Veðrið - 01.09.1963, Blaðsíða 17

Veðrið - 01.09.1963, Blaðsíða 17
Þessari mynd af silfurskýjunum 11. ágúst náði Flosi Hrafn Sigurðsson veðurfrœð- ingur klukkan 1.40, eða um 10 minútum eftir lágncetti. Myndin er tekin lil norð-norðvesturs. Skýin ber hér við dimman nœturhimininn, eins og vera ber, en neðst til liœgri er dagur enn á lofti. Greina má tvenns konar öldur i skýjun- um. Þœr stcerri liggja lil hcegri og niður, en fingerðari gárar liggja ncerri j?vert á þá stefnu. Leynir sér eklii skyldleikinn við skýin á scenshu myndinni. háloft, síðan bárust þau austur, en dofnuðu mjög cða hurfu, er þau voru komin niður í 30—40° hæð á austurlofti. Var engu líkara en þarna væri eins konar kyrrstæð bylgja, þannig að loftið væri á uppleið og kólnaði vestan til í bylgj- unni, en austanhallt í henni væri niðurstreymi, sem hitaði loftið og eyddi skýj- um. Vel má þó vera, að þarna hafi verið önnur öfl að verki. Eg gat þess áður, að mér hefðu virzt silfurskýin bera mjög einkenni venjulegra skýja, sem mynduð eru af ískristöllum. En eins og lýsing Skýjabókarinnar bcr með sér, hefur þetta verið dregið í efa. Á seinni árum hefur þó safnazt ýmis vitneskja, sem bendir til þess, að ofarlega í heiðhvolfi sé verulegt magn af vatns- gufu, hvernig sem hún er þangað komin. Til þess benda m. a. mælingar, sem Japanar hafa gert. Það er vitað, að inn í hitahvolfið berst efni frá gufuhvolfi sólarinnar, og halda sumir, að við efnabreytingar í liáloftunum myndi það vatns- gufu. Þvf er mcira að segja haldið fram, að allt vatnið 1 sjónum geti verið til- komið úr þessu aðvífandi vatnsefni. Aðrir telja, að vatnsgufan í háloftunums geti verið komin neðan úr veðrahvolfi, en kunnugt er, að milli veðrahvolfs og heiðhvolfs á sér stað blöndun lofts. En svo ntikið er víst, að sé nægjanleg vatns- gufa í miðhvolfi og hitahvolfi til þess að mynda ský, hljóta þau fyrst að komæ fram þar sem kaldast er, við miðhvörfin í 75—90 km hæð. VEÐRIÐ — 57

x

Veðrið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.