Veðrið - 01.04.1963, Qupperneq 12
Descmber. Fram að jólum var umhleypingasamt á sunnan- og vestanverðu
landinu, tíðum hvasst af vestri og suðri með miklu úrfelli.
Á norðaustanverðu landinu var hins vegar góð tíð og úrkomulítið.
Þann 22. var sunnan stormur og víða mikil rigning. Sums staðar urðu þá
skemmdir af skriðuföllum og vatnagangi; hitinn á Dalatanga fór yfir 14 stig.
Á jóladag skipti um, og hófst þá þriggja vikna kafii með frosti og stillu uni
allt land.
Janúar. Framan af var sífellt bjart og kyrrt veður með talsverðu frosti. Sjötti
var kaldasti dagur vetrarins og komst frostið j)á yfir 29 stig í Möðrudal.
Eftir þann 12. voru suðlægir vindar algengir fram undir mánaðamót.
Nokkur úrkoma, ýmist snjór eða rigning, var þá á Vesturlandi, en samfelld
blíðviðri norðan lands og austan.
Má segja, að varla hafi komið dropi úr lofti allan mánuðinn á Norðaustur-
landi. Þannig var mánaðarúrkoma við Grimsárvirkjunina aðeins 1,3 mm og
0,2 mm að Brú á Jökuldal.
Meðalloftvægi mánaðarins var óvenjumikið. í Reykjavík var það 1026,9 mb,
og til samanburðar má geta þess, að á árunum 1931—1960 var meðalloftvægi
mánaðar aðeins einu sinni hærra í Reykjavík, eða 1034,6 mb. í febrúar 1932.
Febrúar töldu veðurathugunarmenn almennt sérstaklega hagstæðan.
Vindátt var oftast norðaustan- og austanstæð fyrri hlutann, en suðlæg átt
frekar ríkjandi seinni partinn.
Snjókoma var mjög lítil alls staðar og vindur oftast hægur.
Hafís barst upp að norðanverðum Vestfjörðum snemma í mánuðinum, en
varð ekki landfastur.
Marz var framúrskarandi mildur. Hæg austanátt var yíirgnæfandi með úr-
konni í meira lagi sunnan lands og austan, en nálægt meðallagi annars staðar.
Ef litið er á meðalhitann, kemur það í ljós, að síðan 1929 hefur marz ekki
orðið jafn hlýr, en þá var líka meðalhitinn í Reykjavík 6,1 stig.
Hiti, °C
(í svigum fyrir neðan meðallagið 1931—1960)
Scpt. Okt. Nóv. Des. Jan. Febr. Marz
Reykjavík 7.9 5.2 1.0 0.8 -0.2 2.0 4.7
(8.6) (4.9) (2.6) (0.9) (- -0.4) (-0.1) (1.5)
Akureyri 7.0 4.3 —0.4 -5-1.3 -3.2 -1.5 2.5
(7.8) (3.6) (1.3) (-5-0.5) (- -1.5) (-1.6) (—0.3)
Hólar 7.7 4.9 1.7 0.6 -0.2 1.0 4.9
(8.2) (4.9) (2.7) (1.2) (0.3) (0.0) (1.5)
10 --- VEÐRIÐ