Veðrið - 01.09.1963, Blaðsíða 11

Veðrið - 01.09.1963, Blaðsíða 11
fimmta alveg fram undir kvöld. En viti mennl Nokkru áður en skyggja tók, var hríðarfeldinum allt í einu svipt sundur frá norðvestri, og færðust skýin liratt suðaustur yfir. Og seinast um kvöldið sást ekki skýdrag á lofti. Morguninn eftir var komin suðvestan þíða, og var nú veðurlag allt annað en áður liafði verið. ☆ Jæja, lesendur góðir! Lengra verður nú ekki draumaspjallið. En að lokum langar mig til að spyrja: Hvað er það eiginlega, sem hefur komið þ\í til leiðar, að okkur Grími fjár- manni skuli — á svona einfaldan hátt, hafa tekizt að komast að því, sem dag- skrá veðurguðsins hefur að geyma? Hvað skyldi valda því, að okkur skuli hafa tekizt að tileinka okkur svona auðveldlega vísbendingar hans og táknmál? Hvað er það, sem hefur kennt okkur Grími fjármanni þessa furðulegu íþrótt? Hvað er það, sem hefur vakið þennan hæfileika, jressa gáfu, eða hvað maður á að kalla það? Eru það einhver viss lífsskilyrði, sent hafa ofið þennan kynlega þátt inn í sálarlíf okkar? Eru það kannski hin nánu og oft tvísýnu samskipti okkar við náttúruöflin? Hafa þau samskipti ofið þann þátt? Naumast hafa þau samskipti ein út af fyrir sig orkað því. Hér mun lengri aðdragandi hafa átt sér stað. Hér er sennilega um að ræða lilut, sem við höfum lilotið að erfðum frá forfeðrum okkar, — hlut, sem hefur orðið til fyrir áhrif umhverfisins, sem þeir lifðu í, hver fram af öðrum í alda- raðir. Þeim hefur alltaf komið það vel, íslendingum, að eiga þann hlut. Þess vegna mætti hann helzt ekki týnast — helzt ekki deyja út með okkur Grími fjár- manni eða öðrum þeim, sem enn kynnu að eiga þann hlut í fórum sínum. Millibar — þrýstistig Orðið millibar er lieldur leiðinlegur draugur, sem fylgir veðurfregnum. Óþjóð- legur er hann, og ekki skemmtilegri fyrir það, að liann er ýmist karlkyns eða hvorugkyns. Þess á milli verður ekkert í kynið ráðið, vegna þess að aðeins er notuð eintölumyndin millibar. Það er þó ekki óeðlilegt. Einingin við liita- mælingar er til dæmis kennd við Celsius hinn sænska, og vindstigin bera nafn aðmírálsins Beauforts, en aldrei er notuð fleirtölumynd þessara orða, þegar liiti og vindur er tilgreindur. Annars sleppum við íslendingar því nær alltaf að nefna þessi nöfn eining-- anna. Við segjum einfaldlega: Hitinn er tíu stig. Þetta eru átta vindstig. Hvernig væri nú að brúka millibar, millibara og millibör aðeins til spari, en segja í daglegu tali: Loftþrýstingur er 1005 stig? Eð?- í Reykjavík voru 1005; þrýsdstig klukkan 18? Páll Bergþórsson. VEÐRIÐ --- 5 V

x

Veðrið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.