Veðrið - 01.09.1963, Page 25

Veðrið - 01.09.1963, Page 25
erindi mn það, sem flytjendur liöfðu rannsakað sjálfir, að sjálfsögðu jró oft í samvinnu við aðra. Til Jress að fá gleggra yfirlit yfir efnið, hef ég leyft mér að skipta veðurspám í Jrrjá flokka eítir Jiví, hve langan tíma spáin á að gilda. Mun ég stuttlega reyna að geta nokkurra erinda í liverjum flokki fyrir sig. Stuttar spár nefni ég þær veðurspár, sem eiga að segja fyrir um veður næstu klukkutíma allt upp í hálfan sólarhring. Eru flugvallarspár greinilegt dæmi um jietta, en nákvæmniskröfur, sem gerðar eru til þeirra, eru að sjálfsögðu mun meiri en í lengri spám. Fáir fyrirlestrar voru haldnir um þetta efni, en einn þeirra fjailaði um notkun veðurratsjár á Arlandaflugvelli við Stokkhólm. Um tæki þessi má lesa í grein eftir Borgþór H. Jónsson í 4. árgangi þessa tímarits. Sænsku veðurfræðingarnir höfðu komið fyrir myndavél, sem tók myndir af sjóxr- skífu ratsjárinnar með nokkru millibili og sýndu nokkur dæmi um þetta Meðal annars sást greinilega hvaða áhrif strandlengjan, sem er þarna í 60 km fjarlægð, hafði á feril bólstraskýja í mismunandi vindáttum. Er því hægt að segja mun nákvæmar fyrir um, hvenær él skella á og þar eð ratsjáin dregur 200 km, er fyrirvari oftast nægur. Meðallangar veðurspár eiga að segja fyrir um veðrið l/í,— 11/2 sólarhring fram í tímann, og eru þær spár, sem lesnar eru daglega í útvarpið hér, gleggsta dæm- ið um jxær. Um þetta efni fjallaði þriðjungur allra fyrirlestranna. Margir þeirra fjölluðu um, hvernig rafeindareiknivélar eru notaðar við útreikning veðurspáa, en bæði norska og sænska veðurstofan gera reglulega vélreiknaðar spár, og Finnar og Danir hafa gert nokkrar tilraunir með þær. Eins og oft hefur verið skýrt frá í Veðrinu, er þá reiknað út, hvernig vindhraði og vindátt í nokkurri hæð yfir jörð verður að ákveðnum tíma liðnum. Er það oftast nær 500 mb flöturinn, sem reiknaður er út, en hann er í um það bil 5 km hæð yfir jörðu. En þá er eftir, ef svo má að orði komast, að þýða þessa spá í venjulegt veður, ji. e. úrkomu, hita og vind. Einn af fróðlegustu fyrirlestrunum, að rnínu áliti, fjallaði cinmitt um tilraun til að finna samband milli vinda í 5 km hæð (500 mb) og veðurs á jörðu niðri. Hafði flutningsmaður, E. Hovmöller, athugað kort yfir 500 mb- flötinn frá kl. 03 GMT. árin 1949—55 og skipt þeim í 27 flokka. Var vindáttin og vindhraðinn yfir Skandinaviu ákvarðandi fyrir flokkunina, og einnig árstíð- irnar. Var hver árstíðanna athuguð sérstaklega. Síðan voru athugaðir nokkrir þættir veðurlagsins næsta sólarhring á eftir á nokkrum veðurstöðvum í Svíjrjóð í hverjum flokki fyrir sig. Þó að þarna væri aðeins um bráðabirgðaniðurstöðu að ræða, jiví að ekki liefur verið lokið við meira en 7 ár af þeim 15, sem áætlað er að rannsaka, er óhætt að fullyrða, að Jiessi aðferð sé mjög athyglisverð. Nokkrir fyrirlesaranna höfðu beitt statistiskum aðferðum við veðurspár, en þvi efni voru gerð ágæt ski) í síðasta hefti Veðursins. Var meðal annars reynt að sýna, hvaða spástuðlar voru ákvarðandi fyrir skýjahæð á Fleslandflugvelli við Bergen, er hita- skil fóru yíir Vestur-Noreg, og annar fjallaði um tilraunir til að ákveða úr- komumagn og úrkomutegund í Svíjijóð næsta sólarhring. Voru jiar þó aðeins athugaðir mánuðirnir júlí og ágúst. Spár til langs tíma voru allmikið ræddar ,eins og eðlilegt er. Ekki er enn tal- VEÐRIÐ --- 65

x

Veðrið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.