Veðrið - 01.09.1963, Blaðsíða 7

Veðrið - 01.09.1963, Blaðsíða 7
Hann telur sennilegt, að skipta megi gróðurlarssögu íslands í ljóra kalla, írá því að jökul leysti a£ landinu fyrir 10000—15000 árum. 1. Siðjökultimi nær frá lokum ísaldar til 7000 árum f. Kr. ]>á hófst myndun mómýra. Starir, grös, víðir og ýmsar aðrar jurtir uxu. Birki finnst ekki á Suður- og Vesturlandi en virðist komið til sögunnar austan Eyjafjarðar. 2. Birkiskeiðið jyrra nær frá h. u. b. 7000—3000 f. Kr. Loftslag var þurrt og hlýtt. Birkiskógur og kjarr þakti allt láglendi nema votmýrar og flóa. Á þessu skeiði hefur neðra lurkalagið í mörgum íslenzkunt mómýrum myndazt. — Undir lok tímabilsins, um 4000 f. Kr., eykst úrkoma til rnuna, og mætli nefna mýraskeið frá ca. 4000 til 3000 f. Kr. Skógur hörfar úr mýrlendi en svarðmosi grær hröðum skrefum. 3. Birkiskeiðið siðara nær frá 3000 f. Kr. til landnámstíma. Úrkoma minnkar og birki breiðist út. Frá 2000 til 500 f. Kr. mun birkiskógur eða kjarr hafa klætt allt lágiendi nema blautustu flóa. Efra lurkalagið í mómýrum myndast. Á þessu tímabili mun veðurfar hafa verið hvað bezt hér á landi eftir ísaldarlok. Jöklar voru aðeins á hæstu fjiillum og skógarmörk um eða yfir 600 m yfir sjó. Á mörkurn bronz- og járnaldar, 500 f. Kr., versnaði veðurfar og skógar rýrn- uðu. Sumir halda, að Irá þeim tíma sé komin sögnin um jimbulvetur í Gylfa- ginning: „ .. . vetr sá kemr, er kallaðr er fimbulvetr; þá drífr snær úr öllum áttum; frost eru þá mikil ok vindar hvassir; ekki nýtr sólar; þeir vetr fara þrír saman, ok ekki sumar milli." Um þessar mundir hvarf skógurinn af mýrunum, sem nú eru, en starir, engja- rós og ýmsar aðrar plöntur komu í hans stað. Vanalega er birkiskeiðið síðara talið enda um 500 f. Kr„ en í sambandi við rannsóknir íslenzkra mómýra er eðlilegt að láta það ná fram um landnám. Þá hrakaði skógunum fljótlega og margar nýjar plöntur, nytjajurtir og illgresi, námu land. Eftir landnámsöld telur höf., að frjógreiningar veiti litla vitneskju um veður- farsbreytingar vegna áhrifa af mannavöldum á gróðurfarið. Iiápumyndin er að þessu sinni frá Jökulheimum í tilefni þess, að þar hefur verið veðurstöð f sumar. Ritar frú Adda Bára skilmerkilega grein i þetta hefti um sumarveðráttu á hálendinu, í Jökulheimum og á Hveravöllum. Húsið lengst til vinstri var byggt sama dag og myndin var tekin, geymslu- skemma fyrir benzín o. fl. Næst er bílaskemma. Þar eru snjóbílar Jöklarann- sóknafélagsins geymdir. Fjarst af húsum, sem sjást, er skálinn Jökulheimar. Ein fremur lítil bygging sést ekki á myndinni. Hún er kölluð vatikanið. Ei'st á mynd- inni er safnmælir undir úrkomu, og getur hann safnað í sig úrkomu yfir heilt. misseri eða lengur. Mynclin var tekin um miðaftansbil 14. sept. sl„ cr skuggar af hraunkambinumi voru farnir að lengjast. J. Ey.. VEÐRIÐ 47'

x

Veðrið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.