Veðrið - 01.09.1963, Qupperneq 8

Veðrið - 01.09.1963, Qupperneq 8
ÓSKAR STEFÁNSSON: Draumarnir okkar Gríms fjármanns - Fyrir nokkrum árum síðan las ég í einhverju blaði grein eina litla. Grein þessi var um mann nokkurn norðlenzkan er Grímur hét. Haíði lionum verið gefið viðurnefnið fjármaður. Bendir það til þess að fjárgeymsla muni hafa verið hans aðalstarf. Lýsir greinarhöfundur manni þessum allnákvæmlega. Seg- ir hann, að lionum sé það til lista lagt að geta sagt fyrir um veðráttu langt fram í tímann — allt að j)ví misseri og jafnvel lengra. Styðjist hann þar ein- .göngu við drauma sína. Ég varð dálítið undrandi, Jregar ég las þetta. Ég sá það fljótt í liendi minni uð jjarna átti ég ekki einasta starfsbróður — sannkallaðan kollega —, lieldur var engu líkara en ég ætti þarna ennfremur nokkurs konar uppeidisbróður. Þó höfðum við Grímur aldrei sézt og aldrei vitað neitt hvor a£ öðrum. Það kom nefnilega í ljós í áðurnefndri grein, að handbragðið — ef svo mætti segja — á veðurdraumum Gríms, var nákvæmlega eins og á veðurdraumum þeini, sem mig liafði dreymt. Á draumunum okkar er aðeins sá einn munur, að draumar Gríms ná lengra fram í tímann en mínir. 'l'il dæmis dreymir Grím einhverju sinni, að hann þykist sjá fjárhóp all- stóran. Þykist hann kasta tölu á féð og fær töluna hundrað og áttatíu. Um þær mundir var tíðarfar mjög kalt og stirfið. Spáir nú Grímur ])ví, að slíkt tíðarfar muni haidast í liundrað og áttatíu •daga samfellt. Segir í greininni, að sú spá hafi rætzt svo vel, að ekki hafi mun- .að um svo mikið sem einn dag. Mér hefur aftur á móti ekki tekizt að spá nema sjötíu daga fram í tímann, ^ins og síðar mun sagt verða. Ég er þannig tæplega háifdrættingur á við Grím. Fn J)rátt fyrir þennan mun er okkur Grími að öðru leyti svo líkt farið, að við erum eins og tvær greinar af sama stofni. 48 — VEÐRIÐ

x

Veðrið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.