Veðrið - 01.04.1963, Qupperneq 17

Veðrið - 01.04.1963, Qupperneq 17
skáld, Örn Arnarson, (Magnús Stefánsson), verður kviðið og sorgmætt í illviðr- um. Hjá þessu skáldi virðast áhrifin því aðeins andleg, en ekki líkamleg. Örn kcmst svo að orði: Ég sit hér aleinn inni — en úti er frost og hríð —■ og þrái sólskin, söng og blóm og syrgi liðna tið. Og trúlega hefur loftvog verið ört fallandi, þegar hann yrkir kvæðið Veðuruggur, en þar gefur að líta m. a. þessa sálarlýsingu: Ekki get ég hugann heimt frá hættum storms og bylgju. Mig hefur opnum augum dreymt illra veðra fylgju. og ennfremur: Uggir mig um allra liag, sem eiga mök við græði. Stormurinn kaldi líksöngslag leikur á símaþræði. Eins og áður er sagt, hefur veðráttan margbreytileg og mismunandi áhrif á hvern einstakling. Hannes Hafstein er t. d. algjör andstæða skáldanna, sem lýst var hér að framan. Stormurinn hefur æsandi og örvandi áhrif á hann: Ég elska þig stormur, sem geisar um grund og gleðiþyt vekur í blaðstyrkum lund, lijá Hannesi „eflist þrótturinn", og stormurinn „vekur lífsandann hvarvetna". Og votviðrin vekja kergjuna og kjarkinn hjá skáldinu: „Þótt hann rigni, þótt ég digni, þótt hann lygni aldrei meir“ fram skal stauta blautar brautir, buga þraut, unz fjörið deyr. VEÐRIÐ 15

x

Veðrið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.