Veðrið - 01.09.1963, Blaðsíða 16

Veðrið - 01.09.1963, Blaðsíða 16
eða mærótt líkt og maríutása, með öldulengd, sem var á að gizka nokkru minni en 1° á háloíti. Onnur líktust meira klósigakembunum á 45. mynd í Skýjabók- inni, nema livað þau voru miklu þynnri. Enn önnur voru líkust trefjuðu klósiga- fjöðrinni á 43. mynd. Böndin sáust allt frá 10° hæð á norðurlofti, suður um há- loflið og talsvert yfir á suðurloft, en jjar skyggðu lægri ský nokkuð á þau, einkum þegar Ieið á nóttina. Þegar mest var af Jjeim, gizka ég á, að þau hafi náð yfir tvo eða ]>rjá áttunduhluta himinlivolfsins. Ekki voru skýin nú eins björt og fyrri nóttina, mátti fremur segja, að j)au væru silfurgrá en silfurhvít. Uni skeið bar silfurskýjabreiðu við tunglið, sem var hálft Jjessa nótt og í austnorðaustri, þegar Jjetta bar við. SIó Jaá gullnum og fögrum bjarma á skýin. Við Jjetta vildi ég bæta, að allt litlit Jiessara silfurskýja fannst mér benda til mikils skyldleika við venjulega klósiga, sem eru nær eingöngu gerðir úr ísnál- um, en ekki af geimryki. Hæð skýjanna má nokkuð marka af þvi, að um miðnætti aðfaranótt 12. ágúst var rúmlega 80 km hæð upp í sólskin yfir Reykjavík, ef tekið er tillit til Ijósbrots í gufuhvolfi. Hins vegar sáust skýin á sama tíma á suðurlofti, jafnvel 45° niður á suðurloftið, þó að það væri nokkuð óljóst vegna lægri skýja. En hæðin þar frá jörð og upp í sólskin hlýtur að hafa verið um 100 km. Bendir Jretta til nokkuð meiri hæðar en getið er um í Skýjabókinni. Þó er vissast að draga varlega álykt- anir af Jjessu, Jjví að hugsanlegt er, að tunglskin hafi hjálpað til að gera sillur- skýin nokkru lengur sýnileg en ella. Sé nú miðað við 80 km hæð, benda skýjafarsathuganirnar til þess, að hraði skýjanna hafi verið um 250 hnútar (um 450 km á klst.). Er Jrað gífurleg ferð, Jjegar þess er gætt, að í 12 vindstigum er vindhraðinn um 65 hnútar. Hins vegar er þetta mjög eðlileg tala miðað við eldri athuganir, sem fyrr var getið (100— 500 hnútar). Varla mundi maður þó finna mikið til þessa vinds í 100 km hæð, því að þar er loftið svo Jrunnt, að eðlisþyngd þess er aðeins talin fáeinir millj- ónustu hlutar af Jjví, sem við eigum að venjast. Ekki er Jjess heldur getið, að geimfarar verði fyrir neinum óþægindum af stormum Jjessara hálofta. Þriðju nóttina, aðfaranótt þ. 16. ágúst, sáust skýin fyrst rétt fyrir klukkan 23, þunnar og daufar slæður á norðausturhimni, og virtust Hggja frá suðri til norðurs, eða suðaustri til norðvesturs. Erfitt var að greina á þeim nokkurt far, en helzt var þó svo að sjá, að Jjað væri mjög lítið. Milli klukkan 24 og 01 sást mjög lítið af skýjunum, en rétt fyrir eitt fór að bera á þeim aftur, skammt fyrir austan háloftið. Var nú á þeim greinilegt vestanfar og var svo milli klukkan eitt og tvö (miðnætti var klukkan 01.30). Mældist farið um 4° á mfnútu í 45° hæð, .en það mundi samsvara 5i/2° á hálofti. Skýin mynduðu nú samhliða bönd, sem lágu hér um bil frá suðri til norðurs, tn breidd Jjeirra var breytileg, á að gizka 3—5 gráður. Um klukkan tvö virtist skýjafarið nokkuð breytt, nær 240°. Þar sem skýin sáust um miðnættið í hálofti, má ætla, að Jrar hafi sól skinið, en til þess liafa þau orðið að vera í 100 km hæð. Miðað við þessa hæð bendir farið til þess, að hraðinn hafi þarna verið 320 hnútar, liátt í 600 km á klst. Það er eftirtektarvert, að mest af skýjunum kom nú í ljós skammt austan við 56 --- VEÐRIÐ

x

Veðrið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.