Veðrið - 01.09.1963, Side 21
•ekki hafa skemmzt mjúg mikið. Hún stóð niðri á sandi, sunnan við brekkurnar,
og var búizt við, að þar mundi hún vera örugg fyrir stormum.
í Svínafeili varð allmikill skaði á heyhlöðu, sem er við beitarhús ca. 2 km
suður af Svínafelli. Tveir bændur hafa þar ærfénað sinn á veturna, þeir Magnús
Lárusson og Guðlaugur Gunnarsson. Heyhlaða Guðlaugs er að stærð 6x20 m
með 2 m risi. Hún er með 5 m háum veggjum, og er hlaðan ekkert niðurgrafin
við þann stafn og þá hlið, sem vindurinn stóð á. Stafninn mun að mestu hafa
snúið í vindinn. Þessi hlaða skemmdist ekki mikið. Stafninn var sementsþveg-
inn utan, en nú sér þess engan stað, því hann er allur skafinn og raspaður eftir
grjótflugið. Töluvert var af möl niðri í rennunum, og var þyngsti steinninn
250 gr. Jmngur, hann var í fremri rennunni, og hefur hann fokið yfir mæninn.
Þakjárnið getur ekki talizt mikið skemmt, Jró býst ég við að allt að 20 göt séu
á þakinu, en þau eru rnjög smá. Þau eru alveg eins ofarlega á þekjunni eins og
neðarlega. Ef maður strýkur liendi eftir þakinu að innanverðu, finnur maður,
að það er allt smádældað (bólótt) vegna grjótfoksins.
Hlaða Magnúsar stendur nokkru sunnar og er á að gizka nál. 30 m bil milli
Jteirra. Hún hefur aðra stefnu en hlaða Guðlaugs, og mun hlið hennar að mestu
hafa snúið á móti vindátt; hún er grafin niður í hól (hóllinn nær fast að hinni
hlöðunni, en þessi hóll — og fleiri þarna í grenndinni — eru gamlar ísaldarleifar.
í hólunum er töluvert af stórurn björgum, sem sums staðar eru í toppi hólanna.
í þeim er mikið af vikri, sem talið er að sé frá mikla gosinu 1362. Hólar þessir
eru grasi grónir.). Ég sendi hér með Veðurstofunni afrit af bréfi Magnúsar
Lárussonar til mín, þar sem hann skýrir frá skemmdum, sem urðu á hlöðunni.
Vindstaðan mun hafa verið Jrarna NNA eða því sem næst.
Helgi Arason.
Bréf Magnúsar Lárussonar til Helga Arasonar
Svínafelli, 21. janúar 1962.
Góði vinur.
Þú biður mig að senda þér upplýsingar um skemmdirnar, sem urðu á hús-
unum hjá mér úti í Seli í ofsaveðrinu, sem gerði hér aðfaranótt Jjriðjudags 16. Jr. m.
Hér hvessti fyrst á sunnudagskvöldið 14. þ. m. og var allhvasst þá nótt og
fram á miðjan mánudag, dró J)á heldur úr veðrinu, en hvessti svo aftur með
dimmunni, og um kl. 10 var orðið ofsalegt hvassveður, eða eins og hér verður
alverst. Oftast var snjókoma, nema á mánudag var skarbylur. Á þriðjudags-
nóttina gerði frostleysu um tíma, svo að klepra, sem var hér yfir allt, hvarf, og
mun þá hafa losnað um grjótið í aurunum, og J)á liefur grjótið farið að fjúka
og skemmdirnar orðið. Við fórum ekkert út í Sel á mánudag vegna hvassveðurs,
en á ])riðjudag, rétt fyrir hádegi, var veðrið gengið svo niður, að við fórum
úteftir, og gaf þá heldur á að líta.
Járnið var fokið af kvistinum á minni hlöðu. Það voru 4 plötur 8 fóta, og
aðrar 4 plötur 7 fóta, sem beygðar voru yfir mæninn. Voru tvær alveg burtu,
VEÐRIÐ
61