Veðrið - 01.04.1963, Qupperneq 31
Rauða tunglið vottar vind,
vætan bleiku lilýðir,
skíni ný með skærri mynd
skírviðri það þýðir.
En áður en ég lield áfram að lala um statistisku veðurspárnar ætla ég að
fara nokkrum orðum um, hvað liggur til grundvallar venjulegum veðurspám.
Á vissum tímum, oft á þriggja til sex tíma fresti, eru gerðar hundruð veður-
athugana um allan heim. Þessar athuganir eiga að gefa sem beztar upplýsingar
um hreyfingar loftsins, þrýsting þess, liita og raka, allt frá yfirborði jarðar og
eins hátt og athugunartækni leyfir á hverjum tírna. Þegar þessi vitneskja er
fengin, eru ýmis lögmál aflfræði og hitafræði notuð til að reikna út eða meta
veðurskilyrði nokkur dægur fram í tímann. Fljótt á litið virðist þessi aðferð
ágæt, og hún er það líka, cn samt er takmörkum bundið, hve nákvæmlega er
hægt að segja fyrir um veðrið með hjálp hennar. Ástæðurnar eru ýmsar, og
er þar fyrst að geta, að veðurathuganir verða líklega seint nógu margar til að hægt
sé að vita nákvæmlega, hvaða veðurskilyrði á að leggja til grundvallar útreikn-
ingunum. Önnur ástæða er sú, að cf nota á eðlisfræðilögmál þau til hlítar, er
að framan var getið, leiða þau til svo flókinna stærðfræðilíkinga, að þær verða
ómeðfærilegar, jafnvel rafeindareiknivélum nútímans. Það verður því að gera
þær einfaldari, til að liægt sé að nota þær, en urn leið verða þær ónákvæmari.
Síðast en ekki sízt verður að geta þess, að ýmis atriði varðandi notkun fyrr-
nefndra cðlisfræðilögmála eru ekki nægilega vel þekkt, eða lítt könnuð. Allt
þetta leiðir til ónákvæmni í veðurhorfunum.
En þá má spyrja, hvort nauðsynfegt sé að leysa allar þessar flóknu líkingar
og þekkja öll náttúrulögmál út í æsar. Daglega leysir náttúran sjálf þær líkingar,
er hún sctur frarn í rnargs konar vcðurskilyrðum, og lausnirnar getuin við
athugað, þær eru veðrið, sem á eftir fer. Nákvæmlega sama dæmi kernur reyndar
ekki fyrir nema einu sinni, en sé citt dæmið mjög líkt öðru, má búast við, að
lausnirnar verði líka svipaðar. Ef fyrir hendi eru gamlar veðurathuganir, hclzt
í þúsundatali, ætti að vera unnt að fá reglur fyrir, að vissum veðurskilyrðum
fylgi önnur ákveðin nokkrum tíma seinna. Með öðrum orðum, gert er ráð
fyrir að notfæra sér reynslu liðins tíma á mjög kerfisbundinn hátt.
Ég mun nú reyna að lýsa í stuttu máli, hvernig störfum er hagað, þegar
statistisk veðurspá er gerð. Hver spá er gerð um aðeins eitt atriði, til dæmis
skyggni á ákveðnum flugvelli klukkan níu að kvöldi. Atriði þetta er nefnt
prediktand, kalla mætti það veðurþátt á íslenzku. Síðan eru valin nokkur önnur
veðuratriði (venjulega eitt til sex), er ætla má, að hafi nokkur áhrif á veður-
þáttinn. Þessi síðarnefndu atriði eru nefnd prediktorar, við getum nefnt þau
spástuðla.1) Sé veðurþátturinn sá, cr nefndur var hér að ofan, geta spástuðlarnir
1) Orðin veðurþáttur og spástuðull eru notuð liér samkvæmt tillögu Borgþórs H. Jónssonar. Mér
hafa dottið í hug orðin vcrðandi og valdandi um þessi atriði, cn ég er ckki ánægður með þau. Hið
síðara gcfur til kynna nánara orsakasamband cn rétt er, en hið fyrra bcndir til, að spáin sé alltaf
rétt, — cn á því cru að sjálfsögðu liciðarlcgar undantekningar!
VEÐRIÐ
29