Veðrið - 01.09.1963, Side 12
KNÚTUR KNUDSEN:
Vor og sumar 1963
April byrjaði vel. Hlýindi voru fyrstu átta dagana í beinu áframhaldi af bezta
marz um langt árabil. Tún voru víða farin að grænka og brum að opna sig,
þegar vonzku norðanveður skall á þriðjudag fyrir páska, 9. apríl. Fyrst hvessti
snögglega á Vestfjörðum, og nokkrum klukkustundum seinna náði óveðrið til
suðurstrandarinnar. Mikil snjókoma varð á norðanverðu landinu og hörku
frost um allt. Dagana 10. og II. komst frostið víða yfir 15 stig.
Þann 12. var austan frostleysa, en ríkjandi vindátt fram til 20. var austan og
norðaustan með kulda og dálítilli snjókomu norðan lands, en oft rigningu á
Suður- og Austurlandi. Eftir 20. apríl suðlæg átt og hlýtt fram til 28., en þá
kólnaði aftur og snjóaði dálítið fyrir norðan til mánaðamóta.
1 linuritinu sést hvernig hitinn breyttist á Akureyri og í Reykjavík 9. til 12. april.
Hitinn á Akureyri var 4.8 stig kl. 11 þann 9, en tólf tímum seinna var komid'
10.4 stiga frost, þ. e. a. s. hafði kólnað um 15.2 stig.
1 páskahretinu týndust bátar nyrðra, og nokkrir menn fórust.
Alaí. Lengst af var austan og norðan átt og kuldatíð. Norðan lands var ýmist
snjór, regn eða krapi, en oft bjart með næturfrosti sunnan lands.
Um þann tuttugasta var ennþá víða 1—2 stiga frost um hádegisbilið á Norður-
landi, en næturfrost voru syðra.
Á uppstigningardag, 23. maí, dró til suðaustan-áttar og hlýnaði talsvert.
Síðustu vikuna var svo suðvestan-átt og lilýindi. Skúraveður var á Suður- og
Vesturlandi, en léttskýjað norðaustan lands.
/úm'-mánuður var mjög hægviðrasamur. Fram undir miðjan mánuð var alls
staðar hlýtt og úrkomulítið, og reyndar alveg úrkoinulaust á Norðausturlandi.
Fimmtánda rigndi um allt land, en vikuna þar á eftir var áttin norðaustlæg
með úrkomu á Norður- og Austurlandi.
Síðustu dagana var svo aftur ágætis veður og mikil sól nema dumbungur á
Vesturlandi dagana 27. til 30. júní.
52 --- VEÐRIÐ