Veðrið - 01.09.1963, Blaðsíða 27

Veðrið - 01.09.1963, Blaðsíða 27
leysa. Hugmyndir hans um veðurglögga menn, þessar „liíandi loítvogir'', eins og hann kallar þá, eru furðulegar og ólíkar þeim, sem við íslendingar gerum okkur um slíka menn. í huga Iditlers verða þetta næstum því óæðri menn eða ankannalegar verur annars heints. Trúlega hafa veðurspárnar þýzku brugðizt lyrri hluta októbermánaðar 1941, a. m. k. þykir Hitler það ómaksins vert að taka þýzku veðurstoíuna til um- ræðu nóttina milli 14. og 15. þess mánaðar. Ég tek mér það bessaleyfi að endursegja þann kafla. VEÐURSPÁR OG SKIPULAGNING VEÐURSTOEUNNAR. „Maður getur ekki treyst veðurspánum lengur. Það ætti að skilja veðurstof- una frá hernum. Luftliansa rak ágæta veðurstofu. Mér þótti rnjög leitt, jregar hún var leyst upp. Veðurstofan, eins og hún er nú, er ekki nærri því eins góð og sú gamla, enda eru margar umbætur, sem mætti gera á veðurstofunni. Veðurspár eru vísindi, sem verða ekki lærð grundunarlaust. Við þörfnumst manna, sem eru gæddir sjötta skilningarvitinu, manna, sem lirærast með og í náttúrunni, hvort sem þeir hafa nokkurt vit á jafnhita- og jafnjjyngdarlínum. Það gefur auga leið, að slíkir menn eru yfirleitt óhæfir til herþjónustu. Einn er ef til vill kroppinbakur, annar kiðfættur og þriðji krypplingur. Það má ekki fara með þá sem ríkisstarfsmenn, og það niá alls ekki flytja þá úr því héraði, þar sem þeir gjörþekkja veðurfarið, í annað, þar sem þeir eru ókunnugir Jtví. Þeir ættu ekki að vera ábyrgir gagnvart yfirboðurum, sem vita auðvitað meira um veðrið og myndu ef til vill reyna að hafa áhrif á þá í krafti þess. Vafalaust væri bezt að stofna ríkisveðurstofu, sem tæki við núverandi stofn- unum. Ríkisveðurstofan yrði þá einnig að notfæra sér símsendar athuganir frá þessuni „lifandi loftvogum", sem tilgreindu veðurhorfurnar i hverju héraði. Kostnaðurinn væri lítilfjörlegur. Barnaskólakennari á eftirlaunum myndi t. d. vera ánægður með 30 mörk á mánuði fyrir ómakið. Það yrði að leggja síma lieim til hans, honum að kostnaðarlausu, og honurn þætti vafalaust sómi að því, að glöggskyggni hans á veðrið væri notuð þannig í þágn annarra. Hann þyrfti ekki að senda skriflegar veðurskýrslur og hann mætti jafnvel tjá sig á sinni eigin mállýzku. Hann gæti vel verið maður, sem hefði aldrei ferðast út fyrir fæðingarhrepp sinn, en hann verður að vera veðurgliiggur maður, sem skilur flug luglanna og tákn veðursins, maður, sem fylgist með veðri og vindi og kann góð skil á fari skýjanna. I gömlum veðurvísindum felst ómetan- leg þekking, sem er æðri allri stærðfræði. Þessi vitneskja fæst aðeins með íhugulli náttúruskoðun og gengur svo frá manni til manns í marga ættliði. Það er nægilegt að líta í kringum sig; í hverju héraði er fólk, sem gjörþekkir alla leyndardóma veðurfarsins. Veðurfræðingar jryrftu að bera saman þessar aljrýðlegu „veðurathuganir" og þær „vísindalegu" og sjóða svo saman veðurspár. Ég geri ráð fyrir, að á Jtennan máta mætti að lokum íá veðurspár, sem mark væri takandi á,“ sagði liinn orðumglaði leiðtogi að lokum. Borgþór H. Jónsson. VEÐRIÐ 67

x

Veðrið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.