Veðrið - 01.09.1963, Blaðsíða 29

Veðrið - 01.09.1963, Blaðsíða 29
vegna útgeislunar frá geimfarinu og það getur hún gert við aðeins hæfilegan stofuhita. í hitalivolfinu er annars margt merkilegt annað en glóandi hiti. Þar eru norðurljósin, oftast í 100— 1)0 km. hæð, en stunduin allt upp í 1000 km. Þegar þau eru óvenju mikil og rauðleit, eru Jrau hvað lægst í lofti, skammt fyrir ofan miðhvörfin eða við þau. Stjörnuhröpum svonefndum, sem oft sjást á heiðum næturhimni, valda loftsteinar, er geysast inn í gufuhvolfið og verða glóandi af núningi í þéttari loftlögum. Stjörnuhröpin verða fyrst sýnileg neðarlega í hitahvolfi, oft í 100— 150 km. hæð, en eru oftast horfin í 50 km. hæð. Segja má, að hitahvolfið falli algerlega saman við það, sem nefnt hefur verið fareindahvolf (ionospliere). Það einkennist af því, að einstakar rafagnir eru sífellt að losna frá frumeindum loftsins örskotsstund í einu, nóg til Jiess að ávallt leikur talsvert magn af rafögnum lausbeizlað um geiminn, en jafn margar frumeindir eru Jjá rafmagnaðar. Einkum ber á Jjessu í ákveðnum lögum, en þýðingarmik- ill eiginleiki þessara laga er sá að sveigja útvarpsbylgjur, sem beint er út í geiminn, aftur til jarðar, svo að þær nái til viðtækja óravegu frá sendi- stöðinni. í hitahvolfi verða einnig aðrar efnabreytingar. Sjálfar sameindirnar liafa þar hneigð til að leysast upp í frumeindir, og Jiað því fremur sem ofar dreg- ur. Til dæmis klofnar súrefnissameindin O2 í tvær frumeindir, O og O. Frá lögum i hitahvolíi stafar næturbjarminn, dauft liitninskin um tunglskinslausar nætur. Um hann og önnur fyrirbrigði liáloftanna fáurn við eflaust ýmislegt að vita á hinni nýju geimferðaöld. Þess skal getið, að orðin veðrahvolf, veðrahvörf og heiðhvolf eru þegar komin í veðurmálið, en heiðhvörf, miðhvolf, miðhvörf og hitahvolf eru tillögur um nýyrði. VEÐRIÐ — 69

x

Veðrið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.