Veðrið - 01.09.1963, Side 24
ÞÓRIR SIGURÐSSON:
Um norrænan veðurfræðinga-
fund í maí 1963
Árið 1958 var haldin alþjóðleg veðurfræðiráðstefna í Bergen í tilefni þess, að
40 ár voru liðin frá því, er Vilhelnt Bjerknes og samstarfsmenn hans skýrðu út
myndun og eðli lægða á okkar breiddargráðum. Þar kom fram sú hugmynd hjá
þátttakendum frá Norðurlöndum, að fróðlegt væri og skemmtilegt, ef norrænir
veðurfræðingar héldu fund með sér á 1—2 ára fresti, þar sem tíminn væri bæði
notaður til að hlýða á fyrirlestra um eitthvert afmarkað svið innan veðurfræð-
innar og til að stofna til persónulegra kynna við starfsbræður sína í nágranna-
löndunum. Voru tveir fyrstu fundirnir haldnir í Stokkhólmi og Helsinki, og
síðastliðið haust buðu danskir veðurfræðingar til hins þriðja og skyldi hann
haldinn í Kaupmannahöín í lok maí 1963. Samkvæmt samþykkt síðasta fundar
skyldu fyrirlestrarnir fjalla um veðurspár og vandamál í sambandi við þær. Ekki
höfðu íslenzkir veðurfræðingar átt þess kost, ýmissa orsaka vegna, að sækja tvo
fyrstu fundina, en að þessu sinni ákváðu þrír þeirra, fónas Jakobsson, Flosi H.
Sigurðsson og undirritaður, að halda utan.
Ekki ætla ég mér að lýsa Kaupmannahöfn að vorlagi, það hafa margir mér
færari gert áður, en mikill fannst okkur félögunum munurinn á vorkuldunum
hér heima og hitunum i Kaupmannahöfn. Fundarstaðurinn var stór fyrirlestrar-
salur í Landbúnaðarháskólanum og þátttakendur rúmlega hálft Iiundrað. Voru
alls haldnir yfir 30 stuttir fyrirlestrar, en þess á milli höfðu gestgjafarnir séð
fyrir ýmiss konar dægrastyttingu. Meðal annars var okkur boðið í ferð um
Norður-Sjáland, og skoðuðum við þá kjafnorkurannsóknarstöðiha á Risþr, og þó
sérstaklega þann hluta hennar, sem að veðurfræðirannsóknum lýtur. í annan
stað var okkur sýnd hin nýja flugveðurstofa á Kastrupflugvelli.
Eins og áður er getið, var efni fyrirlestranna veðurspár og vandamál og að-
ferðir í sambandi við þær. Ekki ber að skilja þetta svo, að þetta hafi verið nám-
skeið og fyrirlestrarnir hafi því verið tæmandi um þetta efni, heldur voru haldin
64 --- VEÐRIÐ