Veðrið - 01.09.1963, Blaðsíða 10

Veðrið - 01.09.1963, Blaðsíða 10
Draum þennan réði ég á þá lund, að sunnanátt og bjartviðri mundi verða rikjandi í átján daga samfleytt. Mig hafði dreymt drauminn aðfaranótt mánudags fyrsta október. Sá dagur heilsaði með sunnanátt og blíðviðri, sem hélzt vikuna út. Næsta vika þar á •eftir var einnig hlý og björt. Voru þá liðnir þrettán dagar af október. Þann íjórtánda og fimmtánda var enn blíðviðri. Þann fimmtánda var ég staddur á Húsavík. Ég hafði gengið inn á Bifreiðastöð Þingeyinga. Þar vék sér að mér einn bílstjórinn, Kristján að nafni, og spyr mig, hvað ég haldi að Jressi góða tíð standi lengi. „Fram á föstudag," svaraði ég hiklaust. Líður nú sá dagur, sem var mánudagur. Þá var enn góðviðri. Næstu þrjá daga breyttist ekki veður að öðru leyti en því, að Jregar leið á fimmtudaginn, gerðist loft nokkuð Jrungbúið og báran, sem verið liafði furðu hljóð alla Jjessa daga, var nú farin að láta til sín heyra. Ég átti góða forystuá. Hún var Jiá á bezta aldursskeiði. Hún var liarðgerð útilegukind og fjallsækin mjög. Hún var að þessu sinni klædd tveimur reifurn. Þetta góðviðriskvöld gekk ég ögn við fé mitt. Sá ég Joá ána í bezta skjólinu, sem til er í öllum Breiðuvíkurfjörum. Hún stóð Jjarna alein. Hún hafði ekki einu sinni lambið sitt hjá sér. Ekki hreyfði hún sig, þó að ég gengi til hennar. Hugsaði ég sem svo, að eitthvað hefði liana dreymt. Líður nú nóttin og næsti dagur fram að hádegi, án þess að veður breytist að öðru leyti en Jiví, að komin var hríðarmugga. En á öðrum tímanum kom hvell- urinn, — norðaustan stórviðri með krapaliryðjum. Þá kem ég að Jmðja og síðasta draumnum, sem hér verður sagður. Nóttina fyrir 27. ágúst 1954 dreymdi mig, að ég jjóttist vera staddur á Héðins- höfða sem oftar. Þótti mér heimamenn þar vera nýkomnir úr smölun. Hafði ég tal af Bjarna, bróður mínum, og Jxktist ég spyrja hann, hvernig hann héldi að smalazt hefði. „Það hefur ekki smalazt betur en svo,“ segir hann, „að enn eru eftir sjötíu kindur útaustur í heiðinni." Sumarið 1954 var hin mesta ótíð á Norðausturlandi lengst af. Spáði ég því nú, að haustið mundi verða enn verra. Mundi engin breyting verða á því tíðarfari fyrr en í nóvemberbyrjun. Tiltók ég fimmta dag þess mánaðar. Ótíðin mundi — með öðrum orðum — standa í sjötíu daga, talið frá 27. ágúst. Líða nú mánuðirnir tveir — september og október, og var tíð svo ill allan þann tíma, að ég man varla eftir verra hausti. Ekki virtist nóvember ætla að verða neinn eftirbátur bræðra sinna tveggja. Fyrsta dag mánaðarins var að vísu bjart nokkuð framan af degi, en Jregar leið að kveldi, lagðist blágrár úrkomufeldur yfir allt loft, og tók fljótlega að rigna. Var norðaustan stormur og krapahríð daginn eflir. Aðfaranótt þess þriðja kólnaði í veðri, og með morgninum gekk hann í norðaustan fannkomuhríð, sem stóð þann dag allan. Forystuærin mín, sem áður er nefnd, kom heim að húsi sínu um miðjan dag. Þótti mér það ekki góðs viti. Hún var ein á ferð, enda versnaði nú veðrið um allan helming. Var komin norðvestan stórhríð að morgni þess fjórða, og var ekkert lát á veðrinu allan þann dag. Var enn stórhríð þann 50 --- VEÐRIÐ

x

Veðrið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.