Veðrið - 01.09.1963, Blaðsíða 9

Veðrið - 01.09.1963, Blaðsíða 9
Vil ég nú að svo mæltu færa sönnur á mál mitt og rifja upp eitthvað af þessum veðurdraumum mínum, sem ég er dálítið drjúgur yfir svona undir niðri, jafnvel þó að ég verði að sætta mig við, að aðrir séu mér fremri. Marga drauma get ég ekki tekið til meðferðar, því að umsögn alllöng verð- ur að fylgja Iiverjum einum. Mun ég láta nægja að segja hér cina þrjá eða svo. — Fyrst ætla ég þá að segja draum einn lítinn, sem mig dreymdi seint í sept- ember liaustið 1951, nánar til tekið aðfaranótt þriðjudags |>ann tuttugasta og fimmta. Þrálát norðaustanátt hafði gengið yfir, og var enn ekkert lát á henni. Dreymir mig þessa nótt, að ég þóttist sjá fimrn skrímsli, öll grámórauð að lit, koma úr norðausturátt. Fremur voru þau smávaxin, en heldur ófrýnileg. Þótti mér þau lielzt koma af haíi. Þegar ég vaknaði, þóttist ég þess fullviss, að enn mundu vera eftir firnni dag- ar af ótíðinni. Líða nú dagarnir fimm, sem eftir voru af vikunni, og voru allir með norðaustan-úrkomu og þokubrælu. Þó var laugardagurinn lítið eitr þurrari, og glotti aðeins undan til hafs um kvöldið. Svo stóð á fyrir mér þetta kvöld, að ég þurfti að leggja af stað frá heimili mínu, Breiðuvík, í göngur norður í Kelduhverfi. Var ætlunin að ná háttum í Bangastaði. Sá bær stendur við lítið heiðavatn, miðja vegu milli sveitanna ICelduhverfis og Tjörness. — Óli Gunnarsson á Bangastöðum átti að stjórna göngunum, er skyldu hefjast að morgni næsta dags. Þá átti að ganga svokölluð Norðurfjöll. Ég náði háttum í Bangastaði, og sváfum við Óli í framhússstofu um nóttina. Nokkru fyrir liáttatíma hafði þyngt í lofti á ný og tók enn að rigna. Ffeyrði ég regnið dynja á þakinu öðru hverju alla nóttina. Sagði mér nú heldur þungt hugur um morgundaginn, því að nú var trúin á drauminn að fjara út. En svo trúaður hafði ég verið á hann, á meðan ég var heima, að ég hafði skilið eftir bæði bússur mínar og skinnstakk og var nú skjólfatalaus að heita mátti. Um morguninn var kyrrara veður, og var hætt að rigna, en komin niðdimm þoka. Gangnamenn úr Kelduhverfi komu samt í Bangastaði eins og til var ætlazt, og var þá samstundis lagt af stað — út í þokuna. Ekki vorum við komnir nema skammt suður á ásana, þegar þokunni létti allt í einu. Blasti nú við Axarfjörðurinn í allri sinni fjalladýrð, og fjarst í suð- austri bar snævi þakin Hólsfjöllin við himin. Þótti mér nú harla gott, þarna í fjöllunum, að vera létt klæddur, og liefðu skjólfötin verið með í förinni, þá hefði byrðin orðið þyngri fyrir Litla-Brún,, en svo hét hestur minn. Næstu nótt gisti ég í Lóni í Kelduhverfi. Þá nótt dreymdi mig, að ég þóttist vera staddur á Héðinshöfða á Tjörnesi. Stóð ég þar úti fyrir dyrum og varð litið í suðurátt. Sé ég þá, hvar hestahópur allstór kemur sunnan mýrar þær, er liggja norður frá bænum Bakka. Er hópur þessi von bráðar kominn út á móts. við Héðinshöfða. Þykist ég kasta tölu á hestana, og taldist mér þeir átján. Allir sýndust mér jóar þessir rauðir að lit. VHÐRIÐ -- 49'

x

Veðrið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.