Veðrið - 01.09.1963, Blaðsíða 6

Veðrið - 01.09.1963, Blaðsíða 6
í marzlok hafði öll ísbreiðan dregizt saman og fjarlægzt ísland. Takinörkin lágu frá Jan Mayen vestur-suðvestur á 70° N 17° V, Þaðan til 67°40’ N 23° V, 70 sjóm. norður af Straumnesi, og loks vestur á 67° N 28° V. ísbrúnin var þann- ig um það bil miðja vegu milli Straumness og Grænlandsstranda, og Jrykir það úgætt eftir árstíma. Þ. 9. apríl gerði snöggt og eftirminnilegt „páskahret" hér á landi, en ekki virtist það hafa mikil áhrif á ísrekið. Þ. 24. apríl var ísjaðarinn að heita mátti alveg á sömu slóðum og í marzfok eða um 60 sjóm. norðvestur af Straumnesi, og 10. maí var gisið ísrek röskar 60 sjómílur frá Straumnesi. Upp frá því fer isbrúnin aftur að Jrokast nær landinu, og 7. júní er hún ekki nema 22 mílur frá Straumnesi. Þ. 26. júní, Jjegar flugvél Landhelgisgæzlunnar fer í könnunar- flug, er ísinn 50 sjómílur frá Straumnesi, en 10. júlí aðeins 30 sjómílur og liggur [)á f boga fyrir Horn og austur á móts við Selsker. Þaðan beygir ísbrúnin beint í norðaustur og liggur 30—40 sjóm. vestur af Kolbeinsey. Hinn 29. ágúst var enn flogið til ískönnunar. Þá var mikil breiða af ísreki milli Grænlands og Vestfjarða og ísbrún 42 sjóm. norðvestur af Straumnesi. Þaðan lá langt ísbelti suðvestur eftir og endaði 72 sjóm. í hávestur frá Galtar- vita. Vestan beltisins var auður sjór, og rannsóknaskip, íslenzk og norsk, sigldu vikuna eftir frá Látrabjargi vestur að Grænlandsströnd hindrunarlaust. Þórir Sigurðsson veðurfræðingur ritar fyrstu grein sína í þetta hefti. Hann er læddur í Reykjavík 11. ág. 1931, og eru foreldrar hans þar búsett, Sigurður jjónsson bifreiðastj. og Sigríður Emilía liergsteinsdóttir. Þórir lauk stúdentspróli við M. R. 1950 og cand. real. prófi í veðurfræði í Oslóarháskóla 1958. Starfar síðan hjá veðurfarsdeild og áhaldadeild Veðurstofunnar, einkum að eftirliti með veðurstöðvum að sumarlagi. Gróður og veðurfar á Islancli. í ársriti Söguíélagsins, Sögu, birtist nýlega alllöng ritgerð eftir Þorleif Einars- son jarðfræðing, og nefnist hún Vitnisburður jrjógreiningar um gróður, veður- far og landnám á íslandi. Vitni Jjau, sem höfundur hefur tekið skýrslur af, eru íslenzkar mómýrar. Kemst hann m. a. svo að orði í inngangi að efninu: „Ár hvert dreifa jurtir út ógrynnum af smásæju frjódufti, einkum er frjóframleiðsla hinna vindfrævuðu jurta mikil . . . Frjókornin eru mjög smá . . . Frjókorn birkis ■eru t. d. aðeins 1/50—1/40 mm að stærð ... Ár eftir ár, öld eftir öld, falla jurtir ■og visna. Jurtaleifarnar mynda síðan með tímanum mó, þar sem jarðvatnsstaðan leyfir . . . Frjóhlutfallið á hverju árslagi mósins samsvarar nokkurn veginn gróðr- inum, sem óx í mýrinni eða nágrenni hennar. Það má Jjví segja, að frjóregnið .skrái á þennan hátt gróðurfarssögu umhverfisins á hverjum tíma.“ Af gróðri má fara nærri um veðurfar liðins tíma, og það hefur höf. reynt að rekja í ritgerð sinni, en þess ber að gæta, að honum hefur ekki unnizt tími til að rannsaka nema örfáa staði enn Jrá. Hér er ekki rúm til þess að endursegja mikið úr ritgerð Þorleifs, enda hefur hann góð orð um að skrifa um efnið í Veðrið, þegar honum vinnst tími til. 46 --- VEÐRIÐ

x

Veðrið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.