Veðrið - 01.09.1963, Blaðsíða 14

Veðrið - 01.09.1963, Blaðsíða 14
PÁLL BERGÞÓRSSON: SILFURSKÝ Um miðnættið aðfaranótt 11. ágúst 1963 lét Pétur Gfslason á Eyrarbakka þess getið um leið og liann sendi veðurskeyti til Veðurstofunnar, að í norð- vestri sæi hann silfurbjarma á hirnni, eins og hann orðaði það. Það var ekki óvænt, að Pétur yrði fyrstur til að vekja athygli á því fágæta fyrirbæri, sem þarna var um að ræða, því að honum er mjög lagið að skipa skýjum himins í flokka, eftir þeim reglum, sem veðurfræðingar hafa þar um sett. Þetta, sem Pétur kallaði silfurbjarma, voru svonefnd lýsandi næturský. Legg ég til, að þau verði kölluð silfurský á islenzku í samræmi við lýsingu Péturs. Sá, sem fyrstur skrifaði um þessi ský, var O. Jesse í Königsberg árið 1890, en síðan var C. Störmer prófessor í Osló helz.ti áhugamaður um rannsókn þeirra. Skal hér nú sett það, sem um silfurskýin er ritað í hinni ýtarlegri útgáfu Skýja- bókarinnar, sem Alþjóða veðurstofnunin gaf út árið 1957. 1) LÝSING Silfurský líkjast þunnum klósigum, en eru venjulega bláleit eða silfurlituð, og stundum rauðgul eða rauð. Þau ber við dökkan næturhimininn. 2) EIGINLEIKAR Menn vita ekki ennþá, af Iiverju silfurský eru gerð. Samkvæmt Störmer og Vestine er nokkur ástæða til að halda, að í þeim sé fíngert geimryk. 3) SKÝRINGAR :Silfurský hafa mjög sjaldan sézt, og þá aðeins norðanhallt í tempraða belti norðurhvels að sumrinu, þegar sólin er 5—13 gráður fyrir neðan sjóndeildarhring. Mælingar hafa sýnt, að hæðin er milli 75 og 90 kílómetra. Silfurský fara að sjást um sama leyti og stjörnur af fyrstu stærð. Fyrst eru þau gráleit, en síðan Ijósari. Þcgar dimman færist enn meira yfir, verða þau bláhvít líkt og silfur, sem farið er að falla á. Næst sjóndeildarhring eru þau stundum rauðleit. Þessar litarbreytingar endurtaka sig svo í öfugri röð í birtingunni. Silfurský sjást oftar og eru bjartari eftir miðnætti en fyrir. Farið á þeim hcfur reynzt vera frá 100 hnútum (180 km á klst.) og allt yfir 500 hnúta (900 km á klst.). Er það venjulega af norð- austri eða austri. Silfurskýin sáust fyrst tvær nætur í röð liér í suniar, aðfaranótt 11. og 12. ágúst, en einnig aðfaranótt Jj. 16. og vottur af Jreim sást síðar. Fyrsta kvöldið sáust Jjau aðeins á norðvestur- og norðurhimni, skammt ofan Sólskin, klst. (í svigum fyrir neðan ineðallagið 1931—1960) Apríl Maí Júní Júlí Ágúst Reykjavík 115 208 160 209 152 (135) (188) (188) (181) (154) Akureyri 82 149 194 172 148 (108) (173) (170) (145) (113) Hólar 103 137 124 101 152 (Meðaltal ekki til.) .54 — VEÐRIÐ

x

Veðrið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.