Veðrið - 01.09.1963, Blaðsíða 5

Veðrið - 01.09.1963, Blaðsíða 5
Flogið var norður með Vestfjörðum skammt undan landi. Undan Galtar- vita var jakastrjálningur og náði fyrir mynni ísafjarðardjúps norður og austur að Kögri. Þar fyrir austan var hreinn sjór svo langt sem sást. Frá Horni var tekin stefna beint norður. Um 28 sjómílur undan landi byrjaði gisið ískurl, en sjálf ísbrúnin var 32 mílur norður af Horni og lá þar beint frá austri til vest- urs, svo langt sem séð varð. Norður undan voru hafþök af ís og hafa senni- lega náð norður og vestur að Grænlandsströndum. Frá 67° N 22° V var ísbrún- inni fylgt vestur á 66°55' N 24°25' V og þaðan suðvestur á 66°35' N 25° V Næstu vikur lónaði ísbreiðan heldur frá og jakastanglið við Vestfirði hvarf. Þ. 23. febrúar hafði ísrek komizt suður fyrir Jan Mayen, en það hefur verið fátítt á undanförnum árum. ísjaðarinn var þó 90 sjómílur norður af Sléttu, 4Q smjómílur norður af Kolbeinsey og 30 sjómílur undan Straumnesi. VEÐRIÐ----45

x

Veðrið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.