Veðrið - 01.09.1963, Blaðsíða 28

Veðrið - 01.09.1963, Blaðsíða 28
PÁLL BERGÞÓRSSON: Nafngiftir í háloftum Lengi hefur verið talsverður ruglingur á nöfnum ýmissa hluta gufuhvolfsins í skrifum veðurfræðinga. Meginorsökin er vafalaust sú, að þekkingin á eðli há- loftanna hefur fram að þessu verið mjög takmörkuð, þó að sífellt hafi hún auk- izt og aldrei meir en á seinustu árunt. En í hvert sinn sem einhver hefur upp- götvað merkilegan eiginleika einhvers af himnunum, sem Iivelfast yfir okkur, hafa menn hyllzt til þess að gefa því lofthvolfi nafn í samræmi við það. Nú má svo heita, að menn hafi gert sér sæmilega skýra lieildarmynd af hita- skilyrðum háloftanna. Framkvæmdanefnd Alþjóða veðurstofnunarinnar í Genf taldi sér því fært að gera þá samþykkt á fundi sínum í júní 1962 að skíra þessi lofthvolf í samræmi við hitafarið í hverju þeirra. Veðrahvolf (troposphere) er neðsta hvolfið og nær frá yfirborði jarðar upp í 10—15 kílómetra hæð. Hér lækkar hitinn upp á við, að jafnaði um 6—7 stig á kílómetra, og er orðinn um 60 stigum neðan við frostmark við efri mörkin, en þar heita veðrahvörf (tropopause). í veðrahvolfinu eru nær öll ský jarðar. Heiðhvolf (stratosphere) er hið næsta og nær upp í um það hil 55 km. hæð. Hitinn í heiðhvolfinu stendur nærri því í stað fyrst ofan við veðrahvörf, en fer síðan hækkandi og nær oft 10—20 stiga hita við efri mörkin, sem mætti kalla heiðhvörf (stratopause). Eins og nafnið ber með sér eru ský næsta fátíð í heið- livolfi, en þar eru þó hin fögru glitský, sem sjást stöku sinnunt þegar sól er skammt undir sjóndeildarhring, ljómandi í öllum regnbogans litum. Þau eru oftast í 20—30 km. hæð. Hitamælingar með tækjum þeim, sem send eru daglega upp í háloftin með loftbelgjum, ná einungis til neðri hluta heiðhvolfsins, og byggist vitneskjan um hitann í efri loftlögum því á mælingum með eldflaugum og geimförum, og ýmsum óbeinum ályktunum. Miðhvolf (mesophere) tekur við fyrir ofan heiðhvörfin og nær oftast upp í nálægt 85 knt. hæð. Þar fer hitinn lækkandi á ný eins og hann gerir í veðra- hvolfi. Efst í miðhvolfi, við miðhvörfin (mesopause) er mesti kuldi, sem menn þykjast hafa kannað í náttúrunni. Þar er frostið talið allt að 100 stigum, en að jafnaði nálægt 80. Við miðhvörfin er talið að hin fágætu silfurský myndist, en á þau er minnzt annars staðar í þessu hefti. Hitahvolf (thermosphere) er ofan miðhvarfa, og er það hið hæsta. Hér fer heldur betur að hlýna, því að í 500 kílómetra hæð virðist hitastigið kornið upp í 1250 stig, og með sama áframhaldi er það orðið 2500 stig í 1000 km. hæð. Ekki skapar þetta hitastig þó verttlega hættu þeim sem leggja þangað leið sína í geimförunt. Loftið er þarna svo geysilega þunnt, að frá því leggur margfalt minni varma en frá sólargeislunum. Móti þeirri hitun verður að vega kælingin 68 --- VEÐRIÐ

x

Veðrið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.