegar Fréttablaðið náði tali af leikaranum í gær var hann hins vegar staddur í tökum á Áramóta- skaupinu. Og úlnliðsbrotið kom þar loksins að góðum notum ef svo mætti segja því hann leikur sjálf- an forsetann, Ólaf Ragnar Gríms- son. „Já, gifsið kom ekki að sök þar heldur passar bara vel við hlutverk- ið, hann er hvort eð er alltaf í fatla annað slagið.“ freyrgigja@frettabladid.is LADDI: LEIKUR FORSETANN Í SKAUPINU LADDI LÆTUR ÚLNLIÐS- BROT EKKI STOPPA SIG BROTNAÐI HEIMA Laddi flækti sig í stóllöpp og setti vinstri höndina fyrir sig með þeim afleiðingum að hann úlnliðsbrotnaði. Hann ætlar þó að bíta á jaxlinn og leika Skrögg í Loftkastalanum um helgina. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA „Við erum búnir að leggja inn skriflega beiðni um styrk upp á 300 þúsund krónur fyrir kaupum á kertum frá Sólheimum í Grímsnesi. Við höfum fengið staðfestingu á að þeir hafi móttekið bréfið en þetta virðist eitthvað standa í þeim,“ segir Úlfar Eysteinsson, matreiðslumeistari á Þremur Frökk- um. Fréttablaðið hefur að undanförnu fylgst með Úlfari og félaga hans, Tómasi Tómassyni á Ham- borgarabúllunni, og mótmælum þeirra við háum stýrivöxtum Seðlabankans. Þeir ætla ekki að raka sig fyrr en vextirnir eru komnir niður fyrir tíu pró- sent en þetta eru vafalítið ein friðsælustu mótmæli sem sögur fara af. Nú er hins vegar tími aðgerða runninn upp og mótmælabræðurnir ætla að klæða sig upp í jóla- sveinabúning, keyra um Reykjavík á hestvagni og gefa börnum borgarinnar kerti og spil. Úlfar upp- lýsir að þeir séu þegar komnir með hestvagninn, hestinn sem á að draga hann og jólasveinabúning- ana. „Þá erum við búnir að fá þúsund spilastokka frá Flugleiðum en okkur vantar styrkinn fyrir kertunum. Vonandi kemur hann frá Seðlabankan- um en annars förum við bara einhverja aðra leið,“ útskýrir Úlfar en kokkarnir ætla meðal annars að heimsækja Barnaspítala Hringsins. Næsti stýrivaxtafundur Seðlabankans verð- ur 10. desember ef marka má heimasíðu bankans en Úlfar er ekki bjartsýnn á að þeir geti rakað af sér skeggið. Jafnvel þótt vextir verði lækkaðir niður fyrir tíu prósentin. „Nei, við ætlum að leika jólasveina á jólaballi Flug- leiða í staðinn fyrir spilastokk- ana og mér skilst að það sé ekki fyrr en milli jóla og nýárs.“ - fgg JÓLASVEINAAÐGERÐIN Úlfar og Tómas ætla að klæða sig upp sem jólasveinar á annan í aðventu og gefa börnun- um bæði kerti og spil. LÁRÉTT: 2. efri, 6. of, 8. gel, 9. rok, 11. mm, 12. grobb, 14. stjak, 16. te, 17. ósa, 18. ota, 20. tu, 21. gifs. LÓÐRÉTT: 1. sorg, 3. fg, 4. rembast, 5. ilm, 7. forseti, 10. kot, 13. bjó, 15. kaup, 16. tog, 19. af. Kokkarnir vilja fá styrk frá Seðlabanka
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.