Vikan


Vikan - 15.06.1961, Blaðsíða 36

Vikan - 15.06.1961, Blaðsíða 36
PÓLAR I Lífvörður okrarans. Framhald af bls. 7. — Alls ekki. Simon Clenck var í ágætu skapi, eins og hann var reyndar alltaf, þegar komið var með peninga til hans. — Þér gerðuð það? Edward kinkaði kolli. Hann var hár og grannur maður, rúmlega þrítugur. Lögregluforinginn vissi það þegar, að brask Helmanns var heiðarlega en Simonar Clencks hafði verið. Helmann hélt áfram og útskýrði: — Það kom fyrir, að ég fékk lán Jijá Clenck gamla, þegar ég fékk fleiri tilboð, en ég gat staðið undir sjálfur. Mér var ekkert vel við það, þó að Simon reyndi eiginlega aldrei að féfletta mig. — Reyndi hann það við aðra, — að féfletta, eins og þér segið? Edward Helmann leit eitt andar- tak á lögregluþjóninn. — Það er víst engum hulið, að Simon Clenk var harður og ekki heldur alltaf heiðarlegur í viðskipt- um, sagði hann út undir sig. Kurt Colmann las upp lýsingu garðyrkjumannsins á óþekkta litla manninum fyrir Helmann. — Þekk- ið þér nokkurn, sem lítur svona út? spurði hann. Helmann hugsaði sig um dálitla stund, siðan sagði hann. — Það gæti verið maður, sem heitir Oliver Schmidt og er ti] í allt, aðeins ef peningar koma ná- lægt því á einhvern hátt. Ég hætti öllum viðskiptum við Schmidt þennan fyrir stuttu. En auð- vitað get ég ekkert sagt um það, hvort það var hann, sem heimsótti Simon Clenck, eftir að ég var þar. — Auðvitað ekki. En ég kemst að þvi, svaraði Kurt Colmann. þegar Colmann fann Olivep Sm Schmidt eftir nokkra leit, í. kom þessi lítli feiti maður lögregluþjónunum í klipu. Hann viðurkenndi strax, að hann þvi fram að hann hefði farið án þess svo mkiið sem að sjá Simon, hvað þá heldur að tala við hann. Þessi fjandans hundur gerði mig hræddan, sagði Schmidt og svipur hans lýsti viðbjóði. Einu sinni var hann næstum þvi búinn að éta mig og þess vegna fór ég aftur, þegar ég kom inn í forstofuna og heyrði hund gelta og ýlfra inni á skrif- stofunni. — Hvers vegna? spurði Kurt Col- mann hvasst. Þér voruð að leita að hr. Clenck og vissuð vel að bæði hann og þjónninn gátu haft hemil á hundinum. — Þetta var nógu slæmt lögreglu- foringi. Ég þorði að minnsta kosti ekki að ganga í gegnum ganginn. Setjum svo að skepnan hefði kom- ið út úr skrifstofunni, án þess að hr. Clenck fengi ráðið við hana. Þessi litli, feiti maður vakti ekki sérstaklega mikla samúð. Þeg- ar hann sagði frá hræðslu sinni gagnvart hundinum titruðu varir hefði komið í hús Símonar Clencks|*ahans og kinnar, eins og til að leggja á fyrrnefndum tlma, en hann hélt^áherzlu á hræðsluna. — Eða af hræðslu við að verða rengdur af þýzkri lygi, hugsaði Colmann lögregluforingi og hélt áfram yfirheyrslum sinum. fc. AGINN eftir gat Colmann m 1 dregið eftirfarandi ályktanir | / af málinu: Simon Clenclc var myrtur á skrifstofu sinni á milli kl. tvö og þrjú. Max Levan, þjónn hans, er undanskilinn öllum grunsemdum, þar sem athafnir hans á fyrrnefndum tima eru sama sem kortlagðar. Þá eru eftir: garð- yrkjumaðurinn, Georg Omar, verzl- unarmaðurinn, Edward Helmann og Oliver Schmidt, sem virtist vera óáreiðanlegri en hinir. Því miður lítur út fyrir að Max Levan sé hinn eini, sem hafði möguleika til að kom- ast fram hjá lifverði Simonar Clen- cks, hundinum, en hann hefur greinilega verið hjá Clenck, þegar hann var sleginn. — Hefur garðyrkjumaðurinn ekki sem einn af íbúum hússins getað komið sér í mjúkinn hjá hundinum? spurði leynilögreglumaðurinn Joe Lawrence. — Georg Omar sver fyrir að hafa gert það. Hann skelfur af hræðslu, þegar hann sér hundinn. Þjónn- inn heldur þvi þar að auki fram, að hann hafi verið hinn eini fyrir utan Clenck sjálfan, sem gat komið nálægt dýrinu. Hundurinn lá alltaf við fætur hins gamla maurapúka, þegar hann tók á móti heimsóknum og hann var tilbúinn að rjúka á hvern, sem var, ef Clenck svo mikið sem hreyfði hönd- ina. Þar að auki hafa bæði Edward Helmann og Oliver Schmidt verið i húsinu á milli tvö og þrjú og þeir halda þvi fram að þeir hafi ekki hitt garðyrkjumanninn, né nokkurn annan, sem ekki átti að vera þar. Ég held að við verðum að útiloka Omar sem grunaðan, að minnsta kosti i bili. — Þá eru Helmann og Schmidt eftir ... — Já, og fjandans hnndurinn, sem gerir allt ómögulegt. Lögreglumennirnir héldu áfram þessum hefðbundnu rannsóknum, sem alltaf fylgir tortryggni. Það kom ýmislegt í ljós, sem var óheppi legt fyrir Oliver og Schmidt. Þessi feiti smásvindlari hafði auðsjáan- lega verið mjðg flæktur i svikanet Simonar Clencks síðustu mánuðina. Ýmsir pappirar sýndu að Clenck hafði átt peninga hjá Schmidt og hann hafði ekki verið að draga af þvi. Aftur á móti stóðu reikningsskil Edward Helmanns og okrarans á hreinu. Helmann hafði kvittun fyrir upphæðinni, sem hann borgaði Clenck þennan umrædda dag, og i fljótu bragði virtist ekkert vera á milli þeirra nema smáviðskipti. — Ekki neitt, sem gefur ástæðu til að myrða, sagði Joe Lawrence. Kurt Colmann hristi höfuðið — Nei, en svo framarlega, sem Helmann hefur framið morð, hefur hann gert til að hylma yfir eitt- hvað, og það er þess vegna, sem við finrium ekkert. — Og þá teljið þér, þegar sannanir gegn Oliver Schmidt liggja hér næstum óvéfengjanlegar, að það sé vegna þess, að hann hafi ekki framið morð og þess vegna ekkert hulið, lögregluforingi. Colmann lögregluforingi klóraði sér í höfðinu. — Ég segi ekkert ákveðið, Lawrence. Og hvernig sem við förum að og hvernig sem við 36 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.