Vikan


Vikan - 15.06.1961, Síða 2

Vikan - 15.06.1961, Síða 2
NToni auðveldar hárlagninguna Hárið verður glæsilegt HÁRIÐ HELDUR SÉR MJÖG VEL MILLI ÞVOITA ^LLAR VILJUM við að hárið verði eins og það er lagt og haldist þannig milli þvotta. Ef við breytum hárgreiðslu, þá þarf nýja greiðslan að endast vel. Þess vegna er nauosynlegt að fá sér perm og það er TONI sem leysir galdurinn. EVEN-FLO hár- liðunarvökvinn er það eina, sem gerir lagninguna auðvelda. Setur glæsibrag á hárið. Svo auðvelt. Fylgið aðeins hin- um einföldustu leiðbeiningum, sem eru á íslenzku, og hárlagningin verður fullkomin, og endingargóð. Gentle fyrir auðliðað hár. Super fyrir erfitt hár. Regular fyrir venjulegt hár. Veljið TONI við yðar hæfi. Sænsk skýrsla um áfengisvanda- máliS og konur áfengissjúklinga hef- ur séð dagsins ljós. Þar segir, að jafnhliða meðvitaðri og ákveðinni ósk eiginkonunnar, að lijálpa manni sínum til að haetta að drekka, sé h'ka ómeðvituð ósk um að fá hann til að halda drykkjunni áfram. Höf- undur þessarar skýrslu heitir Börje Lövgren og er hann læknir. Hann bendir á, að konur þessar eru oft mjög móðurlegar og ráðríkar, auk þess að hafa tilhneigingar til að leika pislarvætti. Hann segir það ekki vera sjaldgæft að konur of- drykkjumanna skilja við þá, þegar þeir hætta að drekka. Ennfremur væri hægt að benda á fjölda dæma, þar sem slíkar konur giftist aftur ofdrykkjumönnum, jafnvel oftar en — I viknbyrjun — einu sinni. Auk þess segir læknir- inn, að árásarkenndur kvalalosti í mörgum sértrúarflokkum og bind- indishreyfingum stafi af þessari löngun til að sjá hrasgjarnan með- borgara sinn í mikilli kvöl og glöt- un. Þessir aðilar yrðu lítið glaðir, ef allir hættu að drekka, gengu í lireyfingu þeirra og væru frelsaðir. Nokkrir útsjónarsamir náungar í Japan hafa fengið ókeypis gist- ingu hjá ríkinu fyrir framtakssemi sína á sviði frimerkjasöfnunar. Þeir seldu einföldum sálum fyrstu frí- merkin frá Mars og græddu nokkr- ar mihjónir á þvi. Frímerkin þeirra kváðu hafa verið mjög vel gerð og ekta í útliti, svo segir að minnsta kosti í áliti frímerkjahöndlara þar í landi. Nú sitja þeir sem sagt inni og er þeim sjálfsagt akkur i því, þar sem fórnarlömb þeirra ná ekki til þeirra. ★ Á litlum bar í Englandi hefur verið komið fyrir mjög árangurs- ríku eftirliti með sjússunum. Aldrei hverfur dropi, þó bareigandinn bregði sér frá augnablik og gest- irnir geta tekið eins mikið af víni og þeir vilja. Hann hefur nefnilega tvær kyrkis'slöngur á barnum hjá sér. Þær eru ósköp gæfar, segir eigandinn, en það er ótrúlegt hvað * þær eru snöggar að þrýsta allt loft úr mönnum. ★ i Það eru ekki eingöngu karlmenn, sem' l»jóða sig fram tii geimferða. Þar sem Geimferðanefnd Banda- ríkjanna hafði ákveðið að hafa líka kvenfólk með, þá barst þeim eftir- farandi umsókn: Ég hef venjulegt flugpróf, er fimmtíu kiló á þyngd og leik þess utan ágætlega á hörpu. ★ Frá Sperior í Wisconsin í Banda- ríkjunum berast eftirfarandi fréttir: Sóknarpresturinn Lawrence Dud- ink, 47 ára gamall er nú kærður fyrir barnsrán. Málavextir eru þeir, að hann hvarf á brott með sautján ára gamalli stúlku, Rosalie 0‘Conn- el. Hafði hann heimsótt hana á spítala þar sem hún lá og fékk leyfi yfiriæknis til að fara með stúlkuna í bílferð í góða veðrinu. Síðan hefur ekkert tii þeirra spurst. Það mætti kannski nefna það, að Rosalie var stúlka vinsæl sakir glæsilegs útlits.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.