Veðrið - 01.09.1963, Blaðsíða 4

Veðrið - 01.09.1963, Blaðsíða 4
Úr ýmsum áttum Borgþór H. Jónsson hefur verið skipaður deildarstjóri flugveðurstofunnar í Keflavík frá 1. júlí sl. að telja. Hann er kunnur lesendum þessa tímarits af mörgum greinum um veðurfræðileg efni. Fannir í Esju. í 1. hefti þessa rits 1960 birti ég athuganir, sem ég hafði skrifað hjá mér um sumarfannir í Esju á árunum 1929—1960. Þar vantaði sum árin, en Jón Ás- björnsson bætti verulega úr því með viðbót, sem er prentuð í 2. hefti 1961, bls. 40. Þó vantar alveg árin 1944, 1947—1949 og 1956 í þessi yfirlit. Hér kemur framhald á árunum 1961/63. 1961. Úr Kerhólakambi hvarf fönnin 15. ágúst og úr Gunnlaugsskarði 30. s. m. 1962. Úr Kerhólakambi hvarf fönn 10. ágúst. Þ. 20. sept. voru tveir dílar eftir í Gunnlaugsskarði. Þá gerði allivíta Esju að ofan aðfaranótt h. 23. Síðan var fjallið ýmist snjólaust eða snjógráð í brúnum. En um og eltir miðjan okt. gerði góð hlýindi á Esju, t. d. +5° 19—20. okt. Tel óhætt að segja að dílarnir hafi horfið um 20. okt., en að morgni 22. var orðið grátt í brúnum, svo að þetta varð ekki séð með fullri vissu. 1963. Fönn í Kerhólakambi hvarf 15. ágúst. Þ. 11. sept. sáust enn þrír litlir dílar í skarðinu. 12. sept. var SA-átt, mikil rigning og hlýindi, en upp úr því gránaði í brúnum fjallsins. Sennilega hafa því 2—3 smádílar lifað ;if sumarið í Gunnlaugsskarði. Veðurdraumar. í þessu liefti birtist nýstárleg grein um veðurspár eftir draumum. Höfundur- inn, Óskar Stefánsson, er fæddur að Hrafnsstaðaseli í Bárðardal 11. sept. 1892. Foreldrar hans bjuggu lengst að Kaldbak í Reykjahreppi. Óskar er gagnfræð- ingur frá Akureyri og liefur síðustu 20 árin búið búi sínu í Breiðuvík á Tjör- nesi. Er gert orð á því, að hann eigi vænt fé og góða reiðhesta. Hinn prýðilegi og létti frásagnarstíll á grein hans hlýtur að vekja athygli, og mætti margur langskólagenginn sjá ofsjónum yfir. Það væri veðurfræðingum geysihaglegt að hafa draumgáfur á borð við það, sem Óskar lýsir. Því miður niunu þeir lítt hafa hlotið þá vöggugjöf. .ísrek á íslandshaji. í vetur sem leið var ísrek oftast með minna móti milli íslands og Grænlands, •enda vetur mildur hér á landi, þótt oft væru frosthörkur að venju á NA-Græn- landi, einkum í Scoresbysundi og þar fyrir norðan. I byrjun febrúar varð vart við ísrek undan Horni og sendi Landhelgisgæzlan þá (5. febr.) flugvél í ískönn- .un undir stjórn Garðars Pálssonar skipherra. •44 VEÐRIÐ

x

Veðrið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.