Veðrið - 01.09.1963, Blaðsíða 26

Veðrið - 01.09.1963, Blaðsíða 26
KveldræSa Hitlers um veÖurspár Nokkrar bækur um rabb Adolfs Hitlers við matborðið hafa komið út. Ein þessara bóka hefur birzt bæði á frönsku og ensku. Enska bókin nefnist „Hitlers Secret Conversations 1941—1944“, og ritar Bretinn H. R. Trevor-Roper inn- gang að lienni. Bókin er gefin út af The New American Library of World Literature, Inc. og kom út í Signet bókaflokknum. Við lestur bókarinnar kemur í ljós, að nafnið á henni er rangnefni. Þetta eru ekki samræður Hitlers við einn eða neinn, heldttr nánast mas eða rabb við matborðið eða öllu heldur yfir tedrykkju á kvöldin. Martin Bormann, stað- gengill Hitlers, hélt samt, að þessar hugrenningar Hitlers væru svo mikilvægar, að þær mættu ekki glatast og lét því hraðrita þær og geyma. Hitler lætur hugann reika og móðan ntása og mælir þá margt, sem er mark- ið mögulegt að gera gagnlega spá, sent byggir á aflfræðilegum lögmálum, lengra en 2—3 sólarhringa fram í tímann þrátt fyrir sífellt fullkomnari rafeindareikni- vélar. Þó var þarna sagt frá 5 daga spám, gerðum á vegum sænsku veðurstofunn- ar, og voru þær notaðar til að segja fyrir um ísalög á Eystrasalti á vetrum. Var reiknað út hitastig og vindátt þessa daga og með aðstoð jjeirra upplýsinga áætlað, hvaða breytingar yrðu á ísalögum jtetta tímabil. En yfirleitt reyndu jieir fyrir- lesarar, sem um þetta efni töluðu, að benda á ákveðin einkenni lofthjúpsins í tilteknu veðurlagi. Varð mönnum tíðrætt um hinn harða vetur í Evrópu í þessu sambandi og orsakir hans. Tæpur fjórðungur allra erinda fjölluðu ekki um veðurspár í jtrengri merk- ingu þess orðs, heldur voru þar birtar niðurstöður rannsókna um ákveðin fyrir- bæri. Meðal annars sagði finnskur veðurfræðingur frá uppgufun á Eystrasalti, en uppgufunin hefur mikil áhrif á hegðun lægða. Hafði hann reiknað út þessa stærð fvrir heilt ár. Annar Finni skýrði frá áhrifum veðursins á geislavirkni lofts- ins og kom þar fram, að í stöðugri suðaustanátt í Finnlandi og Skandinavíu var geislavirkt ryk óvenju mikið. Norskur veðurfræðingur fjallaði um ísmyndun á rafmagnsleiðslum á fjöllum uppi og sýndi dæmi um hana. Má oft með lítilli fyrirhöfn og tilkostnaði minnka stórum hættuna á, að rafmagnsleiðslur rofni af Jteim sökum. Eins og sjá má af ofangreindu, var víða komið við og um margt spjallað. Virtist ntér bæði teoretiskar og hagnýtar rannsóknir á sviði veðurfræði, standa með miklum blónta á hinum Norðurliindunum. Einkum hefur tilkoma rafeinda- reiknivélanna orðið hvetjandi, því að jtær losa vísindamenn að mestu við leið- inlega reiknivinnu, sem þar að auki er svo tímafrek, að hún verður jjeim ofviða. f náinni framtíð virðast mér jtví niörg rök hníga að jiví, að á sviði stuttra og meðallangra spáa verði mest unnið eftir statistiskum aðferðum, og jafnframt unnið að endurbótum á Jjcint aðferðum, sem notaðar eru við langar spár. 66 — VEÐRIÐ

x

Veðrið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.