Veðrið - 01.09.1963, Blaðsíða 30

Veðrið - 01.09.1963, Blaðsíða 30
VeSurspeki II I síðasta hefti voru prentaðar ýmsar gamlar reglur til þess að marka veður- horfur af útliti sólar samkvæmt gömlum Veðráttu-bæklingi. Hcr kemur næsti kafli: UM TUNGLIÐ. Hvernig þess vaxandi og minnkandi birtu marka skal á öllum þess vöxtum item fullkomnan. 1. Nær það er þriggja og fjögra nátta item hálfvaxandi og hálfminnkandi, þá það er nýtt, fullt og 20 og 6 nátta eftir kveikinguna. 2. Ungt tungl, 3ja eða 4ra nátta, skal í heiðríku lofti skoða einni stundu eða nokkru síðar eftir sólsetur. Sé sá upplýsti tunglsins partur rauður með hvöss- um hornum, þýðir vind og frost um vetur, einkum á 2. kvarterum. 3. Sé sá upplýsti tunglsins partur gtdur eða bleikur, þýðir votviðri, regn og snjókomu eftir ársins tímum. 4. Sé sá upplýsti partur tunglsins klár og skír og bjartur, sýnir skírt veður [ogj gott, einkum til Jress hálfvaxið er tungl. 5. Ef á 3ja eða 4ra nátta tungli sést sá myrkvi partur tunglsins svo klár, að hann deilist með augnasýn [mánabertj, merkir storm og harðviðri, stundum með úrkomu blandinn. 6. Ef hálfvaxið eða 12 nátta tungl hefur rnjög dökkva bletti á upplýstum parti, er oft merki til logns og heiðríkju á því sama minnkandi tungli. 7. Fullt tungl skal svo marka, að sé það allt vel skínandi klárt og þeir vanalegu blettir ei mjög dökkvir, merkir loftsins heiðríkju. 8. Sjái maður á fullu tungli, að Jreir vanalegu blettir séu stærri og svartari en vanalegt er, Jrýðir storm og tirkomu. 9. Ef sunnanvindur er, þá ntenn sjá 3ja nátta gamalt tung), Jrá kemur regn á þeirn 4. degi. 10. Ef maður sér 3ja eða 4ra nátta gamalt tungl liafa annað hornið hærra og hvassara en hitt annað og þar með sé sem hvítbleikt eður blýfarfað, Jrá má maður vænta úrkomu í viku eða lengur. 11. Ef tungl sýnist að vera myrkt og dimmt og hornalítið, Jjað er víst merki til regns. 12. Nær tungl sýnist að vera bleikt, blátt eður grænt, þýðir regn og storm, stundum hvort tveggja, sérdeilis á vetur. 13. Ef á ungu tungli sýnist Jrað efra horn blátt eður sem óhreint, jtað merkir regn á fyrsta kvartere. 14. Ef sá dökkvi partur tunglsins, sem ei er upplýstur, sýnist að vera rauður eða grænlitaður eður mjög bleikur, Jjá kemur Jjar eftir mikið rcgn og sterk- ur stormur. 70 — VEÐRIÐ

x

Veðrið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.