Veðrið - 01.09.1963, Blaðsíða 20
BREF UR ORÆFUM
Eitt af hlutverkum íslenzkra veðurathugunarmanna er að skrá og senda Veður-
stofunni skýrslur um óvenjuleg náttúrufyrirbæri og tjón af völdum veðurs. í
bréfi því, sem hér fer á eftir, segir Helgi Arason, bóndi og veðurathugunar-
maður á Fagurhólsmýri, lrá mjög óvenjulegu stórviðri á Svínafelli í Öræfum f
miðjum janúarmánuði 1962. Einnig er hér birt bréf um veður þetta frá Magnúsi
Lárussyni, bónda á Svínafelli, til Helga. Helgi getur þess, að mesti vindlrraði,
sem hann hafi mælt í veðrinu, hafi verið 57 hnútar, en vafalaust er, að miklu
livassara hefur verið á Svínafelli, þegar hvassast var og grjótflugið sem mest.
Stórviðrið átti rætur sínar að rekja til mjög djúprar lægðar suður af landinu,
svo sem meðfylgjandi veðurkort frá kl. 5 að morgni 16. janúar 1962 sýnir. Loft-
þrýstingur í lægðarmiðjunni mun þá hafa verið rúmlega 940 mb. F. H. S.
Bré£ Helga Arasonar til Veðurstofunnar
Fagurhólsmýri 3. febrúar 1962.
Veðurstofan
Reykjavík.
Hér var stormasöm NA-átt dagana 13.—16. janúar sl. Hvassast var hér nóttina
15—16/1. Kl. 06.10 þann sextánda mældist vindhraðinn hér 57 hnútar, og má
vera að nokkru hafi verið hvessra áður. Um alla sveit varð mjög hvasst, en þó
varð ekki ofsaveður á Kvískerjum. Engir skaðar urðu nema í Skaftafelli og
Svínafelli. í Skaftafelli hvolfdist nokkuð þung dráttavélarkerra, en mun þó
60 --- VEÐRIÐ