Veðrið - 01.09.1963, Qupperneq 18

Veðrið - 01.09.1963, Qupperneq 18
JÚNAS JAKOBSSON: Hitastig yfir Kefiavík Hitaritin í vorhefti Veðursins enduðu á hlýjasta rnarz, sem koniið liefur í 34 ár, og héldu hlýindin áfram, jtangað til rúm vika var af apríl. Tún voru jtá farin að grænka og tré að lifna sunnan lands. En „á skammri stundu skipast vcður i lofti". Aðfaranótt þriðjudagsins 9. apríl myndaðist fægð milli Vestfjarða og Norðaustur-Grænlands. Hún dýpkaði ört og barst hratt suðaustur eftir um daginn, og í kjölfar hennar geystist fimbulkalt heimskautaloft suður yfir landið. Á 18 klukkustundum kólnaði um 22,5 stig í 1500 m hæð og annað eins í 1000 m liæð, en heldur minna næst jörðu. Þetta kuldakast mun lengst í minnum haft vegna [jcss gífurlega tjóns, sem það olli garðeigendum og skógræktarmönnum á Suðurlandi. Eftir þrjá daga dró úr kuldanum, [rví að vindur gekk úr hánorðri til norðausturs. Upp úr miðjum mánuðinum hlýnaði með austan og síðar suð- lægri átt. Nægði jrað ásamt góðviðrinu fyrstu vikuna til [ress, að hitinn í apríl varð nálægt meðallagi þrátt fyrir kuldakastið mikla. Rétt fyrir mánaðamótin kom norðaustan hret, og liélzt svalt alla fyrstu vik- una í maí. Þá dró úr kuldunum í bili, en næstu tvær vikur var norðlæg átt þrá- lát og aldrei hlýtt. Seinustu vikuna í mánuðinum var suðvestan átt og bezta tíð norðaustan til á landinu, en suðvestan til var sízt hlýrra en áður. Útkoman varð líka sú, að meðalhiti maímánaðar reyndist nálægt tveimur gráðum undir meðallagi. Með júní batnaði tíðin. Hæg suðaustlæg átt var tíðust fyrstu vikuna, og barst þá hingað til lands Evrópuloft, og mátti vel þekkja það á mistrinu, sem því fylgdi. Næstu viku voru stillur og áframhaldandi hitar, en í þriðju vikunni brá til norðlægrar áttar í bili. Vestan til á landinu kólnaði [jó ekki verulega, enda lækka hitalínurnar ekki að ráði. Seinustu daga mánaðarins kont sunnanátt og ílutti hingað hlýtt loft. Kernur það vel fram í 1500 m hæð, því að þar uppi gætir kælingar frá sjónum minna en neðar. Þessa sama verður vart á meðalhit- anum í júní. Við jörð er hann 0,2 gráðunt lægri en meðaltal undanfarinna 9 ára, en í 1000 m liæð er hann 1,3 gráðum hærri og 2,2 gráðum hærri í 2000 m hæð. Á þeim 10 árum, sem athuganir þessar ná til, hefur frostmarkið í júní aldrei verið í meiri hæð en nú, eða 2050 m til jafnaðar. Næst hæst var það 1760 :m í júni 1954. Fyrstu vikuna í júlí var hæg vestlæg átt á landinu og hlýtt í veðri, en upp úr þvi gerði norðan átt og kólnaði. Hélzt vindur norðlægur, þó oftast hægur, í hálfa þriðju viku. Hitinn í 500 m hæð komst fast að frostmarki í lok þessa kulda- kafla, eins og má sjá á hitalínunum. í síðustu viku mánaðarins staðnæmdist all- 'djúp lægð skammt fyrir suðvestan landið og batt enda á kuldana í bili. Þrátt fyrir það varð meðalhiti júlí við jörð rúmlega einni gráðu lægri en meðaltal -síðustu 9 ára, og hálfri gráðu lægri í tveggja km hæð. 58 --- VEÐRIÐ

x

Veðrið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.