Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 15.06.1961, Qupperneq 9

Vikan - 15.06.1961, Qupperneq 9
A&ieU/VfWA/ ★ Leynistoð í Reykjnvík ★ Bahin Blanco - menn ★ Dr. CJerlnch 09 skjnlnbruninn ★ Hvnr voru sendistöðvnrnnr? Þýzka sendiráðið i Túngötu 18. Miðstöð fyrir njósnakerfi nazista fyrir stríð. Dr. Gerlach. en Bretar fram í kurteisisheimsóknunum, þvi að í júlí 1939 sendu þeir hingað tvo kafbáta, sem renndu inn í Reykjavikurhöfn, að fengnu leyfi, og lágu hér nokkra daga við landfestar. Hins vegar hófu Bretar hingað hernaðarflug strax í upphafi styrjaldar. Og rúmum þremur vikum eftir að styrjöldin brauzt út, henti það, að brezk hernaðarflugvél þurfti að nauðlenda á Raufarhöfn. Það var 26. september. Ríkisstjórnin kyrrsetti flugmanninn og fékk drengskaparyfir- lýsingu frá honum, um að hann skyldi vera kyrr. Þrátt fyrir það hóf hann sig til flugs með félög- um sinum snemma morguns hinn 28. september og strauk til Englands. Islenzka ríkið mótmælti þessu hlutleysisbroti. Yfirmaðurinn, Mr. Barnes að nafni, var þá sendur til Islands í gæslu. Var hann í haldi á Bessastöð- um, þegar Bretar hernámu landið, en var þá sam- stundis sleppt og gekk til starfa að nýju. Bretar höfðu sérstaka gát á framferði Þjóðverja hér. Og daginn, sem Þjóðverjar hernámu Dan- mörk og réðust á Noreg, fóru Bretar fram á það við ríkisstjórn Islands, að mega setja her hér á land. Þeirri beiðni var synjað, en eftir það voru Bretar reiðubúnir að hernema landið, án þess að gera frekar boð á undan sér. Bretar höfðu lista yfir alla eða flesta þjóðverja, sem voru hér á landi, heimilisföng þeirra og ýmsar aðrar upplýsingar. Þar á meðal voru Blancamenn. Ætlunin var að handtaka þá alla, þegar hernámið færi fram. ÖRLAGANÓTTIN. Þegar brezka flotadeildin öslaði inn í íslenzka landhelgi í húminu aðfaranótt 10. maí 1940, var vakað í brezku og þýzku sendiráðunum í Reykja- vik. Ræðismaður Breta hafði setið í skirnarveizlu við glaum og gleði, og beið þess, að stundin kæmi til að taka á móti löndum sínum við hernámið. Dr. Gerlach hafði einnig veður af því, hvað I vændum var og vakti alla nóttina, en fjölskylda hans gekk til hvilu. Þess varð vart, að skömmu áður en brezka her- deildin renndi inn til hafnar, kom maður í svartri kápu hlaupandi eftir Túngötunni og kvaddi dyra hjá ræðismanninum. Kom dr. Gerlach út skömmu síðar, og það sáu nágrannarnir, að ræðismaðurinn ók bíl sínum brott með svartklædda manninum. Skömmu síðar kom dr. Gerlach aftur, skildi bil sinn eftir ofar í götunni, snaraðist inn 1 húsið og var nú einn. Um þær mundir sáu menn einnig bregða fyrir loga í baðherbergi í bústað ræðismannsins. Um fjögurleytið þennan morgun var herskipa- floti Breta kominn inn á ytri höfn Reykjavíkur, 3 stór herskip og einn tundurspillir, auk þess 2 eða 3 önnur skip, sem héldu inn í sundið milli Viðeyjar og Klepps. Gekk nú allt með miklum hraða. Brezkir her- menn tóku margar opinberar byggingar á vald sitt, iokuðu öllum vegum frá Reykjavík, tóku síma og útvarp í sínar hendur og slitu Reykjavík úr sambandi við umheiminn, Jafnframt þútu þeir um og handtóku alla þjóðverja, sem til náðist, og smöluðu þeim niður á hafnarbakka, eri þaðan lá leiöin út I herflutningaskipin HANDTAKA GERLACHS. Ræðismaður Breta tók á móti foringjum hers- ins og hélt þegar upp í Túngötu 18, en þeim fylgdi flokkur manna undir alvæpni. Hét sá S. G. Cutler, majór að tign, sem kvaddi dyra hjá þýzka ræðismanninum. Gerlach ræðismaður kom þá sjálfur til dyra, alklæddur og viðbúinn. Hann leit út, en er hann sá brezku hermennina, mót- mælti hann komu þeirra. Cutler majór tilkynnti þá, að ræðismaður Þýzka- lands væri fangi Breta, en hús hans og embættis- lið hertekið. Gerlach steig þá skref aftur á bak, en majórinn og fylgdarlið hans gekk inn. Bretar hugðu leyniskjöl hernðarlegs eðlis, vera geyrnd I kjallara hússins. Fór Culter þangað niður, en her- menn litu eftir Gerlach. Brezka liðið hafði með sér handslökkvitæki í varúðarskyni. Skamma stund hafði Culter majór verið í kjall- aranum, þegar til hans var kallað, að eldur væri kominn upp á fyrstu hæð. Þaut hann þá upp stigann. Þá var svo umhorfs á fyrstu hæð, að eldur mikill logaði I baðherberginu, kona ræðismannsins og eldri dóttir þeirra hjóna voru á hlaupum og fleygðu skjölum og bókum á eldinn. Voru þær á náttklæðum einum. Eldfimu efni hafði verið hellt í baðkerið og logaði glatt. Hermenn, sem komnir voru um allt húsið, not- uðu nú handslökkvitækin, en sumir þrifu sængur- föt úr hjónarúmi ræðismannshjónanna og slöngv- uðu þeim yfir baðkerið og tókst innan skamms að kæfa logann. Náðu þeir allmiklu úr eldinum, sum- um skjölum hálfbrunnum, öðrum lítt eða ekki sködduðum. Þegar hér var komið, spurði Gerlach, hvort hann mætti sækja yfirfrakka sinn, sem hékk 1 fata- geymslunni. Var honum leyft þetta, en Cutler majór fylgdi honum. Ræðismaðurinn rétti fram aðra hendina og ætl- aði að smeygja henni niður I frakkavasann. Cutler þótti þetta grunsamlegt, greip um hönd ræðis- mannsins, en þreifaði sjálfur niður I frakkavasann og dró þar upp hlaðna skammbyssu. Skipaði majórinn þá vopnuðum verði að gæta ræðismannsins. Rannsókn fór nú fram á húsmun- um og húsakynnum, en seint á niunda timanum var haldið á brott með ræðismanninn og fjölskyldu hans. Gekk hann frá bústað sínum rakleitt að bílnum, sem beið hans. Næst honum gekk kona hans og þá tvær dætur þeirra. Farangur ræðismannsins, er var allmikill, var settur í aðra bíla. Þá var ekið af stað niður á hafnarbakka, en hervörður settur um húsið. En á höfninni beið beitiskipið Glasgow, sem átti að flytja ræðismann Þýzkalands og fylgdarlið hans af landi brott. SÁST BRETUM YFIR LEYNITÆKIN? Bretar dvöldust nokkrar vikur í Túngötu 18 og hirtu skjöl og skilríki ræðismannsins og fylltu þau kistu allstóra. En þótt undarlegt kunni að virðast kom leyni- tækið ekki i leitirnar. Þau fundust ekki fyrr en 5 árum seinna og þótti þá allfurðulegur fundur. Voru þau þar í óinnsigluðu herbergi, svo að sú spurning vaknaði, hvort Gerlach hefði verið bú- inn að koma henni á brott, þegar Bretar komu, og falið hana einhverjum vini sínum tll geymslu, en sá vinur síðan getað laumað henni upp á háa- Framhald á bls. 35. mikam 9

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.